Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 1
r > FRETTIR ( I VIKUBLAÐ f Ennþá landburður af fiski úr öllum veið- arfærum en unnið verður á skírdag, laugardag og á 2. í páskum í mörgum fiskvinnslum, svo ekki verður stórt páskafríið hjá mörgum. Verðmætunum skal bjargað. Fríið bíður betri tíma. TYS- BINGÓ Nú er komið bingó, svo nú birtast ekki fleiri tölur frá okkur að þessu sinni. Við munum seinna greina frá verðlaunahafanum. I lokin viljum við þakka þeim fjölmörgu er sáu sér fært að kaupa af okkur bingóspjöld. Umboðsmanni Útsýnar, Páli Helgasyni, færum við sérstakar þ'akkir. 4. fl. Týs í knattspyrnu. Þorskinum landað. LJósm, sigurgcir Mikil örtröð var á bryggj- unum í gærkvöldi. Allflestir bátar komu inn upp úr kl. 8 og voru að tínast inn eftir það. Ljósmyndarar voru á þönum á hverju bryggjuhorni. A- hugasamir bæjarbúar fjöl- menntu og fylgdust með inn- komunni. Eldri menn sögðu að þetta væri líkast því sem það var í gamla daga; bátarnir komu dekkhlaðnir, varla sæ- ist annað en hausar, sporðar og möstur, sem sigldu inn í höfnina. Við brugðum okkar á vigt- arnar í morgun og fengum upplýsingar um afla bátanna. Ekki voru allir búnir að landa, þegar blaðið fór í prentun, en það er tekið fram ca. í afla- skýrslunni hér, og eru það trollbátarnir, sem ekki voru búnir að landa. Það er ljóst að aflamagnið í dag er orðið nokkru meira en á sama tíma í fyrra. I dag, 15. apríl, eru komin liðlega 24 þúsund tonn á land af bol- fiskafla, en á sama tíma í fyrra voru komi 22.700 tonn, en þess ber þó að geta, að í fyrra var 10 daga þorskveiðibann, sem var lokið um 10. apríl. Færri bátar eru nú gerðir út héðan frá Eyjum en í fyrra og munar svo sannarlega um það. Mestur afli hefur borist nú í apríl, og nú síðustu daga hafa borist um 1000 tonn hvern dag. S.l. sunnudag voru komin á land hér 22.600 tonn af bolfiski, svo aðeins munar um 100 tonnum miðað við 15. apríl í fyrra. Nú má búast við að fisk- gengd minnki, þar sem svo er liðið á aprílmánuð, en ekki skal örvænta, því netabátar geta byrjað að leggja n.k. þriðjudag, og gætu verið komnir í fullan gang fljótlega í næstu viku. Mikil vinna hefur verið í frystihúsunum hér að undan- förnu. Mátt hefur sjá ýmsa kunna og merka bæjarbúa hrista af sér lognmolluna. Þeir hafa drifið sig í físk- vinnu, margir hverjir, sem önnur störf stunda alla jafna og þá unnið kvöld og nætur utan síns venjulega vinnu- tíma. Nú fer páskahelgin í hönd, Sýning í Galleríinu Á föstudaginn langa verður opnuð í Galleri Landlystsýning á batik (tauþrykk)- verkum Sigrúnar Jónsdóttur listakonu. Sigrún stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum en þaðan lá leið hennar Svíþjóðar í frekara nám, þar sem hún lagði aðaláherslu á myndvefnað og tauþrykk. Auk Svíþjóðarára sinna dvaldi hún um tíma á Italíu eftir að hafa kynnt sér og numið kirkjuskreyt- ingar. Myndverk Sigrúnar hafa vakið athygli víða um heim og hefur hún haldið fjölmargar sýningar bæði hér heima og erlendis. Sigrún hefur hlotið ýmsar alþjóð- legar viðurkenningar, m. a. frá menningarstofnun Sameinuðu þjóðunum UNESCO og fyrir nokkru var hún heiðruð af ítölsku listaakademíunni. Verk eftir Sigrúnu Jónsdóttur hanga nú víða um heim, í kirkjum og í-opinberum söfnum og byggingum, svo og í einkaeign. Að lokum má geta þess að Sigrún hefur nýlega gefið Landakirkju hökul og verður hann vígður á föstudaginn langa. Það er mikill fengur í að fá hingað verk Sigrúnar. Sýningunni lýkur á mánudagskvöld, annan dag páska. Aflahæsti báturinn 15. apríl 1981 er Suðurey VE. Skipstjóri þar er Hörður Jónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.