Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.1981, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.1981, Síða 1
'fréttir VIKUBLAÐ árga8. árgangur Vestmannaeyjum 9. apríl 1981 14. tölublað Frá borgarafundi J Eins og við sögðum frá í síðasta blaði, var haldinn almennur borg- arafundur, sem JCV gekkst fyrir og voru bæjarfulltrúar allra flokka í bæjarstjórn þar frummælendur. Hér verða birtar spurningar, og svör, sem upp komu á þessum fundi, valið af handahófi, en um margt var spurt á þessum fundi. Fundarstjóri var Sæmundur Vilhjálmsson og fundarritarar þær Anna Þóra Ein- arsdóttir og Inga Dröfn Ármanns- dóttir. Guðlaugur Gíslason, fyrrv. alþm. kom í ræðustól og bar fram fyrir- spurn til bæjarstjórnarmanna um nauðsyn þess að loka ýmsum götum bæjarins, sérstaklega götunni upp frá Kirkjuvegi að Gagnfræðaskóla. Einnig gerði hann athugasemd við þau ummæli, að Herjólfur væri meingallaður. Benti hann á ýmislegt til sönnunar um hið gagnstæða. Þá ræddi hann um hitaveituna alllengi. Þótti fundarmönnum sem Guð- laugur færi ekki að fundarsköp- um, eða öllu heldur settum reglum fundarins, með því að stíga í ræðu- stól og halda tölu. Því má skjóta hér inn í, að í blaði JC manna, sem út kom daginn fyrir fundinn, var það tekið fram í greia þar, að mönnum væri heimilt að stíga í ræðustól, en þó var það tekið fram í upphafi fundarins að timi yrði takmarkaður. Mun Guðlaugur aðeins hafa brotið þá einu reglu að tala of lengi. Tryggvi Jónasson svaraði Guð- laugi og sagði, bilun væri ekki smávægileg, heldur nokkrir gallar. Ekki væri búið að hanna réttu skrúfuna á skipið og fyrirtækið, sem það átti að gera, „farið á hausinn". Guðmundur Þ.B. Ólafsson svar- aði til um lokun gatna og sagði að búið hefði verið að samþykkja þetta skipulag, áður en þessi meirihluti tók við. Því næst tók Sigurgeir Kristjáns- son til máls og ræddi um Herjólf. Sagði hann það skyldu ríkisvaldsins að standa undir kostnaði við Herjólf, því hann væri „þjóðvegur" okkar. Ólafur Viðar Birgisson spurði hvað liði störfum ALFA nefndar í Eyjum og hver væri hlutur bæjar- ins í vernduðum vinnustað, sem til stendur að reisa hér. - Arnar Sigurmundsson svaraði og sagði að ALFA nefnd hefði starfað vel. Reisa ætti 500 fermetra hús sem verndaðan vinnustað. 55 millj. gkr. framlag kom frá Rauða krossi íslands. Framkvæmdastjórn verði skipuð fulltrúum frá félögum hér í bæ, sem ynnu að málefnum fatlaðra. Ingvar Björgvinsson spurði hvort ekki hefði komið til tals að setja lyftu í Ráðhúsið, svo fatlaðir gætu komist þar að. - Sveinn Tómasson svaraði því til, að því hefði ekki verið hreyft og vafalaust erfitt að koma lyftu þar við, vegna byggingarlags hússins,m en sjálfsagt væri þó að gera það sem hægt væri til að þjóna fötluðum. Halldór Ingi Guðmunds. spurði hvort sér hefði misheyrst, að laun úr bæjarsjóði væru orðin jafnhá og útsvarsgreiðslur bæjarsjóðs. - Sveinn Tómasson svaraði og sagði bæjarsjóð hér vera á svipaðri leið og önnur bæjarfélög. Ríkisvald- ið væri alltaf að auka við útgjöld bæjarfélaga. Rétt væri að taka tillit til þess, að bæjarsjóður væri ekki búinn að ná sér eftir gosið. Sigmar Þ. Sveinbjörnsson spurði hvort von væri á reykskynjurum á elliheimilið. - Þessari spurningu svaraði bæj- arstjóri, Páll Zophoníasson og sagði hann að reykskynjarar væru nú komnir á fjárhagsáætlun 1981. Benedikt Ragnarsson ítrekaði spurningu um lokun götunnar frá Kirkjuvegi og upp með Gagn- fræðaskóla og benti á að rétt væri að leggja göngugötu, sem einnig hefði verið í skipulagi. Guðjón Sigurbergsson spurði eft- ir hverju væri beðið með að girða af Hamarinn. Páll Ágústsson spurði hvort kannað hefði verið með notkun vindraforku. - Guðm. Þ.B. Ólafss. svaraði að búið væri að kaupa efni í girðingu á Hamarinn. Boltinn væri nú hjá hjá vesturbæingum. Vindaraforkustöð, vissulega at- hugandi. Ekki verið kannað. Lokanir á götum eru samkvæmt skipulagi. Göngugata ekki á skipu- lagi en væntanleg. Sú spurning kom upp á meðal fundarmanna, hver það væri sem réði. Var þar talað um embættis- mannavaldið og meirihluti bæjar- stjórnar dinglaði í bandspotta hjá bæjarstjóra. Guðm.Þ.B. Ólafsson svaraði því til að meirihluti bæjarstjórnar væri ekki í bandspotta hjá Páli. G.G. spurði: Hver ræður? Em- bættismenn hefðu lokað Hólagöt- unni áður en samþykktin lá fyrir hjá bæjarstjórn. Ótal dæmi væru svipuð þessu. - Arnar Sigurmundss.: Minni- hlutinn mótmælti þegar Hólagöt- unni var lokað. Sveinn Tómass. sagði að góðir embættismenn yrðu ekki barðir nið- ur. Jóhannes Long spurði hvort gefið hefði verið út leyfi til að dreifa þorskhausum „tvist og bast“ um allt Ofanleitishraun. - Sveinn T. kvað þorskhausana ekki vera þarna með sínu leyfi. Spurt var um , hvort von væri á þjónustumiðstöð í vesturbæ. - Guðm Þ.B. Ólafss. svaraði því að verslunarmiðstöð kæmi vonandi fljótlega í vesturbæ. Mikill er sá kraftur Skólanefnd F.í V. hefur aug- lýst eftir „sérhæfðum skrifstofu- krafti" (nánari uppáskrift vant- ar). Hingaðtil hefur verið látið tluga orðskrípið starfskraftur, en nú hefur verið bætt um betur. Héreftir iná ef til vill vænta auglýsinga í þessum dúr: Fisk- iðjuna vantar sérhæfðan flökun- arkraft (þ.e. vanan flakara). Frá F.E.S.: Oss vantar sérhæfðan gúanókraft. - Þeir mega fara að vara sig scm auglýsa súpukraft, að ekki valdi misskilningi. Ó.K. (ósérhœfður kraftur). Síðasta spilakvöldið síðasta spilakvöld JCV áelliheim- ilinu verður í kvöld. Margt verður gert til skemmtunar. KafFi og kökur eins og venjulega. JC félagar eru hvattir til að fjölmenna „á lokin“, einnig eru allir aðrir velkomnir eins og verið hefur. Fréttatilkynning. Vilja æfíngasvæði 25 mótorhjóla- og skellinöðru- eigendur hafa sent bæjarráði bréf þar sem þeir fara fram á æfmga- svæði fyrir akstursbrautir á nýja hrauninu. - Bæjarráð tók vel í málið og vísaði því til skipulags- og þró- unarnefndar og heilbrigðis- og um- hverfisnefndar. Flugmannaverkfall Flugmenn FIA hafa boðað verk- fall á morgun, 10. apríl. Bæjar- stjórn hefur skorað á deiluaðila að leysa málin og fresta verkfallinu. Bjarni hjá Eyjaflugi hefur nú fest kaup á nýrri 6 sæta flugvél í stað þeirrar minni, sem hann hefur átt. MÓTMÆLA LOKUN 55 íbúar við Sóleyjargötu og Fjólugötu hafa mótmælt lokun Dalavegar við Kirkjuveg. - Bæjar- ráð vísaði þessum mótmælum til skipulags og þróunarnefndar. HANDBOLTI í KVÖLD! Vestmannaeyjameistaramótið í 2. fl. karla heldur áfram í kvöld og hefst nú úrslitaleikurinn kl. 20.00 í kvöld. Síðast sigruðu Þórarar með 8 mörkum gegn 3, en hvað skeður í kvöld? Allur aðgangseyrir rennur ó- skiptur til kaupa á líkamsræktar- tækjum til íþróttamiðstöðvarinnar. Eyjamenn, konur og krakkar, eru hvattir til að mæta á þennan leik og styðja um lcið gott málefni. Sjáumst í Höllinni í kvöld! Fréttatilkynning. Næsta blað Næsta blað Frétta kemur út á n.k. miðvikudagsmorgun. Aug- lýsendur vinsamlega haflð sam- band timanlcga. í næsta blaði verður grcin um steinullarverksmiðju á Suður- landi, páskadagskrá sjónvarps- ins o.fl. ORGELSKOLI YAMAHA Síðustu forvöð að komast í orgelskóla YAMAHA. Hafið samband við Kjarna umupplýsingar. MYNDARAMMAR MYNDAVÉLAR FILMUR OG FRAMKÖLLUN KJARNI sf raftækjaverslun Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.