Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 1
A myndinni hér að ofan er Guðbrandur Jónatans- son, verslunarmaður hjá Páli Þorbjörnssyni h.f. að kynna áhugasömum bygg- ingariðnaðarmönnum vör- ur þcer, sem verslunin hef- ur að bjóða, en úrvalið er tnjög mikið. Talsvert erutti nýjungar í efnutn fyrir byggingariðnaðarmenn, en þeitn var einmitt boðið upp á vörukynningu s.l. laugar- dag í versluninni. A myndinni hér að neðan eru Isfélagstnenn að fletja fisk. Hinar stórvirku flatn- ingsvélar Isfélagsins eru ekki komnar ígagnið, eftir síðustu vertíð. Aflaskýrsla fyrir janúar er á baksíðu blaðsins í dag. Verðlaunasamkeppni ljósmyndastofa: Ljósmyndastofa Óskars hefur flutt nokkra metra frá fyrri íverustað sínum, eða frá Bárugötu 11 til Bárugötu 15, í hús^ Sparisjóðsins á 2. hæð. Óskar hefur búið vel um sig þarna með nýju littækin sín og er kominn aftur á fulla ferð. Dagblaðið Vísir, Hans Pet- ersen og Ljósmyndarafélag Islands hafa bundist samtök- um með Barnamyndasam keppni víða um landið um „skemmtilegustu barna- myndina“ 1981. Samkeppni þessi stendur nú í febrúar og marz n.k. Keppnin gengur þannig fyrir sig, að auglýstir eru tímar til myndatöku. Hvert barn fær ókeypis myndatöku. í því felst taka á stofu, að- standendum barnsins að kostnaðarlausu. Aðstandend- um barnsins gefst svo kostur á að kaupa 2 myndir 18x24 cm úr tökunni á sérstöku verði. Síðan sendir ljósmynd- arinn myndstærðina 18x24 cm. áfestum sérstökum fylgi- seðli til Hans Petersen hf. Innsendar myndir eiga að berast dómnefnd fyrir ákveð- inn tíma, þ.e. 14. febrúar, 28. febrúar, 14. marz og 4. apríl. í dómnefnd eru: Af hálfu Hans Petersen er það Bryndís Schram. Af hálfu Ljósmynd- arafélagsins er það Leifur Þorsteinsson og af hálfu Vísis er það einn ljósmyndara blaðs- ins. Aðalverðlaun fyrir ljós- myndarann eru ljósmyndavél og heiðursskjal LFI. Barnið fær Kodak ljósmyndavél, 5 stórar litljósmyndir í gjafa- umbúðum og 5000 nýkr. Tvenn aukaverðlaun eru veitt. Börn nr. 2 og 3 fá Kodak ljósmyndavél stækk- aða litljósmynd. Einnig fær viðkomandi ljósmyndari fyrir 2. og 3. verðlaunamynd sér- stakt viðurkenningarskjal. Margir hafa eflaust heyrt ljósmyndastofur víða um land, þ.m.t. ljósmyndastofu Óskars, auglýsa í útvarpiþessa myndasamkeppni. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar ljósmyndari á nýju stofunni að Bárugötu 15 í síma 2297. Frí í handboltanum Nú um hclgina á mfl. karla í Tý frí, þar sem við eigum orðið lands- liðsmann, sem lcika verður með landsliðinu. Á meðan svo er fer mótið úr böndunum. Liðið sem við eigum eftir að leika við eru þessi: Týr-KA Týr-Brciðablik Týr-ÍR KA-Týr Þór-Týr Þar sem mjög stutt er milli topps og falls er hvert stig okkur Týrurum mjög dýrmætt, til að halda sæti okkar og heiðri í deildinni. Þess vcgna hvetjum við stuðningsmenn okkar til að fylgjast með liðinu þar til yfir lýkur. Fréttatilkynning. FRETTIR ( ■ VIKUBLAÐ f ^ A 8' árgangur Vestmannaeyjum 12. febrúar 1981 6. tölublað. tÆ 6. tolublað. # daga kl. 20.30 og hefur orðið Almennur kvnningarfundur mikil aukning á þeirra starFi J undanfarið. N.k. laugardag, 14. febrúar halda AA-samtökin í Vest- mannaeyjum almennan kynn- ingarfund í litla sal Sam- komuhússins kl. 17.00. Gest- ir þessa fundar verða leið- beinendurnir Gunnlaugur Ragnarsson frá Sogni og Grettir Pálsson frá Staðar- felli. Allir eru velkomnir á þennan fund og bæjarbúar hvattir til að koma og kynna sér starf AA-samtakanna. Starf AA-deildarinnar hér í Vestmannaeyjum hefur ver- ið mjög blómlegt undanfarið. Nú eru haldnir 3 fundir í viku, í stað 2ja áður. Á mánu- dögum eru hringborðsum- ræður. Á fímmtudögum eru Pontufundir kl. 20.30, þar sem fundarmenn tala úr pontu. Einnig eru pontu- fundir á laugardögum kl. 5 síðdegis. Auk þessa starfs AA eru Alanon (aðstandendur alkó- hólista) með fundi alla mánu- í haust var haldinn vísir að fjölskyldunámskeiði og von um að framhald verði á slík- um námskeiðum. Hamborgarar Franskar Scack og aftur Snack Kalt 1 lítersöl. Líttu við...

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.