Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 1
FRETTIR y Skýring komin VIKUBLAÐ 8. árgangur Vestmannaeyjum 12. mars 1981 10. tölublað r J Ágreiningur um störf í lög regiunni Eins og komiö hefur fram hér í blaðinu og eftir miklum orörómi hér i baenum, er alvarlegur á- greiningur um mannaráöningar í lögreglunni hér í Eyjum. Hafa dagblööin fjallað um málið og sagt frá þvi að skorist hafi í odda milli varðstjóra og yfirlögreglu- þjóns, vegna deilu um ráðning- ar starfsmanna. í dagblaðinu Vísi s.l. þriöjudag kemur fram, að bæði bæjarfógeti og yfirlög- regluþjónn neita að ræða um málið oþinberlega, svo sem og fram kemur í svari fógeta í Frétt- um í dag, við ,,opnu bréfi" í síðasta blaði. Þar er visað til þess að dóms- málaráðherra ráði menn til starfa í lögregluna. Það kemur hinsvegar fram, að yfirlögregluþjónn á að gefa sín meðmæli við ráðningar á starfs- mönnum. Engum blandast hug- ur um það, að dómsmálaráð- herra hlýtur að hafa afskaplega litið til málanna að leggja, ef meðmæli eru starfsmanni áverri veginn. Það hefur hvergi komið fram opinberlega, að maðurinn, sem deilan snýst um, hafi nokk- uð unnið sér til lasts í sínu starfi, aðeins um persónulega óvild að ræða, eins og kemur fram í viðtali við hann í Vísi. Virðist sem þetta mál sé að verða að leiðindamáli, og að lögreglumenn hér skiptist í tvö lið, með og á móti. Hvort sem fógeti, yfirlögreglu- þjónn eða dómasmálaráðherra hefur úrslitavald í þessu máli, hlýtur eitthvað að vera að, ef umsagnaraðilar treysta sér ekki til að mæla með manninum. Lögreglumenn starfa hjá opin- Heimilisþjónusta Tekið hefur til starfa heimilis- þjónusta á vegum Vestmanna- eyjabæjar. Hlutverk heimilisþjónustunn- ar er að veita hjálp á þeim heimil- ar er að veita hjálp á heimilum, aðra en hjúkrun, sé þess þörf vegna sjúkdóma, barnsburðar, örorku, elli eða af öðrum á- stæðum. 1. Aðstoð við aldraða i þeim tilgangi að gera þeim kleift að dvelja sem lengst á eigin heim- ilum. 2. Aðstoð við sjúklinga í heimahúsum í þeim tilgangi að stytta sjúkrahússdvöl eða jafn- vel koma í veg fyrir hana. 3. Umsjón með heimili, þar sem húsmóðir eða heimilisfaðir eru fjarverandi vegna veikinda. 4. Aðstoð við öryrkja sem búa einir. 5. Önnur tilfelli, sem meta þarf hverju sinni. Greiðsla fyrir heimilisþjón- ustuersamkvæmtgjaldskrá, þar sem tekið er tillit til tekna og kostnaðar við hjálpina. Félagsmálafulltrúi tekur við þeiðni um heimilisþjónustu. Fréttatilkynnlng trá Félagsmálarábi. Til vikublaðsins Frétta í opnu bréfi, er birtist i 9. tbl. 8. árg. Frétta er yjaö að orðrómi um að forsvarsmenn lögreglunnar séu að flæma einhverja ónefnda lögreglumenn úr starfi vegna þess að þeir hafi leitað réttar síns i sambandi við upsagnir og mannaráðningar. Ég vil af þessu tilefni taka fram, að ég tel ekki ástæðu til, né neinum til góðs, að tíunda kosti eöa lesti manna opinberlega. Á hitt er rétt að benda, að það er dómsmálaráðherra sem ræður lögreglumenn til starfa og ég tel síður en svo, að hann hafi misbeitt valdi sínu við mannaráðningar. Með kveðju, Kristján Torfason. P.S. Er ekki almenn kurteisi að undirrita bréf, hvortsem þau eru opin eða lokuð? beru fyrirtæki, og því ættu ráðningarsamningar ekki að vera neitt einkamál eins manns. Sé svo, hlýtur að vera misbeiting á valdi, nemaannaðséleittiljós. Því ætti það að vera öllum fyrir bestu að útkljá málið á heiðar- legan hátt. Á meöan maðurinn hefur ekkert til saka unnið, er það skylda hins oþinbera, að hann fái að halda sínum rétt- indum, og séu þau fyrir borð borin, er ekki réttlátt að farið sé að eins og hér virðist vera: Enginn vill vera ábyrgur í mál- inu, vísar hver á hinn. Guðlaugur Sigurðsson. P.S. Það skal tekið fram, að hverj- um og einum er frjálst aö skrifa undir dulnefni hér í blaðinu. Hið rétta nafn þarf þó að fylgja viðkomandi skrifum á handriti. Það skal einnig tekið fram að G. og G.. sem skrifuðu undir ,,opið bréf" til lögreglustjóra eru með kurteisari mönnum bæjarins í annan tíma. í síðasta tbl. Frétta var sagt frá dularfullu máli vegna fjarveru fulltrúa bæjarins á hluthafafundi Flugleiða 23. febrúar s.l. Kom á daginn, að kjörinn fulltrúi bæjarins, Magnús H. Magnússon, mætti ekki á fund- inn, en lét íslaugu Aðalsteins- dóttur í Reykjavík fara með at- kvæði bæjarins og greiddi hún atkvæði gegn tillögu stjórnar Flugleiða h.f. Sem kunnugt er náði tillaga um fjölgun í stjórn Flugleiða ekki 80% fylgi hluthafa, og vant- aði aðeins innan við 1% að svo væri. í fundargerð bæjarráðs s.l. mánudag má sjá, að mál þetta hefur valdiðdeilumog létfulltrúi minnihlutans i bæjarráði bóka mótmæli við þessi vinnubrögð MHM. Vinabæjarmót Jyvaskyla, vinabær Vest- manneyja i Finnlandi, býður til vinabæjarmóts dagana 28.-30. maí n.k. Boðið er fjórum fulltrú- um frá Vestmannaeyjum, ásamt mökum. Opinn fundur Almennur fundur í bæjarstjóm verður n.k. laugardag kl. 16.30 í Safnahúsinu. Rétt er að vekja athygli á því að nú er bæjarstjórnarfundur utan venjulegs vinnutíma og því ættu bæjarbúar að sjá sér fært að mæta og fylgjast með málum. Mörg mál liggja fyrir fundin- um á laugardag, m.a. fundar- gerðir bæjarráðs ofl. Styttur - Lampar - Loftljós ELECTROLUX ELDAVÉLATILBOÐIÐ STENDUR ENNÞÁ, 25% ÚTBORGUN en nú fer hver að verða síöastur! YAMAHA ORGEL Aðeins 25% útborgun KJARNI sf raftækjaverslun Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.