Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 2
Skólaskákmótið 1981 Það var haldið föstudag og laugar- dag 3.-4. mars s.l. þátttakendur voru hvorki fleiri né færri en 60. Teflt var í Félagsheimilinu við Heiðarveg og var teflt eftir Monrad-kerfi, þar sem þátttakendur voru svo margir. tefldar voru 6 umferðir, og nokk- uð bar nú á því að ekki væru allir komnir langt í skáklistinni, sem varla er von, því aldurinn var frá 7- 12 ára. A einu borði kom upp sú staða, að annar átti eftir hrók og drottningu, en hinn aðeins kónginn. Sá sem átti mennina eftir, hann skákaði sitt á hvað og hann var spurður að því, hvort hann ætlaði nú ekki að fara að máta. „Máta!- ha, hvað er það?“ Það má segja að heppilegra hefði kannski verið að skipta þessum hópi í tvennt, en það hefði þá tekið miklu lengri tíma að koma mótinu áfram. En það var gaman að sjá svipinn á andlitum sumra, er þeir voru að leika, sumir læddu mönnunum fram á borðið, líkt og þeir væru ofboðlítið feimnir, aðrir skeltu þeim niður með miklum gassa, svo það söng og hvein í borðinu, og enn aðrir héldu svo fast um mennina og slepptu þeim ekki fyrr en í síðustu lög og löngu eftir að þeir voru nú komnir á þann reit, sem þeim var ætlaður staður; þeir ætluðu sko ekki að leika af sér. Nokkrir tefldu nú nokkuð yfir- vegað í eintaka skák og gáfu sér góðan tíma til þess að hugsa, enda voru skákirnar eftir því, og eina skákina varð að setja í bið. Mér sýndist þó einn bara af, hve rólega hann tefldi, en það var Ingi Sigurðsson, og á föstudeginum átt- ust þeir við, Guðmundur Búi Guð- mundsson og Ingi, og var skákin vel tefld og komið fram í endatafl og þeir virtust gefa sér nokkuð góðan tíma. Guðmundur var nú kominn með unna skák og átti aðeins eftir að útfæra vinninginn, en mátti þó passa sig nokkuð, enhann varaði sig ekki á rólegheitum Inga, sem læddist mcð hrókinn aftan að kóngnum og gm allt í einu mátað Guðmund, og mátti sjá, að Guðmundur varð lítt glaður, sem von var. Farðu hœgt svo þú komist áfram! Nú, Auðunn Jörgensen, hann er nú alltaf jafn hress með sig og teflir eftir því og gengur vel. Hann tefldi til úrslita við Leif Hafsteinsson, sem hafði, eftir því sem ég heyrði, lítinn áhuga á því að verða efstur. Auðunn hafði hvítt og hóf harða sókn, sem hann réði ekki við og tapaði hann drottningunni í ellefta leik, en hann hann hafði þó fengið nokkuð fyrir sinn snúð, en það var sem Leifur einblíndi um of á vörnina hjá sér, en hann gat þvingað fram mát hefði hann farið í sókn. Auðunn tefldi nú vel og náði klemmu, sem hann gat svo þráteflt úr og skákin varð jafntefli. Þeir voru nú jafnir að vinningum, en Auðunn vann á stigum, og er því Skákmeistari Barnaskólans í Vest- mannaeyjum 1981. Ekki er nú mikill munur á þessum 10 efstu drengjum, en þeir þurfa að fá kennslu í því að tefla, og það er auðséð að þeir búa yflr góðum hæfileikum. Allt þetta mót fór fram með miklum ágætum, og á Birgir Bald- vinsson, kennari, góðar þakkir fyrir þann áhuga, sem hann hefur sýnt skákinni og það væri óskandi að þetta starf hans beri þann árangur, sem að er stefnt. Birgi til aðstoðar við framkvæmd mótsins vóru þeir Olafur Her- mannsson, Stefán Gíslason og Elías Bjarnhéðinsson. Úrslit urðu þessi: Nöfn: vinningar: Auðunn Jörgensen .......... 5,5, Leifur Hafsteinsson .........5,5 Guðm. Búi Guðmundsson .... 5,0 Sigmundur Andrésson..........5,0 Greipur Sigurðsson...........4,5 Guðni Einarsson..............4,5 Hlynur Sigmarsson............4,5 Oðinn Jónasson...............4,5 Jón H. Stefánsson............4,0 Ingi Sigurðsson..............4,0 Magnús Valgeirsson...........4,0 Gunnar Örn Ingólfsson........4,0 Sigmundur Andrésson. VTTRETEX MÁLNINGIN á veggina fyrir páska og fermingar. Urvalsmálning á góðu verði! Bókamenn! Fyrsta bókauppboðið í ár verður haldið á Skút- anum n.k. laugardag kl. 15.00. Meðal fágætra bóka verður Tyrkjaránssaga eftir Björn frá Skarðsá, samin 1643, en útgefm 1866. Tyrkjaránið á íslandi 1627, Sögufélagið gaf út 1906. Tyrkjaránið eftir Jón Helgason. - Formannsævi í Eyjum eftir Þorstein frá Laufási. - Örnefni í Vestmannaeyjum. Menn geta fengið lista yfír þær bækur, sem á uppboðinu verða, í Fornbókaverlsuninni Spörva- skjóli. BASAR Sjálfsbjörg heldur basar laugardaginn 11. aprílkl. 15.00 í Drífanda. marg góðra muna. Gómsætar kökur. Stjórnin. Ljósmyndanámskeið verður haldið á vegum tómstundaráðs í Landlyst. Innritun og upplýsingar laugardag 11. apríl frá kl. 14.16. Hafir þú áhuga á ljósmyndun, þá er þetta rétta tækifærið! Galleri Landlyst. Arshátíð FIV verður n.k. föstudagskvöld í Alþýðuhúsinu. Allir boðnir velkomnir á dansleik frá kl. 23.00-03.00. Hljómsveitin HVER sér um fjörið. Allir núverandi nemendur FIV geta útvegað miða, einnig verður miðasala við innganginn. NFFV. NÝTT - COCKTAIL BLÖNDUR WHISKEY SOUR TOM COLLINS BLACK RUSSIAN O.FL. ÚTI-KÖKUBASAR Höldum úti-kökubasar föstudag (á morgun) kl. 15.00 í Bárugötunni, ef veður hamlar ekki, annars að Skólavegi 6 (Brunabót). Kirkjukórinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.