Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1981, Blaðsíða 1
r > FRETTIR f ¦ VIKUBLAÐ f a 8. árgangur Vestmannaeyjum 5. mars 1981 9. tölublað m «j Litla Ijót frumsýnd á morgun Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir annað kvöld kl. 20.00 bamaleikritið Litlu Ijót í frum- legum eigin búningi. Margir leikarar eru i þessari sýningu og hafa æfingar verið stífar undanfarnar vikur. Með hækkandi sól og von um að vorið sé í nánd, þegar allir taka gleði sína aftur, er óhætt að segja að vorgleði verði í bæj- arleikhúsinu á morgun, ef dæma má af klæðnaði leikenda hér á myndinni. Týrarar og allir í bænum N.k. laugardag hefst loksins2. deildarkeppnin í handbolta hjá Týrurum aftur. Fá þá Týrarar lið KA í heimsókn og leika þessi lið á laugardag kl. 14.00. Verður þetta að teljast einn af stórleikjum deildarinnar, því sigri KA, fara þeir í efsta sæti, en sigri Týrarar, komast þeir í 3. sæti með 2leikjum minnaen KA. Handboltaunnendur sjá því, hversu gífurlega mikilvægur þessi leikur er og viljum við því hvetja þá til að mæta með radd- böndin í lagi og hvetja „liðið sitt" tíl sigurs. Það er ekki allt búið, því að á föstudagskvöld kl. 21.15, eða strax á eftir leik Þórs og Gróttu, leika Týr og Þróttur í 2. fl. karla og verða Týrarar að vinna, til að eiga möguleika á að komast í úrslit. Týrarar, sýnum nú mátt okkar og komum strákunum í úrslitin! KA á laugardag hefst keppni 13. fl. karla hér í Eyjum. Leiða þá saman hesta sína handbolta- menn framtíðarinnar, er liðum i yngri flokkunum skipti niður í riðla, og í seinni riðli eru Týr- arar í fyrsta sæti. Vestmann- eyingar, komið og hvetjíð Vest- manneyjaliðin til dáða! Á sunnudaginn kl. 9 f.h. held- ur þessi keppni áfram og stend- ur allt fram að hádegi, en þá kveðja aðkomumenn og fara um borð i Herjólf. Fréttatilkynning. Alþjóölegur bænadagur kvenna Eins og allir dagar, byrjar alþjóðlegur bænadagur kvenna við dagamörkin í Kyrrahafi, og hans er fyrst minnst á Tonga- eyjum, Fiji og Nýja Sjálandi. Eftir því sem dagurinn færist umhverfis hnöttinn, taka nýir hópar í borgum, sveitum og þorpum undir lofgjörð og bæn, uns deginum lýkureftir u.þ.b. 40 klst., þegar sólin sest yfir St. Lawrence-eyjunum við strendur Alaska um 50 km. frá heim- skautsbaugnum. í tilefni alþjóðlegs bænadags kvenna, verður samkoma i Landakirkju á morgun, föstu- dag, kl. 20.30. Vert er að minna á, að þótt það sé alþjóðlegur bænadagur kvenna, eru allir velkomnir í kirkjuna, karlar jafnt sem konur. LOÐNU LÖNDUN Gullberg VE kom með um 500 tonn af loðnu til Eyja í nótt, sem veidd var við Hrollaugseyjar. Litið hefur veiðst af loðnu að undanförnu, en vonandi glæðist veiðin á þessu svæði, þvi Vest- mannaeyjar eru einhver næsta löndunarhöfn, og verksmiðjurn- ar vel búnar loðnuhrognaskilj- um. Það er hastarleg staðreynd, að Vestmannaeyjar skuli hafa einna afkastamestu loðnu- bræðsluverksmiðjur landsins, og svo er hráefnið af skornum skammti, í orðsins fyllstu merk- ingu. Það er af sem áður var, þegar hafnarsvæðið flóði i þessum smáfiski. Handboltaunnendur athugið: Strax að leikslokum hjá Tý og Blaöinu hefur borist eftirfarandi bréf til Lögreglustjóra. að gef nu tilef ni skal þao tekið f ram, a& öll bréf, sem birt eru undir dulnefni, eru EKKI birt, nema rétt nafn höfundar sé vitað. OPIÐ BREF TIL LÖGREGLUSTJÓRA Hr. ritstjóri. Mig langar til þess að þú birtir nokkrar spurningar til Lögreglustjórans i Vestmannaeyjum, vegna orðróms, sem gengur hér um bæinn þess eðlis, að verið sé að f læma menn úr starfsliði lögreglunnar og jafnvel úr bænum, vegna þess að þeir hafi verið að leita réttar sins i sambandi við uppsagnir og mannaráðningar. Mér f innst, ef þetta er rétt, að bæjarbúar eigi heimtingu á þvi, að vita hvað þarna er að ske, ef um misnotkun á opinberu valdi er að ræða. Það er ábyrgðarhluti, ef rangindum er beitt i þessu sambandi og öðrum opinberum embættisveitingum. Skora ég þvi á forsvarsmenn lögreglunnar að svara bréfi þessu, þvi hvað skyldi maður ætla, ef mórallinn er svona bágborinn innan sjálfrar lögreglunnar? Virðingarfyllst, G. og G. Mh TILBOÐIÐ GILDIR UT MARSMÁNUÐ ELECTROLUX ELDAVÉLAR MEÐ 25% ÚTBORGUN REST Á 5-8 MÁNUÐUM. ÞETTA ER TÆKIFÆRIÐ ÞITT! KJARNI sf raftækjaverslun Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.