Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.1981, Blaðsíða 6
Einhuga samstaða hjá hluthöf- um Jarðefnaiðnðar hf. 200 manns komu til fundar á Selfossi 29. mars s.l. Málefni fyrirhugaðrar steinullarverksmiðju í Þorlákshöfnvar til umræðu. Jón Helgason, alþingismaður, stjórnarformaður Jarðefnaiðnaðar h.f. lýsti störfum stjórnar að und- anförnu, á þessum fundi. Stjórnin hefur nýlega ráðið sér framkvæmda- stjóra, Ófeig Hjaltested. Vinnur hann ásamt stjórninni að markaðs- könnun o.fl. Þá flutti Svavar Jónatansson yfir- lit um steinullarverksmiðjumálið og þá könnun sem gerð hefur verið og sérálit það, sem hann hefur lagt fram vegna staðarvalsins. I lok fundarins voru gerðar sam- þykktir, sem hér verður stiklað á í stuttu máli þó. Steinullarvcrksmiðja í Þorlákshöfn. Aætlað er að ársframleiðsla stein- ullar verði 14400 tonn. Rafbræðslu- ofn frá Elkem í Noregi 4,5 MW. Steinullarlína frá Jungers í Svíþjóð. Staðsetning verksmiðjunnar er áætluð norðan við norðurhafnar- garðinn í Þorlákshöfn, austan Hafn- arskeiðs. Hráefni er basaltsandur, 12000- 14000 tonn á ári. Skeljasandur úr Faxaflóa 3000-4000 tonn á ári. Fenólím og bindiolía, c.a. 550 tonn, innflutt. Stærð verksmiðjuhúss, sem verð- ur stálgrindarbygging, er áætluð 32000 rúmmetrar. Vinnutími: Vaktir frá mánudags- morgni til föstudagskvölds. Við framleiðslu: 11 menn á vakt, alls 33 menn auk 2ja dagvinnumanna, eða alls 35 menn. I viðgerðum og þjón- ustu: 2 menn á vakt (6 menn alls) auk 10 dagvinnumanna, eða alls 16 menn. Við stjórnun og i skrifstofu 9 menn, við sölu 8 menn. Fjöldi starfsmanna verður því alls 68 menn og launakjör sambærileg við Járnblendi- og álverksmiðju. Alls er eriknað með 5540 klst. rekstri á ári. Mengunarhætta er engin, enda gert ráð fyrir fullkomnum hreinsi- tækjum við verksmiðjuna. Markaður Innlendur markaður er talinn geta orðið 4000 til 5000 tonn á ári 1985 og fari vaxandi í 7500 tonn á næstu 15 árum. Reiknað er með að selja til Englands, Hollands og Þýskalands 6000 til 9000 tonn á ári. Þetta svarar til innan við 1/2% af einangrunarmarkaði Vestur Evrópu. Full afköst og sala næst á sjötta starfsári. Stofnkostnaður millj. kr. Byggingar og lóð............24,5 Ofn og önnur tæki frá Elkem 14,9 Tæki frá Jungers............53,3 Skrifst.-og þjón.bygging.....2,4 Annar kostnaður.............11,0 Samtals...................106,1 Reiknað er með eftirgjöf á tollum og söluskatti í stofnkostnaði. Vextir á byggingartíma eru meðtaldir 3% á föstu verðlagi. Verðlag miðast við 1. janúar 1981. Rekstrarkostnaður 14400 tonna ársframleiðsla. millj. kr. Hráefni...........................................3,3 Orkukostnaður.....................................8,3 Umbúðir o.fl......................................5,2 Viðhald, rafskaut, ofnfóðringar o.fl..............1,5 Skrifstofuhald, ferðakostnaður o.fl...............1,2 Sölukostnaður, auglýsingar o.fl...................4,2 Launakostnaður og tryggingar......................9,2 Opinber gjöld og skattar..........................6,0 Vextir............................................1,5 Afskriftir.......................................11,0 Samtals kr......................................51,5 Arðsemi Niðurstöður arðsemisútreikn- inga sýna að raunvextir af heild- arfjárfestingu fyrir skatta verði 9,5% í stað 60% verðbólgu. Drag- ist sala á erlendum mörkuðum saman um 50%, þ.e. úr 8000 tonnum á ári í 4000 tonn, lækka raunvextirnir í 4%. Lækki söluverð á útflutnings- framleiðslunni um 20% frá því sem áætlað hefur verið, lækka raunvextir af heildarfjárfestingu fyrir skatta í 5%. Sölutekjur á 6. starfsári eru áætlaðar kr. 56,6 millj. Samanburður við Sauðárkrók Niðurstaða meirihluta steinull- arnefndar er sú, að rekstursafkoma steinullarverksmiðju í Þor- lákshöfn verði sem nemur 2,7% af söluverðmæti betri en á Sauðár- króki. Fulltrúi Jarðefnaiðnaðar h.f. í nefndinni telur þennan mun verulega meiri eða allt að 10% í stað 2,7%. Hér munar mest um flutnings- kostnað afurða frá verksmiðju. Meirihlutinn taldi eðlilegt að reikna alfarið með „tilboði" Skipaútgerðar ríkisins þrátt fyrir marga fyrirvara m.a. um að Skipaútgerðin fái að kaupa 3 ný skip. „Tilboð“ útgerðarinnar i steinullarflutninga frá Sauðárkróki til Reykjavíkur er að mati JEI aðeins 25% af gildandi töxtum hennar. Auk þess skal flytja tóma steinullargáma til Sauðárkrkóks frá Reykjavík án endurgjalds. Flutningsgjald frá Sauðárkróki til annarra hafna er 25% hærra. Frá Þorlákshöfn til hafna utan Reykjavíkur er hinsvegar boðið flutn- ingsgjald sem er 117% hærra en frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Þetta tilboð verður að teljast óraun- hæft og frekleg íhlutun í staðar- valsákvörðun steinullarverk- smiðju. Fulltrúi JEI í steinullarnefnd er einnig ósammála um aðra kostnaðarliði. Má þar nefna: a) kostnaður við flutning á basaltsandi er vanmetinn á Sauð- árkróki. b) notkun á skeljasandi er talin verulega meiri en á Sauðárkróki en um þetta atriði stangast niður- stöður prófana á. c) flutningskostnaður inn- fluttra aðfanga er talinn sá sami í Þorlákshöfn og á Sauðárkróki. I reynd mun hér muna umtals- verðum upphæðum. d) ferðalög og nauðsynleg þjón- usta frá Reykjavík verður veru- lega kostnaðarsamari á Sauðár- króki, en með því er ekki reiknað. e) vaxtakostnaður af auknu birgðahaldi hráefna á Sauðárkróki er líklega verulega vanmetinn. f) áhrif hafisára á rekstraraf- komu verksmiðju á Sauðárkróki er ekki reynt að meta, en gætu orðið veruleg. Lítil verksmiðja Steinullarfélagið hf. á Sauð- árkróki óskaði eftir að nefndin tæki til athugunar litla verksmiðju frá franska fyrirtækinu St. Go- bain (7500 tonna ársafköst). Beiðni þessi barst nefndinni um það bil er húnb var að ljúka störfum. Er til átti að taka voru upplýsingar um tæki, tækni og framleiðlsu þessa franska fyrir- tækis mjög af skornum skammti. Engin skrifleg gögn voru afhent nefndinni og fulltrúi JEI fékk ekki tækifæri til að ræða við fulltrúa St. Gobain er hingað kom á vegum Steinullarfélagsins hf. Eðlilegast hefði verið að hafna þessari beiðni Steinullarfélagsins hf. vegna skorts á gögnum og upplýsingum. Svo var þó ekki gert heldur reynt að geta í eyður og byggja á munnlegum upplýs- ingum frá St. Gobain. Niðurstöður nefndarinnar urðu í megindráttum þær, að þessi kostur væri verulega síðri en 14-15000 tonn verksmiðja, enda bentu fyri athuganir nefndarinnar eindregið einnig til þess. Virðist jafnvel að stærri verk- smiðja rekin á hálfum afköstum sé ekki síðri kostur en þessi. Upplýsingar, sem JEI hefur aflað sér frá erlendum sérfræð- ingum um þessa fyrirhuguðu framleiðslu St. Gobain eru nei- kvæðar um ýms meginatriði fram- kvæmdarinnar. Það er því skoðun Jei að þessi kostur komi alls ekki til álita. Hluthafafundur Jarðefna- iðnaðar hf. haldinn að Sel- fossi, þann 29. mars s.l., sam- þykkti eftirfarandi: 1. Nú þegar hefjist almenn söfnun hlutafjár meðal allra einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga á Suð- urlandi, til að reisa og reka stein- ullarverksmiðju í Þorlákshöfn með 14-15 þúsund tonna fram- leiðslugetu. Jafnhliða verði leitað hlutafjár- loforða utan félagssvæðisins hjá áhugaaðilum, einstaklingum og fyrirtækjum og þá sérstaklega þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta í tengslum við rekstur vænt- anlegrar verksmiðju. Stefnt skal að þvi marki, að svo mikið hlutafé safnist, að ekki þurfi að koma til meðeign hins opinbera eða erlendra fyrirtækja. 2. Stjórn Jarðefnaiðnaðar h.f. er falin forusta um söfnun hlutafjár, en þeirri áskorun er beint til Samtaka Sunnlenskra sveitarfé- laga að standa fast við hlið Jarð- efnaiðnaðar h.f. um hlutafjársöfn- un með beinni þátttöku og skipu- lagningu forystumanna í öllum sveitarfélögum Suðurlands. Þá beinir fundurinn tilmælum til allra annarra félaga og samtaka á Suðurlandi, að leggja fram að- stoð við söfnun hlutafjár. 3. Stjórn Jarðefnaiðnaðar hf. er falið að halda áfram að fullum krafti öllum undirbúningi, þar • sem frá var horfið þegar málið komst í biðstöðu hjá steinullar- staðarvalsnefndinni, sem skipuð var af iðnaðarráðuneytinu fyrir ári. Tekur þessi undirbúningur til framhalds tækniathugunar, samn- ingagerðar við tækjaseljendur, lánsfjárathugunar og ekki síst endurupptöku markaðsmála er- lendis og öflun enn fleiri mark- aðssambanda. 4. Stjórn Jarðefnaiðnaðar h.f. er falið að vinna að því ásamt þing- mönnum kjördæmisins að sett verði nauðsynleg lög á Alþingi því er nú situr, til þess að fram- kvæmdir við byggingu steinullar- l verksmiðju í Þorlákshöfn geti hafist sem fyrst. Frá Þorlákshöfn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.