Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 1
í FRÉTTIR ) ¦ VIKUBLAÐ V 8. árgangur Vestmannaeyjum 26. mars 1981 12. tölublað Æ Týrarar eiga góða mögu- leika á sætí í 1. deild Handboltalið Týs hefur staðið sig frábærlega vel að undan- förnu. S.l. mánudag sigruðu þeir Týrarar Breiðablik í 2. deildinni og voru eftir þann leik komnir með 14 stig eftir 11 leiki. Eins og staðan var eftir Breiðabliksleikinn, eiga Týr- arar möguleika á að ná 20 stigum, þ.e.a.s. ef þeir íöllum leikjunum, sem eftir eru, þ.e. við Þór Akureyri, ÍR og KA. Efsta liðið, UBK, hefur nú forystu með 17 stig, eftir 13 leiki, þannig að staðan í deild- ini er nú eins jöfn og hún getur frekast orðið. Tvö lið fara úr 2. deild í fyrstu næsta haust, og við B T / O N L G U Ó R B: 6-8 /.- 16-21-24-25-28-29 N: 31-36-38-40-43 G: 48-52-58 Ó: 63-69-71-75 Aður komnar tölur: B: 2-3-12-13-15 /.- 17-20 N: 32-35-41 G: 46-54-59-60 Ó: (ekkert). Bingó tilkynnist í sí 1452 eða 1637. ATHUGIÐ: Strax eftir helgina hættum við sölu bingóspjalda, svo nú er hver síðastur að tryggja sér spjald, en þau fást á eftirtöldum stöðum: Pinnanum, Kránni, Skýlinu við Friðarhöfn, Magnúsarbakaríi, Blaðaturninum, bensínsölunni Kletti, verslun BSV og íþrótta- miðstöðinni. 4. fl. Týs í knattspyrnu. sima skulum vona að það verði Týrarar, sem þangað komast. í dag fer mfl. karla í hand- bolta til Akureyrar og keppir þar við heimaliðin Þór og KA, og má þar búast við erfiðum róðri, því hver leikur í 2. deildinni er úrslitaleikur. Við óskum Týrurum góðr- ar ferðar og heimkomu. Staðan í II. deild: UBK HK KA ÍR Týr UMFA Ármann Þór Akureyri Leikir 13 13 13 11 11 13 13 13 Stig 17 16 16 14 14 14 8 1 ORGELSKOLI YAMAHA Nú stendur yfir innritun í orgelskóla Yamaha i verlun- inni Kjarna, sem selt hefur fjölda Yamaha heimilisorg- ela hér í Eyjum. Kennari mun koma hingað úr Rvík og kenna hér á þessi orgel. Þeir sem enn hafa ekki innritað sig í orgelskólann og hafa áhuga á að vera með, hafi samband við Kjarna og fái upplýsingar um skólann og láti skrá sig sem allra fyrst. Fréttatilkynning. Jens Einarsson, hinn frábæri þjálfari Týrara, hefur gert góða hluti með Týsliðinu i vetur. Jens er 26 ára gamall Reykvíkingur. Hann er íþróttakennari að mennt, og lék áður með ÍR og Vikingi, áður en hann gerðist þjálfari Týs. Hann hefur 43 landsleiki að baki. NU GETA ALLIR eignast reiðhjól! Eigum fyrirliggjandi 5 og 10 gíra reiðhjól. Athugið verð okkar og ^ greiðsluskilmála. ^ Urval myndavéla. Munið litmyndaframköllunina! IV J A R N I ST raftækjaverslun Skólavegi 1 - Sími 1300 Blessað barnalán Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni munu koma til Eyja fimmtudaginn 2. apríl n.k. og sýna leikritið Blessað barna- lán, eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Evert Ingólfsson. Meðal leikenda eru tveir j>iltar héðan úr Eyjum, þeir Olafur Týr Guðjónsson og Sigurpáll ' Scheving. Leiktjöld eru eftir Bjarna Ólaf magnússon og hvíslari er Ingibjörg Finnbogadóttir, en þau er einnig bæði úr Eyjum. Agóði af hluta- veltu Arnheiður Pálsdóttir, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Ragnhildur 01- afsdóttir og Bryndís Gísladóttir haí'n fært Sjálfsbjörgu í Vm kr. 125, sem er ágóði hlutaveltu þeirra. Móttekið með þaklæti. Sjálfsbjörg Vestm.eyjum. Týr Vm-meistari í gærkvöldi kepptu Týr og Þór í mfl. karla í Vm-meistaramótinu og lauk leiknum með yfirburðasigri Týs, 23-13. Úr fundar- gerð bæjarráðs Fundur var í bæjarráði s.l. mánudag og þar kom fram m.a. eftirfarandi: - Fyrir lá bréf frá Olafi Pálssyni f.h. Flugmálastjórn- ar, þar sem tilkynnt er um þau áform Flugmálastjórnar að reisa girðingu umhverfis Vestmannaeyjaflugvöll á komandi sumri. Bæjarráð vísar hugmynd- um bréfritara til umsagnar skipulags- og þróunarnefnd- ar, en bendir jafnframt á að endanleg framkvæmd er háð samþykki byggingarnefndar. - Erindi frá stjórn ÍBV þar sem þess er óskað að Bæj- arstjórn bjóði keppendum og starfsmönnum á íslands- meistaramóti fatlaðra til kvöldverðar að mótinu loknu hinn 5. apríl n.k. Bæjarráð samþykkir erind- ið og felur bæjarstjóra fram- kvæmd málsins. - Eftirtaldir aðilar verða fulltrúar á vinabæjarmóti í Jyvaskyla 28.-30. maí n.k.: Arnar Sigurmundsson og frú, Guðmundur Þ.B. Ólafsson og frú, Sigurgeir Kristjáns- son og frú og Páll Zopho- níasson og frú.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.