Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.1981, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.1981, Síða 1
FRETTIR VIKUBLAÐ 8. árgangur Vestmannaeyjum 22. apríl 1981 17. tölublað Sumardagurmn fyrstí HARPA heitir fyrsti mán- uður sumarsins. Nafnið virð- ist ekki mjög gamalt og fmnst ekki á bók fyrr en á 17. öld. Merking þess er einnig óviss. I Snorra-Eddu er mánuður þessi kallaður GAUKMÁN- UÐUR og SÁÐTÍÐ. Sum- ardagurinn fyrsti er fimmtu- daginn á tímabilinu 19. - 25. apríl. I gamla stíl var hann 9. til 15. apríl. Mjög reið á því fyrir allan landslýð, að vorið og sumar- ið yrði gott. Því reyndu menn mikið til að spá fyrir sumr- inu. Var þá ekki síst tekið mark á komu og hátterni farfugla, einkum lóunnar og hrossagauksins. Menn voru nokkuð sammála um, að öll vorhret væru úti, þegar spó- inn heyrðist langvella: Uti vetrar þá er þraut þegar spóinn vellar graut Varðandi hrossagaukinn, tók menn mark á því, í hvaða átt hann heyrðist fyrst hneggja. Gott var yfirleitt, að hneggið kæmi úr austri og suðri, en verra úr vestri og norðri: í austri auðsgaukur suðri sælsgaukur vestri vesælsgaukur norðri nágaukur. Einkennilega voru skiptar skoðanir um lóuna eftir lands- hlutum. Á Suður og Vest- urlandi þótti það almennt boða hart vor, ef lóan kom snemma, en á Norður- og Austurlandi var hún hinn mesti aufúsugestur því fyrr sem hún kom. Það er kannski tilvljun, að alþekktar vorvísur tveggja skálda koma alveg heim við þessa skiptingu. Jón Thor- oddsen af Vesturlandi segir: Vorið er komið og grundirnar gróa gilin og lækirnir fossa af brún syngur í runni og SENN kernur lóa, þ.e.a.s. lóan kemur ekki fyrr en eftir að veðráttan er orðin góð. Páll Olafsson af Aust- urlandi segir hinsvegar: Lóan er komin að kveða burt snjóinn Sumargjafír voru all sér- stæðar fyrir Island. Þær virð- ast jafnvel eldri siður meðal almennings en jólagjafír. Elsta dæmi um þær er frá 1545, þegar Gissur biskup Einars- sonm færir heimilisfólki í Skálholti „sumargáfur11. En um miðja 19. öld sýnist þetta vera almennur siður, a.m.k. á Norður og Austurlandi. Oftast voru gjafímarheima- unnir hlutir, en til var, að farið væri í kaupstað í þessu skyni. Sérstök tegund gjafa var svonefndur „sumardags- hlutur“ á Suðvesturlandi og í Vestmannaeyjum, þar sem vertíð stóð þá yfir. Þá færðu sjómenn konum sínum það sem þeir öfluðu í róðri á sumardaginn fyrsta og máttu þær hagnýta aflann til einka- þarfga, en ekki beint til heim- ilisins. Það tíðkast enn hér í Eyjum að eiginkonur sjómanna fá sumardagsaflann. Verði afla- brögðin, eins og verið hafa að undanförnu, má búast við að sjómannakonur í Vestmanna- eyjum beri ekki skarðan hlut frá borði. HEIMILDIR: Saga daganna, eftir Arna Björnsson, þjóðháttafræðing. Bílvelta Herjólfur í slipp N.k. sunnudagskvöld, þ.e. eftir sunnudagsferð í Þorláks- höfnina fer Herjólfur í slipp í Reykjavík og verður þar. N.k. sunnudag, eftir að Herjólfur hefur farið til Þor- lákshafnar í áætlunarferð og til Vestmannaeyja aftur, fer skipið héðan kl. 24.00, kemur við í Þorlákshöfn og fer þaðan til Reykjavíkur. Skipið kemur aftur inn í áætlun 1. maí. Miklar annir hafa verið hjá Herjólfí í fólks- bíla- og vöru- flutningum um páskana. Um 400 manns hafa verið í hverri ferð, fram og til baka um páskana, enda var hér mikill fjöldi fólks um hátíðina og mörg gömul andlit sáust hér í bænum. Aðfaranótt skírdags valt blæjujeppi á veginum, sem liggur frá Höfðavegi niður að Foldahrauni. Reyndist beygjan svo kröpp, að engum togum skipti að jeppinn valt með þeim afíeiðingum að fjögur ungmenni slös- uðust, sum mjög alvarlega. Þessa mynd tók Sigurgeir Jónasson stuttu eftir að jeppinn valt og má sjá, að mildi er að engin skyldi týna lífí, enda var einungis blæjuhús á jeppanum. Til fermingargjafa: Mjög ódýr og vönduð tölvuúr. - Tölvur - Braun hárburstar - Morgunhanar - Myndavél- ar - Lampar - Styttur - Kassettutæki - Rakvélar - og margt margt fleira. Gjörið svo vel að líta inn. Raft æk j aver slunin KJARNI sf

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.