Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1981, Blaðsíða 1
r y FRETTIR ( ¦ VIKUBLAÐ f 8. árgangur Vestmannaeyjum 18. júní 1981 24. tbl > MALLORKA LAUS SÆTI 14. JÚLÍ OTKXVTI* VESTMANNAÉYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220- 1318 Sigmund heiðraður *i*a^j^?raa^*mr a fornleyfum 1 Herjollsdal. Á sjómannadaginn sl. var Sigmund Jóhannsson skop- teiknari með meiru, sæmdur æðstu medalíu er sjómanna- dagsráð getur veitt, fyrir störf sín í þágu sjómanna. Sigmund er vel að þessari viðurkenningu kominn og er öruggt að aldrei verður full- þakkað fyrir björgunartæki þau er hann hannaði. Mannslífin sem þau eiga eftir að bjarga verða aldrei metin til fjár. Nú er í ráði að senda tæki þau er Sigmund teiknaði, í hringferð um landið og kynna þau, en sjómannadagsráð hefur gert það að baráttumáli sínu að þessi tæki verði sett í alla báta og skip Eyjaflotans innan árs. Bæjarstjómarfimdur í dag Almennur fundur í bæjar- stjórn verður haldinn í dag og hefst hann kl. 16.00 í Sam- komuhúsinu. Á dagskrá fundarins verða meðal annars kosning forseta 1. og 2. varaforseta og tveggja ritara bæjarstjórnar. Einnig verður kosið í bæjar- ráð, fulltrúa bæjarstjórnar í stjórn Herjólfs h.f. og hinar Ymsu nefndir til eins árs. Reikningar bæjarsjóðs og stofnana hans verða einnig til umræðu á fundinum. Fundurinn hefst eins og áður segir kl. 16.00 og er öllum opinn. KAMMERTONLEIKAR í LANDAKIRKJU N.K. ÞRIÐJUDAG Þýska kammerhljómsveitin Ensemble Pro Musica Sacra frá borginni Lendau, heldur hér tónleika í Landakirkju næstkomandi þriðjudag kl. 20.30. Hljómsveitin er hluti af stórri hljómsveit við aðal- kirkju Lútherstrúarmanna í Lendau, sem flytur árlega stórverk í kirkjunni í Lendau, eftir ýmsa meistara kirkju- legrar tónlistar. Hljómsveitin kemur hér á eigin vegum, en meðlimir hennar höfðu mikinn áhuga á að kynnast landi og þjóð, og flytja verk sín hér. Á efnisskrá hljómsveitar- innar eru bæði kirkju- og veraldleg verk eftir hina eldri höfunda, þ.á.m. Handel og Bach. I hljómsveitinni eru átta manns með einleikurum en þeir eru: Eva Amsler flautu- leikari og Orthulf Trunner organisti, en hann er organ- isti við Háteigskirkju. Forstöðumaður eða stjórnandi hljómsveitarinnar er Wilfrid Bergman organisti við aðal- kirkjuna í Lendau. Kammersveitin hefur þegar haldið fimm tónleika víðs vegar um landið óg verða tónleikarnir í Landakirkju þeir næstsíðustu en lokatónleikar verða í Skálholti. Margrét Hermannsdóttir, fornleyfafræðingur sem séð hefur um fornleyfarannsóknir í Herjólfsdal sl. ár, hefur nú fengið styrk frá Þjóðhátíðar- sjóði til áframhaldandi rann- sókna á fornleyfunum í Herjólfs- dal. Styrkurinn er að upphæð krónur 50.000. Þessu til við- bótar koma 20.000 krónur frá Bæjarsjóði 1981. Reiknað er með að verkið hefjist í lok júní og verði verkinu lokið á ca. fimm vikum. 17. júní 17. júní hátíðarhöldin í gær voru með svipuðu sniði og síðustu ár. Ganga var og ýmis skemmtiatriði á Báru- götunni þar sem Radíus spilaði á barnaballi um daginn. Skemmtiatriði voru á Stakkó m.a. sýndu strákarnir á myndinni hér til hliðar skallatækni. Um kvöldið lék svo hljómsveitin Radíus á unglingaballi til 11 en þá byrjaði diskótek í Samkomuhúsinu. Frekar lítil ölvun var og fámennt á skemmt- ununum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.