Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 2
Úrslit í Vestmannaeyja meistaramótinu Bæjarmál Sú var tíðin hér í Eyjum, að bæjarfulltrúar skiptust mjög opinskátt og hreinskilnislega skoðunum í bæjarblöðunum, þ.e. sínu flokksblaði. Ef einhver hreyfíng hefur verið í þessa átt, hafa kommar og íhald reynt að halda í þessa siðvenju, en tekist óhöndu- lega. Orökstuddar fullyrðing- ar hafa gengið á milli þessara aðila og hvor sakað annan um það sem báðir eru sekir um: Að efna ekki kosningaloforð- in þegar á hólminn er komið. Eins og fyrr segir var öll pólitísk umræða opinskárri og hreinskilnislegri hér áður fyrr. Pólitíkusarnir fengu þar af leiðandi persónuleika og bæjarlífíð með öllu fastmót- aðra. Embættismenn gengu ekki í berhögg við skipanir yfirmanna sinna og hægt var um að kalla menn til ábyrgðar í pólitískum athöfnum. Þessu er öfugt farið nú á tímum, þar sem hver vísar á annan. „Tölvumistök“ og annar óáran kominn til. Er ekkert eftir af hinu mannlega? Leynist ekki ein- hversstaðar einhver af gamla skólanum í kerfínu? Kommar hafa nýlega birt heilmikið yfírlit í Eyjablaðinu um bæjarmálin og þar stiklað á framkvæmdamarkmiðum meirihlutans. Ekki skal það rakið hér, hvað hefur tekist og hvað ekki. Hitt er annað, að í æði mörgu er misfátt gott, annað verra hitt betra. Það var hér á dögunum í útvarpinu, að auglýst var eftir gangstéttum (voru víst horfn- ar undir snjó). Kom mér þá í hug, hvort ekki mætti auglýsa hér í Eyjum eftir götum sem hafa komist í (náin eða ein- hver) kynni við veghefil. Eða hvort sömu aðilar hafí komist í kynni við rafljós, svona mætti lengur telja sitt- hvað til. Því er ekki að neita, að meirihlutinn hefur staðið sig vel miðað við aðstæður. Hita- veitan hefur forgang fram yfir allar aðrar framkvæmdir í bænum. Mikið rétt. Aftur á móti hafa minni- hlutamenn verið drjúgir við að narta í afturendann á meiri- hlutanum, en skinnið er þykkt. Upp hefur komið, að bæjar- fulltrúar hafa samþykkt tillögur hvers annars óvart, með því að rétta upp hendi við vitlausa tillögu. Slíkt getur alla hent. Ekki komast þeir yfir að kynna sér allar tillögur 100%. Mennimir eru að þessu í aukavinnu, og það meira af áhuga en getu. Það væri vert umhugsunar- efiii fyrir bæjarbúa, að efna til boigarafundar. Fá bæjarftilltrúa til að sitja fyrir svörum og láta reyna á, hvor aðilinn, borgarinn eða bæjarfulltrúar, standa sig betur hvað varðar þekkingu á bæjarmálefnum. Láta alla bæjarfulltrúa mæta á almennum fundi, þar sem allir, óháð allri pólitík, geta lagt fyrir þá spumingar. Þeir sem ekki þora að spyrja á almennum fundi, geta sett skriflegar spumingar í, í síðasta blaði stóð til að birta úrslit í Vestmannaeyja- meistaramótinu í handbolta karla og kvenna, en því miður fórst það fyrir, en hér koma úrslitin: 4. fl. Þór-Týr 7-4 4. fl. B Þór-Týr 7-3 3. fl. kvenna Þór -Týr 4-0 2. fl. kvenna Þór-Týr 3-2 5. fl. A Þór-Týr 4-4 5. £1. B Þór-Týr 7-3 3. fl. Týr-Þór 11-7 Sem kunnugt er léku Þór og Týr til úrslita í mfl. í handbolta s.l. fímmtudag. Sá leikur endaði með jafntefli og markatalan varð 17-17. Allur aðgangseyrir rann til kaupa á þrekæfíngatækjum, en mikill fjöldi sótti þennan leik, svo hýran hefði átt að vera góð. En nú þarf að leika aftur til úrslita um Vestmannaeyja- kannski, hugmyndabanka er þeir mæta á fundinn, sem opnaður veiður er umræður hefjast. Annars var þetta bara hug- leiðing, eða bara ,/antasía“ eins og listamennimir kalla það. Geta ekki fleiri stungið niður stílvopni og sprett á saumum? Ahugamaður um bæjarmál. meistaratitilinn í mfl., en ekki er enn ákveðið, hvenær leik- urinn fer fram. Sem sjá má hér að ofan, hafa Þórarar nokkra yfirburði í yngri flokkunum, nema í 3. fl., en víst er að bæði Týr og Þór hafa á að skipa mjög góðum efnivið handboltaleik- manna. Rætt hefur verið um að sameina mfl. Týs og Þórs í eitt félag, þá ÍBV, en félögin hafa ekki orðið ásátt um það ennþá. Mætti ætla, að sam- eining þessara félaga í mfl. styrkti stöðu Vestmannaey- inga í metorðastiga íþrótt- anna, svo sem gerst hefur í fótboltanum. Hvað svo sem síðar skeður í sameiningar- málum, er það trú hlutlausra aðila, að „sameinaðir stönd- um vér, en sundraðir föllum vér.“ ÓDÝRT OG GOTT ÆRHAKK Hólagötu 28 JC-konur og makar JC-manna! Fyrirhugað er að Svanborg Daní- elsdóttir, snyrtisérfræðingur, leið- beini um andlitssnyrtingu og hreins- un n.k. þriðjudagskvöld, ef næg þátttaka fæst. Þær, sem áhuga hafa láti vita í síma 1214 (Birna). Leið- beiningarnar eru ókeypis. Umboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 ODYRT OG GOTT LAMBAFRAMPARTUR úrbein- aður og fylltur. LAMBAFRAMPARTUR úrbein- aður og kryddaður. Gunnar Ólafsson & Co rANGINN S'l | Kynningarfundur Laugardaginn 14. febrúar n.k. verður kynn- ingarfundur kl. 17.00 í litla sal Samkomuhússins í tilefni af 12 ára afmæli AA-samtakanna í Vest- mannaeyjum. Gestir fundarins verða leiðbeinendurnir Gunn- laugur Ragnarss frá Sogni og Grettir Pálsson frá Staðarfelli. Allir velkomnir! AA-samtökin Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.