Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1981, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1981, Page 1
r > FRETTIR f ■ VIKUBLAÐ Y 8. árgangur Vestmannaeyjum 2. apríl 1981 13. tölublað Hjálmar Vilhjálmsson, fískifræðingur: Úthald 4ra rannsóknaskipa 9 mánuðir á ári hverju Á fundi hjá Rotaryklúbb Vestmannaeyja s.l. þriðjudag hélt Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, framsögu og svaraði fyrirspurnum fundar- manna. I framsögu Hjálmars kom m.a. fram að 4 rann- sóknaskip Hafrannsóknar, Árni Friðriksson, Bjarni Sæ- mundsson, Hafþór og Dröfn, eru að jafnaði 9 mánuði við störf á ári. Tækjakostur þessara skipa er nú orðinn mjög slakur, sum tæki orðin meira en 10 ára gömul, úrelt og úr sér gengin. Aðalumræðuefni Hjálmars í framsögu hans á þessum fundi var, hvernig þeir fiski- ffæðingar ákvarða stæið loðnu- stofnsins. Það gera þeir með bergmálsmælingum og mjög ítarlegum útreikningum úti fyrir strönd norðvestur- og norðurlands. . Kom fram í framsögunni hjá Hjálmari að enn hrakar loðnustofninum og nefndi hann sem dæmi að ekki mætti veiða meira en c. 700 þúsund tonn, svo stofninn verði ekki í hættu og í því sambandi nefndi hann að um 50 þús. tonn af loðnu slædd- ust með“, sem er yngri en æskilegt er að veiða, á síðustu vertíð. \ c=f Knattspyma Nú um helgina fara fram tveir fyrstu æfingaleikir vorsins. Verður leikið á föstudags- kvöld kl. 20.00 og á laugar- dag kl. 15.00. Mótherjar okkar í þessum leikjum verða Reynis-menn úr Sandgerði, liðið, sem Kjartan Másson þjálfaði í fyrrasumar með ágætum á- rangri. Eflaust fýsir margan að sjá, hversu liði okkar vegn- ar í þessum fyrstu leikjum á árinu. Þótt enn sé alllangt í íslandsmótið, verður örugg- lega reynt að ná því besta út úr hverjum og einum leik- manni, þar sem keppni um sæti í liðinu er afar hörð og Sagði hann fráskýrslu, sem nýbúið er að vinna, að þar komi fram, að efhelduráfram sem horfir, megi búast við að loðnan hverfi rétt eins og síldin, tölulegar líkindaspár segi svo fyrir um. Er Hjálmar hafði lokið framsögu sinni, fékk hann spurningaflóð frá útgerðar- og skipstjórnarmönnum auk annarra forvitinna áhuga- manna um þessi mál. Kom þá m.a. fram að þeim fiskifræðingum gengur illa að koma málum sínum í gegnum „kerfið“, þau liggja í sjávar- útvegsráðuneytinu í óratíma, rétt eins og í öðrum ráðuneyt- um, og lítið sem ekkert gerist, og á þetta aðallega við, er fjármál eru annarsvegar. Var gerður góður rómur að fundi þessum og fundarmenn fóru vísari heim. Forseti Rotaryklúbbs Vest- mannaeyja þetta starfsár er Ólafur smiður/útvegsbóndi Gránz. Borgara- fundur JCV S.l. sunnudag efndi JCV til borgarafundar um bæjarmálefni i Samkomuhúsinu. Um 80 manns mættu til fundar. A þennan fund mættu fulltrúar allra llokka í bæjar- stjórn og héldu framsögu og svöruðu síðan fyrirspurnum fundarmanna. í ávarpi forseta JC'.V í upphali fundarins kvað þær raddir hala heyrst, að léleg tengsl væru rnilli bæjarfulltrúanna og bæjarbúa almennt og lítið væri um málefna- legar umræður. Nefndi hann nokkur mál sem mikið hafa verið til umræðu að undanförnu og fólk vildi gjarnan fá nánari skýringu á, s.s. hitaveituna, rafveituna, orkumál, samgöngumál, skipalyftu og smábátahöfn. Var rætt vítt og brcitt um bæjarmálefnin á þessum fundi og fjölmargar fyrirspurnir bárust, bæði skriflega og munnlegar. Vegna plássleysis í blaðinu í dag, verður nánar sagt frá efni fundarins í næsta blaði. Bingó- tölur B: 4-5-7-10 I: 19-26 N: Ekkert G: 51-53 Ó: 61-65-66-67 Áður birtar tölur: B: 2-3-6-8-12-13-15 I: 16-17-20-21-24-25-28-29 N: 31-32-35-36-38-40-41-43 G: 46-48-52-54-58-59-60 Ó: 63-69-71-75 Bingó tilkynnist í síma 1452 eða 1637. 4. fl. Týs í knattspyrnu. munu því allir gera sitt besta. Við skulum heldur ekki gleyma því, að okkar helstu keppinautar búa við gjörólík- ar og betri aðstöðu en við. Við skulum því strax frá fyrsta leik láta peyjana finna að við stöndum einhuga að baki þeim og erum reiðu- búin að leggja okkar af mörk- um til að stuðla að velgengni liðsins á komandi sumri. Verð aðgöngumiða er kr. 30 fyrir fullorðna og kr. 10 fyrir börn. Sama verð mun áætlað á 1. deildarleikina í sumnar, og er það gefið út af KSÍ. Knattspyrnuráð IBV. REIÐHJOL REIÐHJÓL REIÐHJÓL REIÐHJÓL Fáum seinnipartinn á morgun 10 tegundir af reiðhjólum með og án gíra í öllum stærðum. - Verð frá 1350 kr. KJARNI sf raftækjaverslun Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.