Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 05.02.1981, Blaðsíða 2
FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent h.f. Ábyrgðarmaður: Guðlaugur Sigurðsson Auglýsingasími: 1210 - Upplag 2000 eintök Tölvusetning og offsetprentun: Eyjaprent hf. Bárugötu 9 -PO. BOX 272 900-Vestmannaeyjar Skákþingið 1981 Fimmtudaginn 29. janúar s.l. var seinasta skákin í fyrsta flokki tefld og það voru þeir Arnar Sigurmunds- son og Olafur Hermannsson, sem nú áttust við. Þetta var áferðar- falleg skák, en lítt til þess að gleðja andann, eða til þess að skapa spennu sökum þess að alla baráttu vantaði í hana. Eftir 17 leiki sömdu þeir um jafntefli eða alveg á þeim mörkum er ég hélt að nú myndi dansinn hefjast og hann standa þar til yfir lyki. Eg vil bara segja þetta: Sá hefur annan undir er á rœður. Urslitin í fyrsta flokki á Skák- þinginu 1981 urðu þessi: 1. sæti: Kári Sólmundarson 8 vinninga, fullt hús, Skákmeistari Vestmannaeyja. 2. sæti Guðmundur Búason, 6 vinninga. 3. og 4. sæti Agúst Omar Ein- arsson og Olafur Hermannsson 4,5 vinninga. 5. sæti Arnar Sigurmundsson 4 vinninga. 6. sæti Lúðvík Bergvinsson 3 vinninga. 7. og 8. sæti Páll Arnason og Þor- valdur Hermannsson 2,5 vinninga. 9. sæti Hrafn Oddsson 1,5 vinn- ing, en hann hætti snemma keppni. Annar flokkur, úrslit í 11. um- ferð: Oðinn og Jón Pálsson skildu jafnir eftir langa og óvissa baráttu. Viðsjál er vornæturþokan. Hallgrímur vann Sigmund yngri snögglega. Ekki tjáir að sofa til sœfara. Oskar tefldi við Gunnar Ingólf, sem tefldi af fullum krafti þar til yfir lauk og hann tapaði. Margur gerir verr en hann veit. Auðunn var maðru kvöldsins er hann vann Sigfús Gunnar í aðeins 5 leikjum, sem er mjög fátítt í slíkum mótum. Það heppnast hverjum hann er til borinn. Williard Fisker tefldi við Sævar Halldórsson og tapaði eftir langa og erfiða baráttu. Margur hikar þó hann sé ei hrœddur. Elías vann Kr. Möller eftir að Kristján hafði leikið smá afleik. Og það er til lítils að hlaupa, ef stefnt er í skakka átt. Þá tefldi undirritaður við D. Grotefend og hafði ég drauma illa og þunga síðustu nætur svo eigi var sinnið mjög glatt og þar kom allt fram er ég óttaðist mest, því í 13. leik lék ég af mér manni, enda er 13 mín óhappatala og allt kom fyrir ekki þó ég héti á Landakirkju. Það gekk ekkert, sem beðið var um, og ég gjörtapaði skákinni. Og þar sann- aðist eftirfarandi: Bónasekkinn er bágt að fylla. í kvöld hefst svo febrúarmót hjá fyrsta flokki og eru menn hvattir til þess að mæta vel og stundvíslega. Sigmundur Andrésson. Siggi „á Hvassó“ hefur undanfarið verið mikið við köfunarstörf fyrir Hafnarsjóð. Siggi sá um að koma nýju skolpleiðslunum fyrir í höfninni sem leið liggur út að Eiði. Auk þessara starfa fyrir Hafnarsjóð hcfur Siggi kafað á öðrum miðum og er hann nú „aðalkallinn" í þessu starfi hér í Eyjum. - Myndina tók Sigurgeir Jónasson, cr Siggi var að lciðbeina nemcndum Stýrimannaskólans við köfun. Opnunarafsláttur I tilefni opnunar sérverslunar með byggingarvörur bjóðum við 10% afslátt af öllum vörum á annarri hæð verslunarinnar, vikuna 9.-14. febrúar. B YGGINGAR VÖR UDEILD Arshátíð Árshátíð Stýrimannaskóla Vestmannaeyja verður haldin í Alþýðuhúsinu föstudaginn 6. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Miðar verða seldir í anddyri skólans 5. og 6. febrúar frá kl. 13.00 til 18.00. Söngur, grín og gleði. Nefndin. TILBOÐ á hangikjöti í heilum frampörtum, Selt á heildsöluverði! niðursöguðum. GUNNAR ÓLAFSSON & CO Dansleikur-Dansleikur Munið dansleikinn í Alþýðuhúsinu n.k. laugar- dag kl. 22.30-02. Hljómsveitin Qmen 7 sér um fjörið. Miðasala og borðapantanir verða í Alþýðuhúsinu frá kl. 14.00- 15.00 á laugardag. TÝR-handknattleiksdeild. HROSSAKJOT: ÍTANGINNÍ L/'l f "v I | 1052 Saltað tryppakjöt Reykt tryppakjöt Saltað hrossakjöt, úrbeinað GUNNAR ÓLAFSSON & CO

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.