Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.1981, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.1981, Qupperneq 1
r > FRETTIR I ■ VIKUBLAÐ f ^^8. árgangur Vestmannaeyjum 12. júní 1981 23. tbl. iÁ J MALLORKA (WKwm VESTMANNAEYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220 - 1318 SJÓMANNADAGURINN Sjómenn hylla Sigmund fyrir störf hans í þeirra þágu Haldið verður upp á sjó- mannadaginn með hefðbundn- um hætti. Dansleikur verður í Alþýðuhúsinu á föstudag frá kl. 21-01, með hljómsv. RADÍUS en þeir leika þar líka á laugard. Hljómsveitin ASAR frá frá Reykjavík spilar í BÍOsal Samkomuhússins laugard. og sunnudag og diskótekið ÞOR- GERÐUR verður í Nýja sal bæði kvöldin og verður opið á milli. A laugardaginn verður kapp- róður, koddaslagur, reiptog og annað í þeim dúr, en þeir sem ætla að taka þátt í kappróðrinum eru beðnir að láta skrá sig í síðasta lagi á föstudaginn í Básum á Bása- skersbryggju. Miðasala hefst á laugardaginn í Básum og hafa skipstjórar forgangsaf- greiðslu fyrir skipshafnir sín- ar frá klukkan 17.00 til 18.30 en þá hefst almenn miða- afgreiðsla. Dansað verður svo eins og áður segir í báðum húsunum um kvöldið frá kl. 22.00 - 02.00. A sunnudaginn hefst dag- skráin kl. 13.00 og verður hátíðin þá sett af Hjalta Há- varðssyni og mun Lúðra- sveit Vestmannaeyja leika við þá athöfh. Skrúðganga verður síðan að Landakirkju en þar verður sjómannamessa og mun Kjartan Örn Sigurbjörnsson messa. Að lokinni messu í Landakirkju, verður athöfn við minnisvarðann, þar sem Sigmund Jóhannsson verður heiðraður fyrir starf sitt í þágu sjómanna. Sjómanna- dagsráð hefuf ákveðið að til- einka hátíðina Sigmund Jó- hannssyni fyrir gjöf hans til íslenskra sjómanna, en þeir stefna nú að því að koma uppfmningum hans í hvern bát á landinu. Ræðumaður verður Einar J. Gíslason. Klukkan 16.00 á Stakka- gerðistúninu verður skemmt- un þar sem fram koma nokk- rir af bestu skemmtikröftum landsins. Omar Ragnarsson verður með sérstaka dagskrá sérsamda fyrir sjómannadag- inn. Baldur Brjánsson töl'ra- maður sýnir listir sínar. Grétar Kjaltason eftirherma og Jóhann Hilmisson gaman- vísnasöngvari frá Sauðárkrók koma einnig fram. Verðlaunaafhending fyrir unnin afrek dagin áður og heiðrun aldraðra sjómanna fer einnig fram á stakka- gerðistúninu. Um kvöldið verður kvöld- skemmtun í Iþróttahöllinni og verða þar heiðraðir afla- kóngar, tískusýning, gaman- vísur og gamanmál, og margt fleira verður þar til skemmt- unar og eitthvað við allra hæfí.Kynnir verður Runólfur Gislason. Hátíðinni lýkur með balli í Samkomuhúsinu frá kl. 00.01 til kl. 04.00. m ► flP 1 “* jjg § O Gunnlaugur Stefán Gíslason: Sýnir í gallerí Landlyst Gunnlaugur Stefán Gísla- son myndlistamaður úr Hafn- arfírði opnar í kvöld sýn- ingu á vatnslitamyndum í gallerí Landlyst. Gunnlaug- ur Stefán kenndi í mynd- listaskólanum í Vestmanna- eyjum veturinn 1971 - ’72og er nú kennari við myndlista og handíðaskóla íslands. Vestmannæyingar eru hvatt- ir til þess að sjá sýningu Gunnlaugs, en myndir hans hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Sýningin verður opin í kvöld og á morgun föstudag frá kl. 20.00 til 22.00 og laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 til 22.00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.