Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 4
BÍÓ Fimmtudagur 25. Klukkan 8: CABO BLANCO Klukkan 10: BLÓÐUG NÓTT Blóðug nótt Bönnuð innan 16 ára. Föstudagur 26.6. BÍÓSALUR: ÞÓRSKABARETT og GALDRAKARLAR NÝI SALUR: DISKÓTEKIÐ ÞORGERÐUR frá kl. 9-2 Laugardagur 27.6. BIÓSALUR: LOKAÐ NÝI SALUR: DISKÓTEKIÐ ÞORGERÐUR sér um fjörið frá kl. 9-2. ATH: Snyrtilegan klæðnað! n Þjóðhátíðarfundur Týs Þjóðhátíðarfundur Týs verður haldinn í íþrótta- miðstöðinni í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00. ^ Knattspyrnufélagið Týn^ f r f Norðurlandameistarmót Landakirkja: Sunnudagur 28. júní er messa klukkan 11 f.h. Sumarleyfi sóknarprests verður frá 29.Ó.-5.8. Á meðan mun séra Ingólfur Guð- mundsson þjóna. Hann verð- ur til heimilis að Hólagötu 42, niðri, sími 1607. Sóknarprestur. Norðurlandameistaramót í sundi verður haldið hér í Eyjum um næstu helgi. Þetta er fyrsta Norðurlandameist- aramót fatlaðra í sundi, sem haldið er hér á landi. Keppendur verða 70 að tölu, frá öllum Norðurlönd- unum nema Finnlandi, en þeir sáu sér ekki fært að senda keppendur hingað vegna kostnaðar. Keppendafjöldi skiptist þannig á milli land- anna, frá Færeyjum koma 6, Danmörku 14, Noregi 14, Svíþjóð 21 og frá íslandi 15. Mótið hefst kl. 9.15 á laug- ardagsmorguninn, með því aðySigurður Magnússon, for- maður Iþróttasamands fatl- aðra, setur mótið, en keppnin hefst síðan kl. 9.30. Keppninni verður skipt í tvennt á laugardeginum og verður lokið við 21 grein á fyrrihlutanum, en 24 greinar á þeim síðari. Kl. 14.00 verð- ur verðlaunaafhending fyrir fyrri greinarnar, en síðari hlutinn hefst kl. 14.30 og honum lýkur með verðlauna- afhendingu. Mótið hefst síðan aftur á sunudagsmorguninn klukkan 10.00. Þá verður keppt í 21 grein og verðlaun afhent að því loknum. Mótinu lýkur svo formlega með hófí í Sam- komuhúsinu kl. 20.00 um kvöldið, sem frystihúsin hér hafa sameiginlega boðið til. Jafnframt því sem keppt er um Norðurlandameistaratitla einstaklinga, verður þetta stigakeppni á milli þjóðanna og skiptir þar hvert sæti miklu máli. Meðal keppenda Umboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 eru heimsmethafar, Norður- landamethafar og íslands- methafar, og má búast við að eitthver met falli, jafnvel heimsmet. Fólk er því hvatt til að koma og fylgjast með mótinu, því þarna verður vafalaust oft um mjög spenn- andi keppni að ræða. Hinir erlendu keppendur munu koma til landsins seinnipart á morgun og til Eyja munu allir keppendur koma að kvöldi þess dags. Þeir gista í Gagnfræðaskól- anum á meðan dvöl þeirra stendur, en þeir fara héðan mánudaginn 29. júní. BÍLL TIL SÖLU Mazda 929 árgerð 1975, er til sölu. Gott lakk- Upplýsingar í Eyjaprenti, eða í síma 1210. Hljómtæki til sölu Lenco plötuspilari m/Shure pickup, Philips magnari 2x30W og 2 Radionette hátalarar. Allt þetta á aðeins kr. 3500. Til sýnis og sölu í Eyjaprenti Strandvegi 47, 2. hæð. | BETEL Samkomur: Sunnudaga kl. 16.30. Almenn samkoma með vitnis- burðum og söng. Fimmtudaga kl.20.30. Biblíulestur. ALLIR HJAR TANLEGA VELKOMNIR n I I I I I I I I I.II ITTTT1 ÍBÚÐ ÓSKAST! Ingvi J. Rafnsson, matreiðslu- sveinn á Skútanum, óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu strax. Upplýsingar gefur ofanritaður í sima 1420. BÍLL TIL SÖLU: DATSUN 1200 árgerð 1973 er til sölu. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 1942, eftir kl. 19.00. Gjafír til Sjálfsbjargar Olöf og Guðríður Krist- jánsdætur, Torfí Kristjáns- son, íris, Hrönn og Thelma Róbertsdætur, gáfu ágóða af hlutaveltu sinni kr. 72,50, til Sjálfsbjargar í Vm. Móttekið með þakklæti. Sjálfsbjörg Vestmannaeyjum. Jónsmessugleði Þórs á Breiðabakka S.l. föstudagskvöld hélt í- þróttafélagið Þór sína árlegu Jónsmessugleði á Breiða- bakka. Talsverður fjöldi fólks var á svæðinu þar um nóttina, en velflestir gestanna voru unglingar. Nokkur ölvun var á svæð- inu, en framkoma fólks að öðru leyti ágæt. Hljómsveitin Radíus lék fyrir dansi til klukkan um hálffjögur, en þá hafði ein- hver gestanna ,,tappað“ olí- unni af ljósavél þeirri, sem gaf hljómsveitinni rafmagn. Því varð að hætta að flytja músík, og þar með endir bundinn á Jónsmessugleði þessa árs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.