Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1981, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1981, Blaðsíða 3
FÓSTRUMÁLIÐ: Deilan send I úrskurð Þaö kom nokkuð á óvart þegar það fréttist í s.l. viku að fóstrur og fóstrumenntaðar forstöðu- konur hjá bænum hyggðust láta af störfum 15. mars s.l. Stóðu menn almennt í þeirri meiningu að búið væri að semja við starfs- mannafélag bæjarins, þ.m.t. fóstrur. Fóstrur höfðu sagt upp störf- um 15. desember s.l. með 3ja mán. uppsagnarfresti, en talið var að uppsagnirnar hefðu fallið niður um leiö og nýir kjara- samningar tókust viö bæjar- starfsmenn. Á fundi starfsmannafélagsins um miðjan febrúar voru sér- kjarasamningarnir samþykktir nær einróma, og höfðu fóstrur spurst fyrir um 4. gr. í sérkjara- samningi, þar sem talað er um að fóstrur hækki um einn launa- flokk, er þær hafa unnið hjá bænum í 1 ár að afloknu námi, og voru þær ánægðar með þau svör, sem þærfengu, og töldu að svarið þýddi eins flokks hækkun fyrir allar fóstrur hjá bænum, hvort sem þær væru fóstrur með forstöðu á deild, eða forstöðu- konur. Var ekki ágreiningur við bæ- inn fyrr en farið var að greiða eftir nýju samningunum. Þá kom í Ijós að samninganefnd bæjar- ins taldi að þessi launaflokks- hækkun ætti eingöngu við fóstrur í 12. launaflokki. Samninganefnd starfsmanna- félagsins hefur lýst sama skiln- ingi á þessari grein og samn- inganefnd bæjarins. Á fundi bæjarstjórnar s.l. laugardag bar þessi mál á góma, og var samþykkt eftir nokkrar umræður og viðræður við fóstr- ur, að skjóta deilunni til hlut- lauss aðila og fá úrskurð fyrir 31. mars, enda fóstrum ekki heimilt að láta af störfum fyrr en 31. mars, þar sem uppsögn er bund- in við mánaðamót. Nú hefur orðið að samkomu- lagi að fela Baldri Guðlaugs- syni, lögmanni í Rvík, að kveða upp úrksurð í þessari deilu um túlkun á 4. grein i sérkjarasamn- ingi. Verða báðir aðilar að sætta sig við þann úrskurð. Afmælisfundur Slysavarnadeildarinnar Eykyndils verðurhald- inn í Samkomuhúsin miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sýning á andlitssnyrtingu. 2. Myndasýning. 3. Gamanmál. 4. Kaffi. 5. Bingó. . Félagskonur fjölmennið. Vignir Guðnason og Óskar Sigur- pálsson mæta á fundinn! NEFNDIN. Húsbruni í Dalabúinu ( gærmorgun brann íbúðar- húsið í „Dölum". í húsinu bjuggu ung aðflutt hjón með tvö börn, eins og þriggja ára. Fjölskyldan slapp naumlega út úr húsinu og stóð á nærklæð- um einum fata er út var komið. Fjölskyldan býr nú til bráða- birgða í Skátaheimilinu við Flöfðaveg. 3. fl. Týs í úr- slitakeppni Um helgina leika strákarnir í 3. fl. Týs i úrslitakeppni 3. flokksog verður hún háð í Hafnarfirði og í Reykjavík. Vonumst við til að strákarnir sýni nú, hvað í þeim býr og óskum við þeim góðs gengis. Handknattleiksráð Týs. ■ BÍLL TIL SÖLU: ford Torino árgerð 1970, fluttur inn 1974, er til sölu. Upplýsingar i síma 1532 á daginn. Úr fundar- gerð bæjar- ráðs Bæjarráði barst þann 4, mars s.l. bréf frá vörubíl- stjórafélaginu Ekli, þar sem vakin er athygli á alvarlegu atvinnuástandi meðlima fé- lagsins. jafnframt kemurfram í bréfinu, að þeir telja að bæj- arsjóður hafi ekki að öllu leyti staðið við gerða samninga við félagið. Bæjarráð fær ekki séð að brotnir hafi verið samningar, en lýsir sig reiðubúið til við- ræðna við stjórn félagsins. NÝKOMIÐ! ANANAS og sérlega ódýr ASPARGUS Nýkomin ódýr og skemmtileg leikföng: Veiðisett (veiðistöng, hjól, önglar og flot) á aðeins kr. 99.00. Leðurfótboltar á kr. 73.00. Badmintonsett á kr. 29.80 Traktorar með mjög fullkomnum heyr- og jarðvinnslutækjum. Rifflar, byssur og handjárn, margar gerðir. TANGINN LEIKFANGADEILD PÁSKAEGG-PÁSKAEGG Páskaeggin eru komin. - Athugaðu okkar verð! Hólagötu 28

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.