Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.05.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.05.1981, Blaðsíða 2
í FRÉTTIR ) P Útgefandi. Eyjaprent h.f. - Ábm.: Guðlaugur Sigurðsson. Tölvu- ^ setning og offset: Eyjaprent h.f. Upplag: 2000 stk. vikulega. Stórgjaflr til byggingar VVV A fundi framkvæmda- stjórnar Verndaðs vinnustað- ar í Vestmannaeyjum s.l. sunnudag voru eftirtalin kjörin í Fjármála- og fjár- öflunarnefnd: Jóhann Frið- fmnsson, Einar V. Bjarna- son, Gunnlaug Einarsdóttir, Jóhann Olafsson og Guðjón Olafsson. Eftirtaldar peningagjafír hafa borist í vikunni: Agóði af merkjasölu 1. maí krónur 4.076,60. Ágóði af kaffisölu í Alþýðuhúsinu og gjafir kr. 7.900,10. Ágóði af lokafagn-1 aði starfsfólks ísfélags Ve. í Samkomuhúsinu kr. 5.551,50. Um leið og þakkað er fyrir þessar höfðinglegu gjafir ber| sérstaklega að færa Hermanni Jónssyni, hraunbúðum þakk- ir, en hann afhenti kr. 1000 til eflingar málefninu, sem hlot- ið hefur mikinn meðbyr bæj- arbúa og er það hvatning til okkar, sem fyrir það störfum. Vm., 6. maí 1981 f.h. fjáröflunarnefndar VVV, Jóhann Friðfínnsson. Vestmanneyingar, takið eftir Blómabíll frá Blómaborg, Hveragerði, verður staðsettur við Bárustíg fimmtudag (í dag) kl. 18-22 og föstudag (á morgun) kl. 09-21. Á boðstólum verður vandað og fjölbreytt úrval af pottaplöntum og blómstrandi pottaplöntum. Einn- ig úrval af nýafskornum blómum fyrir loka- daginn. BLÓMABORG, sími 99-4225 Nemendatónleikar Nemendatónleikar og skólaslit Tónlistarskólans verða á laugardaginn 9. maí kl. 16.00 í Bæjar- leikhúsinu. - Allir velkomnir. Skólastjóri. ORÐSENDING til viðskiptabáta og togara frá frystihúsunum í Vest- mannaeyjum Vegna sumarleyfa í frystihúsunum 3. ágúst til 23. ágúst n.k. verður ekki tekið á móti hráefni til vinnslu frá síðasta löndunardegi fyrir Þjóðhátíð til 23. ágúst 1981. Fyrsti löndunardagur eftir sumarleyfi verður mánudagur 24. ágúst 1981. Vestmannaeyjum, 2. maí 1981. Fiskiðjan h.f. Isfélag Vestmannaeyja h.f. Vinnslustöðin h.f. flLKYNNING um aðstöðugjald í Vestm.eyjum ‘81 Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ákveðið að leggja á aðstöðugjald í Vestmannaeyjum árið 1981, skv. V. kafla laga nr. 73/1981 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962. Skv. ákvörðun bæjarstjórnar verður gjaldstigi sem hér segir: 1. Af rekstri fiskiskipa og flugvéla ...................0,33% 2. Af fiskiðnaði og rekstri verslunarskipa..............0,65% 3. Af öllum öðrum iðnrekstri............................1,00% 4. Af öðrum atvinnurekstri .............................1,30% Skv. ákvörðun bæjarstjórnar eru mjólkurvörur undanþegnar úr aðstöðugjalds- stofni matvöruverslana, þ.e. vörur frá Osta- og smjörsölunni og Mjólkursam- sölunni, þó ekki ávaxtadrykkir og ís. Aðstöðugjaldsskyldir aðilar skulu skila skattstjóra sérstakri greinargerð um aðstöðu- gjaldsskyldan rekstrarkostnað í því formi sem ríkisskattstjóri hefur ákveðið. Greinargerð þessari skal skila með sakttframtali framtalsskyldra aðila samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignaskatt, en þeir, sem undanþegnir eru þeirri framtalsskyldu skulu skila umræddri greinargerð ásamt ársreikningi til skattstjóra eigi síðar en 31. maí n.k. Aðstöðugjaldsskyldir aðilar sem eigi skila nefndri greinargerð geta sætt áætlun aðstöðugjaldsins. Vestmannaeyjum 29. apríl 1981. Skattstjóri. Sumarleyfi í ágúst Oft hefur komið til um- ræðu hjá frystihúsunum í Eyjum að hafa samræmd sumarleyfi starfsfólks í ágúst að lokinni Þjóðhátíð. Nú hafa húsin ákveðið sumarleyfi á tímabilinu 3. ágúst til 23. ágúst n.k., þ.e. í þrjár vikur. Vegna sumarleyfanna verð- ur ekki tekið á móti hráefni til vinnslu í frystihúsunum frá síðasta löndunardegi fyrir Þjóðhátíð til 23. ágúst n.k. Fyrsti löndunardagur eftir sumarleyfi verður mánudag- ur 24. ágúst. Þrátt fyrir að ekki verði tekið á móti hráefni til vinnslu í 4 vikur og starfsfólk fari í almennt í frí, verður húsun- um ekki alveg lokað, því reikna má með að nokkrir starfsmenn geti ekki tekið frí á þessum tíma, þá verða afskipanir ofl. á tímabilinu. Segja má að ágústmánuður sé að verða allsherjar sum- arleyfismánuður hér í Eyjum og miðar fólk sumarleyfi sín almennt við að fara í frí í þjóðhátíðarvikunni eða næstu viku á eftir. Reikna má með að út- gerðarmenn noti tímann til að útbúa báta sína fyrir síldar- vertíðina og togararnir munu flestir fara í slipp meðan á stoppinu stendur. Forráðamönnum Verka- lýðsfélaga, Utvegsbænda og bæjarins hefur verið gerð grein fyrir ákvörðun hús- anna um sumarleyfin og hafa þessir aðilar tekið ákvörð- uninni með skilningi. Fréttatilkynning frá frysti- húsunum í Vestmannaeyjum. VERÐLÆKKUN! SYKUR 2 KG. áður kr. 15.90 nú kr. 13.30 HOLAGOTU 28

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.