Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent h.f. Ábyrgðarmaður: Guðlaugur Sigurðsson Auglýsingasími: 1210 - Upplag 2000 eintök Tölvusetning og offsetprentun: Eyjaprent hf. Bárugötu 9 -PO. BOX 272 900-Vestmannaeyjar SENDIBÍLL Sími 1136 EYJAFLUG Brekkugötu 1 - Sítni 98-1534 Á flugvelli sími 1464. ÞÓRARAR- ÞÓRARAR m Mætum öll á dansleikinn laugardagskvöld frá 10-2. Skemmtiatriði og dans. Þórsstuðið verður allsráðandi í Kiwanis á laugardagskvöldið. 2. fl. Þórskvenna. A UGL ÝSING um umferð í Vestmannaeyjum Að fenginni tillögu bæjarstjórnar Vestmanna- eyja og samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, hafa verið settar eftirfarandi reglur um umferð í Vestmannaeyjum: 1. Bifreiðastöður eru bannaðar við Kirkjuveg að vestan og norðarnverðu frá Strandvegi að Skólavegi. . 2. Bifreiðastöður eru bannaðar við Kirkjuveg að sunnan milli Brimhólabrautar og Uluga- götu. 3. Skólavegur er lagður niður sem umferðar- gata milli Kirkjuvegar og Dalavegar. 4. Ráðhúströð hefur verið lokað vestan Safnahúss og er gegnumakstur því óheim- ill. 5. Hólagötu hefur verið lokað við Höfðaveg. 6. Bárugata frá Vesturvegi að Vestmanna- braut hefur verið lokað fyrir umferð vél- knúinna ökutækja. Aðdrættir til verslana við götuna verða þó leyfðir frá kl. 10 árdegis til kl. 12 árdegis eða í samráði við lögreglu. Hámarksöxulþungi skal þó vera 5 tonn. 7. Allur akstur óviðeigandi er óheimill á Bárustíg milli Brattagarðs og Strandvegar og á Kirkjuvegi milli Brattagarðs og Strand- vegar. 8. Umferð um Illugagötu hefur stöðvunar- skyldu gagnvart umferð um Kirkjuveg. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi þegar i stað. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. 19. mars 1981. KRISTJÁN TORFASON. Umboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 Páskaegg Glæný páskaegg. Athugaðu okkar verð! Hólagötu 28 *■"... ' - Aðalfundur Aðalfundur Starfsmannafélags Vestmannaeyja- bæjar verður haldinn í Samkomuhúsi Vestmanna- eyja, litla sal, sunnudaginn 29. mars n.k. kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar. Stjórnin. fc---- --- ---- | | | . —IW I | im | I mii I ■■HIB I M WHilMlii Mm/ ____________________ RENÓ TIL SÖLU: TAPAÐ Renó 4 árg. 1971 til sölu, Renó Karlmannsstálúr, Pierpont 6 fylgir með í kaupbæti. er tapað. Finnandi vinsamlega Upplýsingar gefur Jónas á hringi í síma 1742. Múla í síma 1742. Það sem þú þarft að vita um fluor (David Roberl Reuben laknir, er höfundur margra bóka. Meðritstjóri ,,\\'ho's Who in America“ Dr. Reuben út- skrifaðist við háskólann í Illinois 1953. Hann var við rannsóknir i Harvard laknaskólanum í Boston og vann siðan sem laknir i San Diego frá 1961-72. . Yjjasta bók hans var gefin út af Simon and Schuster árið 1978 og heitir Everything Tou Always Wanted to h'now About \utrition, eða Allt sem þúþarft að vita um naringu. Þar stendur eftirfarandi um fuor.) „Hver eru vandamál íluorinngjafa? Fluor blandaður í drykkjarvatn og tannkrem í Bandaríkjunum nú til dags er líklega eitt skýrasta dæmið um hvernig fáfræðin hrósar happi yfir vísindunum, eða ættum við kannski frekar að segja, hrósar happi yfir fáfræðinni. Hvað sem þú kýst að kalla það þá erþað allavega hræði- legt. Við skulum líta á einfalda skilgreiningu á því hvað fluorblöndun drykkjarvatns er, og þau áhrif sem það hefur á manneskj- una. Rökin sem eiga að réttlæta fluorblönd- un drykkjarvatns þíns eru grundvölluð á þeirri uppgötvun að landssvæði víðsvegar um heiminn sem hafa tiltölulega hátt hlutfall af náttúrulega tilkomnu fluor í vatni, hefur tiltölulega lága tíðni tann- sjúkdóma. Þess vegna, eftir því sem ,,sér- fræðingar“ heilbrigðisþjónustunnar halda fram, sé það besta leiðin til að minnka tannskemmdir, að setja tilbúið fluor í vatnið. Það er þó einmitt hið versta sem gert er til að minnka tannsjúkdóma. Fyrst er til að nefna, að þar er dottið í þá gryfju ,,nú- tímalækninga“ að taka ekki tillit til sjúk- dómsorsaka. Tannskemmdir eru ekki til- komnar vegna vöntunar á fluor. Skemmd- irnar verða til með því að borða hvítt hveiti, hvítan sykur, fínmalað korn og aðra fínunna fæðu, sem boðin er grun- lausum neytendum, en margir þeirra eru lítil börn. I stað þess að fjarlægja þennan hræðilega sykurgljáa frá borði barnanna, í stað þess að skera niður þennan hvíta sykur frá borði barnanna, í stað þess að skera niður þennan hvíta sykur úr fæðunni þar sem ekki er þörf fyrir hann, þá virðist það ábatasamari viðskipti að selja enn aðra freklega oflofaða framleiðslu, þ.e.a.s. fluor, til allra stórra borga og lítilla bæja í þessu landi (þ.e.a.s. Bandaríkjunum). Er fluorblöndun svona slæm? Vert þú dómarinn. Fluor sem bland- aður er í drykkjarvatnið er bráðdrepandi eitur, þúsund sinnum sterkara en klór, eða matarsalt, en fluor er þó oftlega borin saman við þessi efni. (Þegar fluor er bætt í tiltekna efna- blöndu, verður hún hættulega öflug. Klór- sýra étur sig í gegnum eir. Fluorsýru er ekki hægt að geyma í bolla, því hún étur sig í gegnum gler!) Einum of mikið af fluor veldur tauga- skjálfta, meðvitundarleysi og dauða. Samkvæmt staðli Bandaríska heilbrigð- isráðsins er öruggur hámarksskammtur af flubr 1 milligram á dag. Venjulegur maður fær 0.45 mgaffluorí fæði sínu á dag, um 1 mg úr fluortann- kreminu sínu (ef hann „burstar tennur eftir hverja máltíð“) og allt að 1.6 mg frá drykkjarvatninu. Þetta gerir samanlagt 3.05 mg fluor á dag. Allir viðurkenna að inntaka á 2 mg á dag væri mjög líkleg að orsaka dökka fluorbletti á tennumar til lífstíðar. Þessar stóru svörtu klessur myndu ekki prýða 14 ára dóttur þína sem rétt er farinn að gela piltunum auga. Það væri betra fyrir hana að skera niður neysluna á sykri og fína hveitinu. Það er líka vitað að kona sem tekur inn meira en 2 mg af fluor á dag er í marg- faldri hættu að fæða vangefln börn. Kannski eru einmitt þessar svörtu óað- laðandi tennur v'örn náttúrunnar gegn því að stúlkur sem hafa fengið of mikinn fluor í líkamann nái nokkurn tíma því marki að verða barnshafandi. Ef þetta hljómar hræðilega í eyrum þínum, þá skilur þú alvöru málsins. (Fluoridation News) S.H. þýddi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.