Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.1981, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.1981, Blaðsíða 5
r Spjallað við Guðgeir Matt: Mynd segir meira en þúsund orð Sumarið 1979 hélt Guðgeir Matthíasson sína fyrstu og einu málverkasýningu til þessa. Sýndi hann 28 olíumálverk og seldi 20 af þeim. Mannmargt var á sýningunni eða 1200 manns og var henni 'vel tekið. Þar sem mikið hefur verið um allskonar sýningar uppá síðkastið, litum við inn hjá Guðgeir og spurðum hann hvort sýning væri á næsta leiti: Ja, ég ætla að halda sýningu á sama tíma að ári og er að vinna í nokkrum mynd- um núna, m.a. er ég nýbúinn með eina fantasíu sem ég kalla „Löngumessa”. Myndin skýrir sig sjálf, enda segir máltækið: Mynd segir meira en þúsund orð. A sýningunni 1979 voru aðalmótívin, hús, farin undir hraun og hin ýmsu svipbrigði bæjarins, ertu hættur að mála slíkt? Já ég er aðallega í landslagsmyndum núna auk þess sem ég er að byrja að mála fantasíur. Ég tel mig vera að gera merkilegri hluti núna. Myndirnar eru alþýðu- legri og hluti af þeim stil sem ég er að reyna að skapa mér. Nú reyni ég meira að sýna lífsbaráttuna og fólkið til forna sem skapaði auðinn er við erfum. Fantasíurnar gefa mér meiri breidd og ég get sagt meira með þeim. Ertu með margarfullunnar myndir? Myndirnar mínar eru aldrei búnar! Ég er að breyta þeim og lagfæra þá galla sem ég sé í myndum alltaféðru hvoru. Mikilnramför hefur orðið á myndum Guðgeirs og verður forvitnilegt fyrir Vestmanna- eyinga að sjá næstu sýningu en hér fylgir með smá sýnis- horn af því sem hann hefur verið að tást við. „Löngunjessu”. Umboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 Hefur þú athugað okkar verð ÞAÐ ERUANÆGÐAR STELPUR SEM VERSLA HjfÓLIN HJÁ KJARNA r •« TOKUM UPP A FOSTUDAG URVAL AF REIÐHJÓLUM Eigum á hjólið: Bílafælur, takkalása, slöngulása, glitaugu, ventla, slöngur, bjöllur og margt fleira. # Sendum sjómönnum bestu kveðjur á sjómannadaginri'. KJARNI sf raftækjaverslun Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.