Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.1981, Blaðsíða 2
f FRÉTTIR ) ■ Útgefandi: Eyjaprent h.f. - Ábm.: Guðlaugur Sigurðsson. Tölvu- ^ setning og offsct: Eyjaprent h.f. Upplag: 2000 stk. vikulega. UMDEILT MAL: Vinabæ j arheimsóknir Fulltrúar bæjarstjórnar voru í síðustu viku í heim- sókn hjá vinabæ okkar í Finnlandi. Umræður hafa verið allnokkrar um til- högun þessara móta og framhald þeirra. Arnar Sigurmundsson lagði ný- lega fram í bæjarráði eft- irfarandi hugmyndir: Nú hafa verið haldin vina- bæjarmót í öllum 4 vina- bæjum Vestm. á Noröur- löndum á því kjörtímabili bæjarstjórnar sem líkur vorið 1982. Var byrjað í Vestm.- eyjum 1978 og tengdist vina- bæjarmótið hátíð A.S.Í. um manninn og hafíð. A kjörtímabili bæjarstjórn- ar frá ’74 - ’78 var farið í eina vinabæjarheimsókn til Borlange í Svíþjóð 1975. Ekkierkunn- ugt um vinabæjarheimsóknir bæjarstjórnar 1970 - 74, þó kann að vera að einhverjar hafí verið. Aftur á móti komu fulltrúar vinabæja í heimsókn á 50 ára afmæli bæjarins 1969. Af þessu má sjá að óvenju- mikið hefur verið um þessar heimsóknir á þessu kjörtíma- bili. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokkins telja að ekki sé hægt að bjóða til vinabæjar- móts í Vestmannaeyjum á næsta ári og kemur einkum tvennt til. I fyrsta lagi er ekki rétt að þessi bæjarstjórn sé að ákveða þetta fyrir næstu bæj- arstjórn þar sem ný bæjar- stjórn verður kosin í maí 1982. í öðru lagi er framhald vinabæjarheimsókna á hverju ári of kostnaðarsamt fyrir lítinn bæ eins og Vestmanna- eyjar, en hjá okkur er þessi! kostnaður mun dýrari vegna vegalengda. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins leggja áherslu á að með þessum hugmyndum er ekki verið að gera lítið úr slíkum heimsóknum. Ef bæjarfulltrúum þykír nauðsynlegt að slíta ekki þá keðju sem myndast hefur í heimsóknum frá 1978, og geta bent á eitthvað framhald og bjóða í vinabæjarheim- sókn til Eyja þá kemur upp í hugann að í fyrstu helgi í júlí 1983 eru liðin 10 ár síðan eldgosinu í Eyjum lauk. Að lokum endurtökum við þá skoðun okkar að ekki er rétt að halda vinabæjarmót í Vestm. eyjum sumarið 1982. Fh. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Arnar Sigurmundsson VANUR BÍLSTJÓRI j l Vanur bílstjóri með meirapróf óskast A á dráttarbifreið Herjólfs h.f. j « Upplýsingar veitir verkstjóri á vöru-■ afgreiðslu, í síma 1838. . ■4 HERJOLFUR H.F. j V erkamannabústaðir Stjórn verkamannabústaða samþykkti nýlega eftirfarandi varðandi nýjar íbúðir fyrir láglaunafólk: Samkvæmt 40. grein laga um Húsnæðisstofnun ríkisins ber stjórn verkamannabú- staða að láta fara fram könn- un fyrir nýjar íbúðir lág- launafólks. Stjómin samþykkti að hefja undirbúning að þessari könn- un með auglýsingu þar sem kynnt yrðu tekjumörk o.fl. Verði viðbrögð jákvæð, samþ. stjórnin að framkvæma ýtar- legri könnun og þá m.a. með hugsanlega lóð í huga bygg- ingarfyrirkomulag blokkir og raðhús eða einbýlishús. Enn- fremur að sækja um lán komi í ljós að þörf sé fyrir íbúðir. Miklar afskipanir Undanfarna daga hefur mikið verið um að vera við höfnina. Hafa frystiskip og saltfisktökuskip verið stanslaust á ferðinni. I morgun kom m/s Suðurland og lestar ca. 700 tonnum á Portúgal, en saltfiskurinn okkar þykir með fínustu réttum þar.. Saltfiskverkun hefur verið með mesta móti á vertíðinni í vetur og má reikna með að vertíðar- framleiðslan hafi verið um 6000 tonn alls.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.