Alþýðublaðið - 23.06.1924, Blaðsíða 1
CteHA ðt «f Al^anfldldqMm
1924
Mánudaginn 23. júní.
144. tölubíað.
Sækið iitosýninpna í barnaskðlannm!
Opln daglega fpá fel. 1—9.
Erlend símskeitl
Khöfn 21. juní.
Mfsklíð mllll Breta og
fflexíkómanna.
Frá Lundúnum er símað; Mcxí-
kóstjórn hsfir gert landrækan
enska ftjórnmáiaerindrekann
Gummins. Ástæðan til þessa ér
sú, að grunur leikur á þvi, að
hann hafí samband við byltinga-
flokk í landinu. Bretar kröfðust
þess þegar í stað, að skipun
atjórnarinnar yrði afturkölluð, en
stjórnln neitaði að verða vlð því.
Afleiðing þess hefir orðið sú, að
Bretar siita í gær stjórnmála-
sambandi vlð Mexíkó.
Herrlot heímsækir HacDonald.
Herriot forsætisráðherra kem-
ur á morgun t'I Lundúna í heim-
sókn til Ramsay MacDonálds.
Danir viðurkenna
ráístjörnina.
(Tilkynning frá sendiherra Dana.)
Hinn 18 ji'mí heflr danska
Btjórnia viðurkent ráðstjórnins
rússnesku að lögum og látið í
JjóB, að þar af leiðandi eigi sam
bráðast að taká upp á nví venju-
legt stjórnmálasamband við Bússa
og skipa umboðsmenn. Jafnframt
heflr með brjefaskiflum verið gerð-
ur bráðabirgðasamningur, þangað
til fuHkotninn verzlunar- og sigl-
inga-samningur heflr verið geröur.
Maðupinn ninn, Nlarkús Áreiason frá Kaldárholti, ahdaðistí
gosr, 22. júnf, á frakkneska sprtalanum.
Sioþrúður Markúsdóttir, Túngotu 48.
Signe Liljequist
heldur hrjómleika í Nýja Bió mlilvikudaginn 25. júní kl. 7 síðdegis
með aðstoð ungfrú Doris Á. von Kaulbach.
Söngskrá: ítalskir, franskir, íslenzkir og finskir sðngvar.
Aðgongumiðar seldir f bókaverzlunum ísatoldar og Sigfúsar
Eymundssonar á mórgnn og kosta 3 krónur.
Á þessi samnÍDgur að vera grund-
völlur fyrir verzlunar- og siglinga-
málum milli ríkjanna með ýmsum
breytingum, t. d. þeirri, að Danir
fái sams konar rjettindi og íviin-
anir eins og Noregur og Svíþjóð
og önnur lönd, sem siðar viður-
kenna Rússland að lögum. Enn
fremur hafa umboðsmenn stjórn-
anna undirskrifað yfirlýsing þess
efnis, að hvor aðili sem vera skal
eigi að sæta beztu kjörum.
KJDttollariDD.
Atvinnu og samgöngumálaráðu-
neytið tilkynnir: Samkvæmt til
kynningu frá sendiherranum í
Kristjaníu hefir: norska stjórniu
20. þ. m. ákveðið, að tollur á
íslenzku saltkjöti skuli vera frá og
með nefndum degi að telja 38
aurar norskir f kílógr. hverju í
I stað rúmlega 6 3^8 eyr., o§ hefir
PostulfasvQmr
og
aMraMiiivSnir
beztar og ódýrastar
hjá
K, Einarsson & Björnsson,
Bankastr. 11. Sírhi 915.
Heiídaala. Smásala.
tollurinn þannig verið lækkaður
um rúmlega 25 aura norska á
hverju kílógrammi. (PB.)
| Af Akureyrl var f simtali í
gær sagt heldur krankielt, kvet-
sótt og slen i börnum og nokkur
manndauði. Síldveiði er þar nú
mjög dauf.