Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1981, Blaðsíða 1
FRETTIR VIKUBLAÐ 8. árgangur Vestmannaeyjum 5. febrúar 1981 5. tölublað Fréttatilkynning frá Sjómanna- félaginu Jötni í Vestmannaeyjum Á félagsfundi í Jötni, sem haldinn var 30. desember 1980 var samþykkt að stjórn og trúnaðarráð félagsins skyldu kjósa fulltrúa í samn- ignanefnd SSí og ákveðahve- nær og hvort tímabært væri að þeir tækju þátt í því sjón- arspili, sem nú er leikið með lífsafkomu sjómanna. Jafnhliða skyldi stjórnin leita eftir möguleikum á því að ná samningum við útgerð- armenn heima í héraði. Á stjórnar og trúnaðarráðs- fundi, sem haldinn var þann 15. janúar 1981 var svo kosin samninganefnd félagsins og samþykkt bréf til Utvegs- bændafélags Vestmannaeyja, þar sem boðið er uppá samn- ingaviðræður heima í héraði. Jafnframt voru samþykkt- bréf til til félaga yfirmanna á staðnum, þar sem skýrt er frá sjónarmiðum Jötuns og þeim boðið samstarf ef til samn- ingaviðræðna komi. Á stjórnar og trúnaðarráðs- fundi 2. febrúar 1981 lá fyrir svar Útvegsbændafélagsins þar sem útgerðarmenn vísa alfarið á LÍÚ um alla samn- ingagerð og neita að ræða við Jötun. Eins og öllum er kunnugt þá hafa mörg aðildafélög SSÍ boðað vinnustöðvun á togur- unum þann 9. febrúar og á bátum 16. febrúar n.k. Það var og er skoðun fé- lagsmanna í Jötni að sjómenn og útgerðarmenn í Eyjum geti leyst þetta mál farsæl- lega. En með því að neita að ræða við Jötun, þá hafa út- gerðarmenn slegið á fram- rétta sáttarhönd sjómanna og bjóða nú eingöngu upp á átök. Því samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu: Fundur í stjórn og trúnaðarráði Sjó- mannafélagsins Jötuns, Vest- mannaeyjum, haldinn mánu- daginn 2. febrúar 1981, sam- þykkir að fela stjórn félagsins að láta fara fram allsherjar- atkvæðagreiðslu meðal fé- lagsmanna Jötuns um vinnu- stöðvun. 1) Stjórn félagsins skal tímasetja upphaf og endi at- kvæðagreiðslunnar. 2) Atkvæðagreiðslan skal standa í hálfan mánuð. Þórarar-Þórarar Mætum öll á leik Þórs og Týs í kvöld kl. 20.00. Verum hress og fylgjum eftir frábærum árangri yngri flokkanna í Vestmannaeyja- mótinu um síðustu helgi. At- hugið að allur aðgangseyrir að Jeiknum rennur til kaupa á þrekþjálfunartækjum til í- þróttamiðstöðvarinnar. HAndknattleiksdeild ÞÓRS. Stjórn félagsins skal vera kjörstjórn og gæta þess að allir félagsmenn fái tækifæri til þess að greiða atkvæði. Talning atkvæða skal fara fram undir eftirliti fulltrúa hjá Bæjarfógeta. Stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns. Æfingar hafnar af fullum krafti hjá ÍBV Liðsmannaefni í mfl. ÍBV knattspyrnu eru byrjuð æf- ingar af fullum krafti. Æft er þrisvar í viku, úti. Sem kunnugt er, hefur Kjartan Másson tekið við þjálfun meistaraflokksins og nái hann sama árangri með IBV liðið og hann náði með lið Sandgerðinga í fyrra, þarf svo sannarlega ekki að kvíða sumrinu. Mikil bjartsýni og góður Framhald á bls. 4 Úrslit í Vm-mótinu í kvöld sjái bráðskemmtilegan hand- bolta og styrki mjög gott málefni. í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00 hefst stórleikur á milli mfl. Týs og Þórs í handbolta. Er þess vænst að þessi leikur verði mjög fjörugur á að horfa, enda bæði liðin orðlögð fyrir gott keppnisskap er þau eigast við, sem og jafnan er þessir aðilar, Týr og Þór leiða saman hesta sína á öðrum sviðum. Allur aðgangseyrir að þess- um leik rennur óskiptur til kaupa á mjög fullkomnum þrekþjálfunartækjum fyrir í- þróttafólk. Einnig skapa þessi tæki fötluðum mjög góða að- stöðu til líkamsræktar, sem og öðrum. Það er því kappsmál fyrir þá, er að leiknum standa í kvöld að allir Vestmanney- ingar liggi nú ekki á liði sínu, heldur komi í íþróttahúsið; YAM AH A píanó & orgel Erum að fá frá hinu heimsþekkta YAMAHA merki úrval af píanóum og rafmagnsorgelum. Eigum fyrirliggjandi gítara, 6 og 12 strengja, blokkflautur, gítarstrengi, neglur, trommu- kjuða ofl. Lítið inn og athugið málið. KJARNISF raftcekjaverslun - Skólavegi1 - Stmi 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.