Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.05.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.05.1981, Blaðsíða 4
Aldeilis frábært Leikíelag Vestmannaeyja sýnir nú leíkritið Fyrsta öng- stræti til hægri. Ég brá mér á sýningu í fyrrakvöld til að sjá þetta umtalaða leikrit og fór með því hugarfari að búa mig undir það, að verða fyrir vonbrigðum, eins og svo oft skeður þegar maður sér leíkrit eða t.d. bíómynd, sem hefur verið mikið umtöluð og aílir óskapast af hrifningu. Sú varð ekki raunin. Lá beinna við að vonbrigði hlyt- ust af því að verða ekki fyrir vonbrigðum. Allt um það. Túlkun LV á einum mesta skaðvaldi þjóð- arinnar, Bakkusi, var stór- kostleg í alla staði. Leikritinu var skipt upp í marga stutta þætti, annarsvégar með, tali tónum og látbragði og hins- vegar einungis með látbragði og sérdeilis skemmtilegum leikhljóðum. Persónurnar í leikritið eru sóttar í raunveruleikann, þar ræður Bakkus ríkjum og allt snýst um þetta gamla vanda- mál, sem nú er nefnt alkó- hólismi. Maður hefur oft heyrt talað um að þessi og hinn sé svo og svo illa farinn í brennivíni, pillum og alls- kyns óþverra. Leikarar LV fara þarna á kostum, og fyll- eríslátbragð Hörpu og Eddu býsna gott, svo ekki sé talað um rónann, sem leikinn er af Sigurgeiri Scheving, ógeðs- legur útlits, svo skítugur að við liggur að maður finni lyktina út í salinn. Það er ótrúlegt hve hægt er að líkja eftir íslensku samfé- lagi þarna á sviðinu í Bæjar- leikhúsinu. „Stælarnir" í gæjunum og stelpunum eftir ballið. Ömurleiki strætisins í sinni verstu mynd. Það er kannski ekki að ófyrirsynju að búið er að koma upp heimili í Rvík, fyrir þá, sem hvergi geta höfði sínu hallað, vegna afskipta sinna af vímugjöfum og í framhaldi hverskyns af- brotum. Hefur þú séð öngstrætin, sem eru allt í kringum okkur. Ef ekki, farðu þá og sjáðu leikritið hjá Leikfélagi Vest- mannaeyja. Ég er viss um, að reyndustu atvinnuleikarar færu ekki betur með hlut- verkin sem þarna eru túlkuð. Þótt eymd reunveruleikans sé þarna dregin fram, er þó léttleiki og kímni, sem fylgir með í þessu leikriti. Er ekki lífið svona sveiflukennt í raun og veru. Dapurleiki annan daginn (þegar ekkert vín er til?) og glaðværð hinn daginn (þegar nóg er til). Eða bara Framhald á bls. 3 BÍÓ Fimmtudagur Klukkan 8: VÉLMENNIÐ Aflaskýrsla 7. maí i98i NETABATAR: Síðasta löndun Heildarafli Þórunn Sveinsdóttir............28.280 1463.840 Suðurey ......................11.370 1392.415 Glófaxi........................6.140 1225.630 Álsey.........................16.620 1182.310 Valdimar Sveinsson .............6.240 1182.110 Gjafar........................10.850 1095.450 Gandí.........................7.640 1007.660 Bjarnarey.....................14.040 993.895 Bylgja........................23.300 937.155 Katrín........................15.980 898.990 Kap II .......................18.545 879.665 Ófeigur III.....................5.720 869.250 Gullborg......................12.670 867.330 Ölduljón......................32.940 877.765 Árni í Görðum .................7.460 846.090 Danski Pétur..................13.900 845.070 Frár...........................5.320 801.905 Kópur.........................9.440 717.080 Sæbjörg ......................16.520 713.280 ísleifur........................1.980 634.865 Andavari......................17.830 583.292 Kristbjörg.....................11.255 520.875 Heimaey......................16.960 434.535 Árntýr.........................2.150 406.010 Jökull ........................17.160 379.805 Helga Jó.......................6.950 178.265 TROLLBÁTAR: Freyja........................10.490 818.415 Björg.........................39.390 556.279 Baldur.........................2.155 432.975 Haförn ........................2.470 284.820 Sæfaxi.........................1.730 280.940 Sjöfn..........................2.560 234.890 Júlía ..........................7.245 211.466 Hafliði.........................1.660 158.435 Erlingur.......................1.545 154.715 LÍNA: Emma.........................6.340 125.000 Þessar aflatölur eru fengnar á vigtunum í morgun. Ekki eru allar landanir miðaðar við daginn í gær, heldur er tekin síðasta löndun og svo heildarafli bátanna. Klukkan 10: EXORCIST II. Bönnuð innan 14 ára. Föstudagur: Hljómsveitin QMEN 7 í nýja sal kl. 9-2. Aldurstakmark 18 ára. Snyrtilegur klæðnaður. VIDEOTÆKI. Einkasamkvæmi í bíósaL Laugardagur: Diskótekið ÞORGERÐUR í nýja sal kl. 9-2 Aldurstakmark 20 ára. Hljómsveitin RADÍUS í bíósal kl. 10-2

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.