Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1981, Blaðsíða 2
FRETTIR Utgefandi: Eyjaprent h.f. Ábyrgðarmaður: Guðlaugur Sigurðsson Auglýsingasími: 1210 - Upplag 2000 eintök Tölvusetning og offsetprentun: Eyjaprent hf. Bárugötu 9 -PO. BOX 272 900-Vestmannaeyjar Skákþingið 1980 Tíunda umferð var tefld I fimmtudaginn 22. jan. s.l. og þá var aðeins ein skák tefld í fyrsta flokki, en það voru þeir Þorvaldur Hermannsson og Ágúst Ómar Einarsson. Þor- valdur hafði hvítt og náði heldur frjálsara tafli að mée fannst, en allt í einu þá drepur hann peð með drottningunni, sem er þó völduð af hrók, en athugar ekki að Ágúst getur skákað með hrók uppi í borði og Þorvaldur er mát ef hann ekki drepur með þeim hrók sem valdar drottninguna og um leið er hann gerir það, er valdið af drottningunni og hún fellur, og þar með gaf Þorvaldur þessa skák. Oft er fen í fögru engi. II. flokkur, 10. umferð. Elías og Óðinn gerðu jafn- tefli eftir að Óðinn hafði haft biskup á móti tveim peðum og miklu betra tafl alla skák- ina, en honum tókst ekki að nýta sér þessa yfirburði og gerði jafntefli. Kulnar eldur nemakynt- ur sé. Jón Pálsson vann Guð- mund Búa Guðmundsson, eft- ir að Guðmundur hafði leikið af sér riddara. Sævar Hall- dórsson og Karl Möller börð- ust af miklum krafti í hazar- fenginni skák, þar sem allt gat gerzt á hvorn veginn sem var, en Sævar var sleginn ein- hverri gláku og það var Krist- ján ekki lengi að notfæra sér til hlítar og mátaði hann. Öðrurn hugðu, sjálfir supu. Þá tefldi Willard Fiske með hvítu á móti Óskari, sem aldrei átti sér viðreisnarvon eftir áð hann hrókaði í 21. leik. Skömmu seinna gat Williard mátað hann en sást yfír þá leiki og að síðustu sömdu þeir um jafntefli, sem var aldeilis guðsþakkarvert fyrir Óskar. Margt er í þörfinni þakkncemt. Hallgrímur tefldi á móti Grotefend og lék fram drotm- ingarpeði en hann náði þó engu frumkvæði í skákinni, sem var mjög jöfn frameftir öllu, en þarna kom það fram, sem hjá mörgum öðrum, að menn skortir mjög kunnáttu í endatafli og svo var þarna. Hallgrímur vann. Saddur veit ei hvar svangur situr. Undirritaður tefldi með hvítu á móti Gunnari I Gísla- syni og vann hann.. Sú meinlega villa varð í seinustu skákfréttum, þar sem sagt er að Arnar Sig- urmundsson hefði unnið Pál Árnason og verið æði þung- höggur í hans garð. Þessu var alveg öfugt farið, því það var Páll sem pakkaði Arnari inn vel og vandlega og hnýtti fyrir, og hann var allsekkert á því að sitja öfugu megin á tunglinu eins og ég hafði víst haft á irði um hann. Vil ég því biðja Pál og aðra velvirðingar á þessum mistökum og vona að þau eigi ekki eftir að endurtaka sig. Ennfremur biðst ég afsökunar á því er ég hafði sagst hafa teflt við Guð- mund Búason í níundu um- ferð, en það á að vera Guð- mundur Búi Guðmundsson. Þá kemur hér skákin, sem þeir Sævar Halldórsson og Kristján Möller tefldu í 10. umferð og ég kallaði hazar- fengna skák. En 7. leikinn, h-5, hafði Kristján séð daginn áður í skákbókinni „í uppnámi“, í ekki ósvipaðri skák er tefld var í Þýzkalandi 1852 af þeim K. Mayet og A. Andersen, sem hafði svart, og ég vil hvetja menn til þess að skoða úrvalsskákir hinna gömlu meistara, því að sumar þeirra eru hreint frábærar og þar er ekkert verið að leika til jafn- teflis. En hér kemur skák þeirra Sævars (hvítt) og Kristjáns (svart): e-4 e-5 R-B R-c6 B-c4 B-c5 R-c3 R-f6 d-3 R-g4 0-0 d-6 h-3 h-5!? R-g5? D-f6 hxg4?? hxg4 R-n D-h4 Rxh8 g-3 B-f7 K-d8 D-h5 gxf2 Hxf2 Dxf2 K-h2 D-gl K-g3 B-f2 K-B R-d4 mát HEFURÐU PRÓFAÐ Nýja kryddið á kjötið pizzuna o.s.frv. frá Condi-Mix 33 Hólagötu 28 Sigmundur Andrésson. HUSTEIKNING TIL SOLU Til sölu er teikning af timbur- einbýlishúsi, ea. 140 fcrm. Selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 2206. TJL NFTAVETOA Þorskanet Teinatóg Flotlína Færatóg Lóðabelgir Stangabelgir Netahringir Útvegum flestar vörur til netaveiða m Heildverslun Páls Þorbjörnssonar h.f. Bárustíg 1. - Símar 1532 og 2632. vwslunarWðnu*ta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.