Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 4
Málfreyjur þinga BÍÓ LANDAKIRKJA: FÖSTUMESSA í kvöld kl. 20.30. PÁLMASUNNUDAGUR: Sunnudagaskólinn kl. 11. - Messa kl. 14.00. Sóknarprestur. Á almennum borgarafundi, sem iialdinnv ar 29. mars s.l. kom fram fyrirspurn um, hvað liði girðingu á Hamrinum. Var því svarað til að bæiarráð hefði óskað eftir tilnefn- ingu 3ja fulltrúa Hamarsbúa við skipulagninguna á girðingunni, en sú tilnefning ekki verið framkvæmd. Buðum við þrír undirritaðir okk- ur þá fram til starfsins. Á fundi sínum þann 30. mars s.l. gerði bæjarráð svofellda bókun: „Þar sem fyrir liggur að Ingvar Björgvinsson, Helgi Hjálmarsson og Guðjón Sigurbergsson, hafa lýst sig reiðubúna til að koma fram sem fulltrúar Hamarsbúa við skipulagn- ingu girðingar á Hamrinum, óskar Nú um páskana verður frumsýnt á fjölum Bæjarlcikhússins nýlegt islenskt leikrit. Það er eftir Örn Bjarnason og heitir því óvenjulega nafni „Fyrsta öngstræti til hægri“. Þar segir m.a. frá lífsreynslu ungrar stúlku, sem stendur höllum fæti í lífsbaráttunni. Þetta er mjög áhugavert stykki, sem fjallar á sannan hátt um mál- efni, sem mikið hafa verið til um- ræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving og leikur hann jafnframt eitt hlut- verkanna. Leikendur eru alls 11 og fara sumir þeirri með fleiri en eitt hlut- verk. Lcikmynd hannaði Sigurgeir Jó- liannsson, smiðir eru þeir Magnús Magnússon, Auðberg Óli Valtýsson og Hjálmar Byrnjólfsson. Við hjá Lcikfélaginu viljum ein- dregið hvetja bæjarbúa til að koma og sjá þetta, sem við þorum að ábyrgjast að svíkur engan! Elri myndin sýnir þær Eddu Að- alsteinsdóttur og Hörpu Kolbeins- dóttur í hlutvcrkum sínum. I glugganum fyrir ofan þær er Unnur Guðjónsdóttir í sinu hlutverki. Neðir myndin er af leikurum og aðstoðarfólki, en á myndina vantar Runólf Gíslason, sem er einn leik- enda í þessu stykki, en hann var upptekinn við loðnubræðslu þegar mvndin var tckin. Fréttatilkynning. Vasapeningar í bæjarstjórn var tillaga um að frá og með 1. apríl fái vistfólk Hraunbúða „vasapeninga", kr. 700 á mánuði. Greiðsla þessi er óháð greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og úr lífeyrissjóðum. Þessari tilögu var frestað. bæjarráð eftir því við þessa aðila, að þeir hafi forgöngu um að kalla Hamarsbúa saman til fundar um þetta mál sem fyrst, þar sem fulltrú- ar Hamarsbúa um skipulagningu girðingar verða valdir ...“ Eins og fram kemur, erum við beðnir að hafa forgöngu um að kalla saman fund um málið. Höfum við ákveðið að halda umræddan fund n.k. sunnudag 12. apríl kl. 13.30 á Hamrinum við „bekkinn“. Vonumst við til að þetta þarfa mál komist á rekspöl. Ingvar Björgvinsson. Helgi Hjálmarsson. Guðjón Sigurbergsson. Stofnskrárfundur málfreyju- deildarinnar Hafróts verður haldinn í Samkomuhúsinu mánudagskvöld- ið 13. apríl og hefst hann með borð- haldi kl. 20.00. Pat Erasmus, varaforseti 5. deild- ar, kemur ásamt eiginmanni sínum og mun hún afhenda stofnskrána. Einnig koma Sigurún Sigurðar- dóttir, forseti 1. ráðs málfreyja og Patricia Hand, formaður útbreiðslu- nefndar. Fleiri góðir gestir verða á fund- inum af Suðurlandinu og héðan úr Eyjum. Félagsstarfið hefur verið líflegt í vetur og lítum við málfreyjur með bjartsýni til næsta starfsárs. Fréttatilkynning. SENDIBÍLL Sími 1136 BI'Ó Fimmtudagur kl. 8: ÞEIR KÖLLUÐU MANNINN HEST Sýnd í allra síðasta sinn. Bönnuð innan 14 ára. Fimmtudagur kl. 10.15: Sólbruni Bönnuð innan 12 ára. Föstudagur: LOKAÐ Laugardagur: Hin geysivinsæla hljómsveit HVER sér um fjörið á laugardagskvöld kl. 10-2 Blómasala Blómaborg í Hveragerði hefur farið fram á að fá heimild bæjar-ráðs til að selja blóm í Bárugötu 11.-12. apríl n.k. - Bæjarráð gat eftir atvik- um fallist á umsókn þessa, þar sem viðkomandi hefur verslunarleyfi og heimild fógeta. Nýkomið mikið úrval af skartgripa- skrínum til fermingargjafa. STEEMGRÍMUR BENEDIKTSSON GULLSMIÐUR Vestmannabraut 22 - Sími 1922 Fyrsta öngstræti til hægri Fundur á Hamrinum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.