Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1981, Blaðsíða 4
Handbolti Leikur hjá II. flokki: Núna um helgina verður leikið hér í Eyjum í II. aldurs- flokki karla við ÍBK, n.k. föstudag kl. 20.00. Hvetjum alla Eyjabúa til að mæta á skemmtilegan leik og fylgjast með baráttuglöðum Eyjamönnum, í riðli sem II. fl. Týs á mikla möguleika áað sigra í. Frí um helgina: Meistaraflokkur Týs á frí um þessa helgi, en 31. janúar verður einn af stórleikjum II. deildarinnar, því þá fá Týrar- ar lið KA í heimsókn. Týrarar upp á land: Um helgina fer fjölmennur hópur ungra Týrara upp á fastalandið og keppir þar í Islandsmóti yngri flokka og má búast við því að þeir verði liði sínu til sóma í þessari hörðu keppni, eins og svo oft áður. Fréttatilkynning frá Tý. Herjólfur tafðist S.l. þriðjudag tafðist Herjólfur í Þorlákshöfn, vegna þess að einn flutningavagnanna fór út af í mik- illi ófærð. Illa gekk að ná vagninum upp, því skipið lagði ekki af stað til Eyja fyrr en kl. 3 um nóttina. Varð því að fella niður ferð næsta dag. Auglýsingasími 1210 Fimmtudaginn 8. jan var aftur tckið til við að tefla, og nú áttust þeir við Páll Árnason og Arnar Sigurmundsson. Páll hafði hvítt en náði ekki ncinu út úr byrjuninni og þá ekki hcldur framhaldinu, svo nú var það Arnar sem braut niður múrvcgginn mcð snöggum cn þungum höggum þar til að ckki stóð steinn yfír stcini. Guðmundur Búason tefldi við Þorvald Hcrmannsson, Þorvaldur hafði hvítt en það var mcð hann cins og Pál hann náði engum tökum á skákinni og tapaði. Kári Sólmundar- son og Ágúst Ómar börðust hart og lcngi, Kári hafði hvítt cn hann átti bara fullt í fangi meðað halda frumkvæðinu og um tíma var sem að Ágúst ætti ckki minna í stöðunni, cn hann fann ckki réttu Iciðina og tapaði. Ágúst hefur tcllt mjög hvasst og vel í þessu móti. Ólafur Hcrmapnsson og Lúðvík tefldu ckki í þessari umferð, og Hrafn Oddsson cr farinn að róa og því hættur í mótinu. II. fl. 7unda umferð. Hallgrímur Óskarsson og Óðinn sonur hans tefldu saman og þeirskildu jafnir. Sigmundur Andrcsson yngri tapaði fyrir Gunnari Ingólfi Gíslasyni. Danícl W Fiskcr vann Sigfús Gunnar Guðmundsson og fór létt með það. Óskar Sigmundsson og Jón Pálsson áttust við og hafði Óskar hvítt og tefldi hann stíft til vinnings og fann Jón ckki svaar við því og tapaði. Nú tefldi Elías Bjarnhéðinsson við Auðunn Jörgenson, og varð þetta nú nokkuð sögulcg skák því allt í einu þá er kallað upp: Eg vann hann, þetta var þá Auðunn sem kallaði þctta upp, nú koma margir að og vilja sjá hvað nú hcfði skeð, jú Elías grúfði sig yfír taflið og hafði brugðið litum mörgum en sagði ekki eitt orð. En hvað skeður, þegar betur er að gáð þá kemur bað í liós að Elías er alls ekki mát, svo Landakirkja: Föstudagur 23. janúar: Samkoma í Landakirkju kl. 20.30. Anna Þorsteins- dórtir frá Laufási flytur ræðu. Guðný Guðmunds- dóttir leikur á fíðlu. Full- trúar frá kristnu söfnuðun- um í lesa ritningarorð. Fjölmennum! Sunnudagur 25. janúar: Sunnudagaskólinn kl. 11. Messa kl. 14.00. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. Sóknarprestur. BETEL Samkomur veröa í Betel sem hér segir: Fimmtudag........kl. 20.30 Föstudag.........kl. 20.30 Laugardag........kl. 20.30 Sunnudag.........kl.16.30 Sunnudagaskólinn .... kl. 13.00 Hjónin Beverly og Einar Gíslason eru ræðumenn. Betel. AÐVENTKIRKJAN: Samkomur föstudag kl. 20.00. Biblíurannsókn kl. 10 á laugar- dögum. - Barnahvíldarskóli kl. 10 laugardagsmorgna. Allir velkomnir. ÍBÚÐ EÐA HERBERGI: Oska eftir lítill íbúð eða herbergi til leigu. Upplýsingar í síma 2504. BÍLL TIL SÖLU: Cortina XL1600 árg. 1972, í góðu lagi, er til sölu. Upplýsingar í síma 1546 næstu kvöld. þeir eru skikkaðir til þess að tefla skákinaáfram og þá vann Elías. Undirritaður tefldi við Kristján Möller sem hafði hvítt, en skákin var frekar þung í vöfum og í jafnvægi þar til í 23. leik að ég lék af mér peði og síðan var ekki um að spyrja, Kristján vann. Koma dagar og koma ráð, segjum við sem töpuðum í þessari umferð. Áttunda umferð 15. jan sl. I. fí. Ólafur Hermannsson hafði hvítt á móti Páli Árnasyni og náði Óli nokkuð fljótt frum kvæðinu og hélt því út skákina og var kominn með peð og skiftamun yfír þegar Páll gafst upp. Manni finnst sem að það sé líkast sem að Páll væri öfugu megin á tunglinu. Hann hefur ekki náð því í þessu móti að tefla nógu sannfærandi, sem oft áður. Lúðvík Bergvinsson tefídi nú við Þorvald Hermannsson og hafði Lúðvík hvítt, en hann kom 50 mínútum of seint til leiks og hafði klukkan gengið á hann, en þennan tímaskort bætti hann upp mcð skarpri taflmcnnsku svo Þorvaldur réði ekkert við hann og varð að gefast upp. Arnar Sigurmundsson og Ágúst Ómar börðust grimmt og af miklum krafti og nýttu tímann til hins ýtrasta, og undir lokin þá bjuggust menn við jöfnu tafli, en Ágúst skorti tíma og féll. ii. n. Williard Fisker tefldi með hvítu mönnunum á móti Óðni Hallgrimssyni, en Óðinn var einn hinn æðsti hinna fornu Ása, og nú varð nafni hans ”óðindæl!” svo”Óðinsveður” gerði mikið og sjór úfinn og varasamur og Fisker gafst upp og hélt til lands. Þá var Elías heldur betur í essinu sínu er hann stýrði hvítu mönnunum móti Hallgrími, þannig að allt varð undan að láta, og ekki Hefurðu smakkað kotasæluostinn í Eyjakjöri? sparaði hann heldur mannskapinn til þess að svo mætti verða. Þetta var fyrsta tapið sem Hallgrímur hefur orðið að þola til þessa. Nú fer það að verða spennandi hver eða hverjir það verða sem koma til með að færast upp. Óskar tefldi á móti Kristjáni Möller sem sótti mjög stíft með hvítu mönnunum, en Kristján réði ekki við þessa hröðu sókn og varð að bakka með hana, og úr því var ekki að spyrja hann tapaði. Óskar var að hefna ófara föður síns úr seinustu umferð. Jón Pálsson og Auðunn Jörgenson tefldu fjöruga skák, en Jón var nú ekki á þeim buxunum að láta plata sig og sigraði. Sævar Halldórsson var nú mættur eftir jólafríið og stýrði hvítu mönnunum á móti Guðmundi B Guðmundssyni sem réði ekki við Sævar sem vann. Þá áttust við nafnarnir við Sigmunduryngri og undirritaður, þetta varð hörku skák, en reynsla hins eldri sagði til sín að lokum og vann hann.” Nú batt sá er leysa skildi”. 9 unda umferð var tefld s.l mánudag og var aðeins ein skák tefld í fyrsta flokki, og voru það vinirnir Þorvaldur Hermannsson og Páll Árna son og eftir aðeins 11 leiki þá sömdu þeir svokallað stórmeistara jafntefli sem er flestum til leiðinda. í II,fl var annað uppi á teningnum, þar var barist til síðasta blóðdropa sem vera ber. Auðunn Jörgenson setti klukkuna í gang á réttum tíma en andstæðingurinn mætti ekki og fékk Auðunn 1 vinning. Óðinn Hallgrímsson pakkaði vel inn hinum unga Guðmundi Ingólfi Guðmundssyni. Sigmundur yngri hafði hvítt á móti Williard Fisker og var kominn með gjörunnið tafl, en þá kom það vel í ljós, sem oft áður að hinir ungu skákmenn sem nú eru að byrja í keppni, þeir kunna ekki að vinna úr endatöflum og þess vegna verða þeir oft af vinningum og svo fór einnig í þetta skipti Sigmundur tapaði. Kristján Möller vánn Sigfús Gunnar Guð mundsson á sannfærandi hátt. Þá áttust þeir kappamir Jón Pálsson og Elías Bjarnhéðinsson við, og var Elías með hvítt og lék fram drottningarpeði sem Jón svaraði með b-6 Elías var með frumkvæði alla skákina og þar kom að Jón féll á tíma í 29 leik, en þá áttu þeir að hafa lokið 30 leikjum. Nú var Daníel Grotefend mættur eftir langt jólafrí og tefldi með svörtu á móti Sævari Halldórssyni sem beitti kóngsbragði, skákin var vel tefld þar til í 33 leik að Daníel lék illilega af sér, missti drottningu fyrir hrók og peð, en hann var þó með sterka stöðu sem honurh tókst þó ekki að vinna úr sem skyldi og varð hann að láta undan síga og gaf. Aðalslagurinn var svo á milli þeirra Hall- gríms Óskarssonar og Óskars Sigmundssonar. Hallgrímur hafði hvítt og lék e-4 og var svarað með e-6, en hann náði ekki neinum virki- legum tökum á skákinni, og nú fór Óskar að vinna stöðu smátt og smátt og eyddi í það miklum tíma, og þar kom að hann var kominn í algjört tímahrak en hann stóðs álagið og átti aðeins eftir rúma mínútu er hann gat mátað Hallgrím. Þetta var hörkuskák og hvergi gefíð eftir og svona skákir eru alltaf spennandi og gaman að horfa á. Undirritaður tefldi með hvítu á móti Guð- mundi Búasyni er lék mjög vel fyrripart skákarinnar, en hann fór svo út af strikinu og tapaði manni og um leið skákinni. Nú eru úrslit ráðin í 1. flokki hjá þeim efstu og það varð Kári Sólmundarson, sem hlaut þann heiðurstitil að verða skákmeistari Vest- mannaeyja 1980. Kári er vel að þessum heiðri kominn, því hann vann allar sínar skákir, fékk 8 vinninga. Hann hefur í áraraðir verið einn af okkar sterkustu skákmönnum og var í Olympíulið- inu 1956 ef ég man rétt og hefði eflaust orðið þekktari stærð ef hann hefði haft hér í Eyjum sterkari menn til að kljást við. Honum er hér með óskað til hamingju með þennan sigur. Annar varð svo Guðmundur Búason, með 6 vinninga. Tapaði aðeins fyrir Kára. Guð- mundur er nýfluttur hingað og bindum við miklar vonir við hann hér í skáklífinu og bjóðum hann velkominn í okkar hóp. í kvöld verða svo síðustu skákirnar í 1. flokki tefldar og í næsta blaði verður hægt að skýra frá, hvernig vinningar hafa þá fallið þar. Sigmundur Andrésson. Skákþingið 1980 1. flokkur - 7. umferð BÍÓ FIMMTUDAGUR: Klukkan 8: ÍNl'ERNATIONAL Velvet In every girl isthe W).MAN SHF is DESTINhí) 10 BECOME...AND IV BT.RV 1VOMAN ISTHB CilRL SHBOSE0TOBK. TATUM OTVEAL aiRISTOPHER ANTHON'V NANETTE PLUMMER HOPKINS • NEWMAN Eyja hinna dauðadæmdu fés m'tmm.mww -m.n ISLAND PHYLLIS DAVIS • DON MARSHÁLl ENA HARTMAN - MARTA KRISTEN Hörkuspennandi bandarísk kvikmynd dauðadæmda fanga á Terminaleyju í Kyrrahafi. Bönnuð innan 14 ára FÖSTUDAGUR: Lokað vegna einksamkvæmis. LAUGARDAGUR: Hljómsveitin Maraþon leikur frá kl. 10-2

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.