Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1981, Blaðsíða 2
o -o —j— 2000 stk. vikulega. Skákfréttir Nú, loksins loksins, er lokið skákun- um í 2. flokki á Skákþinginu hér í Eyjum 1981. Þetta hefur tekið miklu lengri tima en menn reiknuðu meö i upphafi, og þar inní vinna og veik- indi keppenda, sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar byrjað var. Seinustu skákirnar voru svo tefld- ar seinustu tvo fimmtudagana og áttust þá við þessir: Grotefend vann Sigmund yngri, þá tefldi Grotefend einnig við Jón Pálsson og vann Grotefend. Óskar tefldi viö Sigfús Gunnar og vann Óskar. Sævar vann svo Óðin Hallgrímsson i hörkuskák. Þá tefldi undirritaöur með svörtu á móti Villi- ard Fiske og var skákin i góðu jafnvægi þartil i 28. leik að Willi hann valdar riddara með peði sem er leppur og riddarinn hann fellur. Tefldir voru 40 leikir en þá gaf Willi skákina. Ennfremur tefldi undirritaður sína seinustu skák í þessu móti við Óöin og varð hún rúmir 60 leikir, báðir áttum við kost áaðvinna þessaskák, en sást yfir leiðina til þess og það varö jafntefli. Jafnan spyrja menn aðleikslokum og nú liggja þau fyrir í 2. flokki. (Úrlsit í 1. flokki hafa birst áður). 1. sæti: Óskar Sigmundsson með 13,5 vinninga og fer hann uþþ í 1. flokk. - 2. sæti: Kristján Möller með 12 v. - 3. sæti: Elías Bjarnhéðinsson með 11,5 v. - 4. sæti: Sævar Hall- dórsson með 11 v. - 5.-6. sæti: Hallgrímur Óskarssonm og Sig- mundur Andrésson, eldri, með 10,5 v. - 7. sæti: Daniel Grotefend með 10 v. - 8. sæti: Óðinn Hallgrímsson með 9 v. - 9. sæti: Jón Pálsson með 8 v. - 10. sæti: Williard Fiske með 7,5 v. - 11. sæti: Auðunn Jörgensen með 5 v. - 12. sæti: Sigmundur Andréson, yngri, með 4,5 v. - 13. sæti: Gunnar (. Gíslason með 3 v. - 14.-15. sæti: Sigfús G. Guðmundsson og Guð- mundurm Búi Guðmundsson með 2 vinninga. - 16. sæti: Valgeir Garð- arsson, en hann hætti keppni mjög snemma. Það má segja að heppilegra hefði verið að hafa sérstakan unglinga- flokk i þessu móti, og verður það nú athugað nánar, áður en aftur verður farið af stað meö svipaða keppi. Ég tel að þarna komi aðallega tvennt til, og það er hægt að Ijúka svona móti á mun skemmri tima þegar þátttak- endur eru færri, og annað sem ég tel ekki siður mikilvægt, og það er að þessir ungu drengir þurfa að geta fengið fleiri vinninga, en það fá þeir, ef þeir tefla meira við sína jafningja og þá fá þeir meira sjálfstraust og keþpnin verður meiri. Aen eins og nú er, þá er viss hætta á því að áhuginn minnki hjá þeim vegna of fárra vinninga sem þeir fá, en slíkt má ekki henda okkur. Ákveðið er að á sunnudaginn kemur, þann 15. mars, verði hrað- skákmót í Alþýðuhúsinu og hefst það kl. 14 stundvislega. Öllum er ehimil þátttaka í þessu móti og þess er vænst, að sem flestir taki þátt í þvi. Þá skal þess getið, að í kvöld, fimmtudaginn 12. mars, þá verður keppni milli 1. og 2. flokks. Tefldar verða 20 minútna skákir. Sigmundur Andrésson. Kári Sólmundarson Skákmeistari Vest- mannaeyja 1981 og Óskar Sigmunds- son sem vann sig upp i 1. flokk. Vikurfararnir. Ljósm. Öli Pétur Sveinsson 1. flokkur. f" " — ' Vestmanneyingar athugið: Kvikmyndamarkaður VIDEO Kvikmyndamarkaðurinn, Rvík., hefur opnað útibú í Vestmannaeyjum. - Video-spólur, bæði fyrir VHS og BETAMAX kerfi. - 8 mm og 16 mm filmur með tón, einnig þöglar. - Kvikmynda- skrár, filmur og spólur fyrirliggjandi að Skóla- vegi 8. pantanir óskast gerðar! 8. helgarskákmótið í Vík I Mýr- dal 27. - 28. febrúar 1981 Héðan fóru fjórir galvaskir vík- ingar, formaður Taflfélagsins, Ólaf- ur Hermannsson, gjaldkeri þess, Óskar Sigmundsson og ráðgjafar þeirra, Stefán Gíslason og Elías Bjarnhéðinsson. Þetta var allvíga- legur hópur, er þeir voru komnir samanog eigi skorti þá skrautleg klæði frekar en Skúla fógeta forðum, er hann svamlaði á Svaninum landa i millum, og Grímur Thomsen orti svo snilldarlega um. I Brá eigi Skúla þótt gnötraði goö I á grönina mundi hann bita, 1 I litklæöi fór hann og studdist við stoð, storfenglegur að lita. Viðlagið hjá okkur hefði getað verið eitthvað svona: Hvass er hann og kaldur i Höföanum enn, ekki eru þeir alveg dauðir úteyjarmenn. Þetta var fjölmennasta helgar- skákmótið, sem haldið hefur verið til þessa, og öll móttaka og aðbúnaður til sérstakrar fyrirmyndar. Og þarna sannaðist það, að því minni sem staðirnir eru, sem teflt er á, þá virðist gestrisnin meiri. Þarna fengu allir móts-pening á- letraðan, veifu, penna og bækling, sem er leiðarlýsing V-Skaftafells- sýslu með landakorti. Allt svona nokkuð er til þess að gleöja þátttakendur og minna þá á þetta mót þegar fram líða stundir. , Okkar mönnum gekk þarnasæmi- lega vel þegar þess er gætt, á móti hverjum þeir lentu. Ólafur Her- mannsson lenti t.d. á móti Helga Ólafssyni í fyrstu umferð og tapaði, vann siðan eina og gerði svo 3 jafntefli og tapaði siðan annarri, útkoman 2,5 vinningar. Nú, Óskar Sigmundsson lenti í fyrstu umferð á móti Magnúsi Sól- mundarsyni og átti trúlega vinning i þeirri skák, en líklega hefur hann borið of mikla virðingu fyrirMagnúsi og tapið var svo þakklæti fyrir þessa óþarfa kurteisi, hann tapaði tveimur skákum, geröi eitt jafntefli og vann 3, svo útkoman var 3,5, vinningarsem er ágætt. Stefán Gíslason tefldi á móti Elvari Guðmundssyni en varð að láta í minni pokann þar, en hann gerði jafntefli við Leif Jósteinsson en hann átti þó rakinn vinning þar, en náði ekki fluginu sem skyldi. Elías tapaði sinum fyrstu 3 skák- um, en vann svo síðan þrjárseinustu og fékk 3 vinninga, gott. Teflt var eftir Monrad-kerfi en það segir ekki alltaf rétt til um styrkleika manna þegar upp er staðið. En ferðin var að þeirra sögn mjög lærdómsrík fyrir þá og um leið skemmtileg og ættu fleiri, sem tök hafa á, að sækja slík mót, því þau gefa ómetanlega keppnisreynslu og þekkingu á því hvernig einstakir menn tefla. Stebbi Gilla hafði haldið uppi mestu fjörinu allan tímann, bæði fyrir ferðafélagana og aðra móts- gesti, en slíkir menn eru nauðsyn- legir á slíkar samkomur. Er Páll Árnason heyrði hve hratt Óli hafi keyrt á heimleiðinni og ein bótin af dekkinu þeyttist sem fljúg- andi diskur langt fram úr bílnum og út fyrir veg og bíllinn á 140 km hraða: „Heyrðu Óli minn, ertu bara alveg vitlaus, vissirðu ekki með hverja þú varst í bilnum?" Allt gekk aö óskum austur i Vik, þó aö austan btésu þau 10. Er þangað var komiö var aökoman slík, sem vort lif væri aö byrja aö nýju. Við dvöldum i fagnaöi dagana 3, og lékum mót köppum jaar snjöllum. En leiknum var lokið, en heföum mátt fá, meira út ur þeim köllum. Heimleiöis héidum svo hriöinni í heppnir og sluppum meö skrekkinn. Og betrí varö útkoman af öllu þvi, þótt undir oss öll spryngju dekkin. Sigmundur Andrésson. Lambasnitchel - oriental - Gunnar Ólafsson & Co

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.