Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.1981, Blaðsíða 1
r > FRETTIR ( ¦ VIKUBLAÐ " 8. árgangur Vestmannaeyjum 27. maí 1981 22. tbl > OTt^VTIK VESTMANNAEYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220 - 1318 Sögufélagið: Erindí um rannsóknir í Herjólfsdal Á fimmtudag, uppstigning- ardag, mun Margrét Hermanns- dóttir fornleifafræðingur flytja erindi á vegum Sögufélags Vestmannaeyja um fornleifa- rannsóknir í Herjólfsdal. Margrét hefur haft umsjón með þessum athugunum á fornminjunum inni í Dal s.l. nokkur sumur. Þessum rann- sóknum er nú að Ijúka og því forvitnilegt að heyra frá Margréti hvað út úr þeim hefur komið. Þegar hefur þó komið fram, að rústirnar eru mjög gamlar, jafn- vel eldri en landnám, og enn fremur vekur athygli að beitt hefur verið ýmsum nýjungum við þennan uppgröft. Margrét mun sýna myndir og teikningar með þessu erindi. Allir áhugamenn eru velkomnir á þennan fund Sögufélagsins, sem stofnað var í fyrravor. Fundurinn hefst kl. 16.30 (hálf -fimm) og verður íSafnahúsinu. Fréttatilkynning. „Saga daganna": Uppstigningardagur í bók Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings segir svo um uppstigningardag: „Fjörtíu dögum eftir upp- risuna steig Jesús upp til himna segir í Nýja testament- inu. Þetta gerðist pví eðlilega á fimmtudegi. í elstu ritum íslenskum heitir pessi stund ýmist uppstigningardagur, eða uppstigudagur. Ekki er vitað um neina veraldlega siði á íslandi í sambandi við þennan dag, þótt talsvert sétil um slíkt úti í Evrópu og sumt harla skond- ið. Varla er ástæða til að að nefna uppstigningardags- hretið, því að vorhretin voru svo mörg kennd við einstaka dag. En úti í Evrópu þóttust menn víða búast við þrumu, eða að minnsta kosti helli- dembu nákvæmlega á þeirri stundu, þegar Jesús setti gat á festinguna, sem regnið steyptist niður um einsog flóðgátt. Annað uppátæki, sem á að hafa tengsl við flug Krists til himna, er að borða sérstakt fuglakjöt á þessum degi. Fullyrtu menn.aðslíktværi Guði þóknanlegt. Loks hafa karlmenn sumstaðar í Þýsfca- landi búið sér til þann helgi- sið, að hella sig sætkennda þennan dag öðrum fremur og á það að standa í sam- bandi við helldembuna, sem áður var getið. Er þá dagur- inn kallaður herradagur. Lofsvert framtak Þessa dagana er verið að setja upp uppistöður fyrir gatnamerkingum á vegum bæjarins, og þar með bætt úr brýnni þörf. Gestkomandi hefurgengið illa að rata um nýja hluta bæjarins, en nú ætti að rofa til í þeim efnum, með þessu myndarlega framtaki bæjar- yfirvalda. Af eldri götum er það að segja, að margareru merktar uppá gamla móðinn, en bæta mætti þar úr og setja svip- aðar merkingar við þær eins og þær nýju. Einnig er verið að lagfæra gangstéttar bæjarins, en vandræðaástand var í þeim málum, eftir hitaveitufram- kvæmdimar, sem staðið hafa að undanförnu. Ekki hefur veðrið spillt fyrir útiveru undanfama daga. Gróður farinn „á fulla ferð", og bæjarbúar farnir að snyrta hibýli sin og lóðir. Óli Granz og Hjalli eru að sjálfsögðu í sumarskapi allt árið, og sigla Bravó sínum hring eftir hring í kringum eyjuna með túrista og heimamenn. Kjarnakjör! MÓTORORF NÝKOMIÐ: Flott Ijós og ódýr. Tré-borðlampar Tré-standlampar KJARNI sf Skólavegi 1 raftækjaverslun Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.