Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1981, Blaðsíða 1
r y FRETTIR I ■ VIKUBLAÐ f 8. árgangur Vestmannaeyjum 2. júlí 1981 26. tbi. J MALLORKA míxvtit VESTMANNAEYJAUMBCH): ENGILBERT GÍSLASCN KOSTAKJÖR SÍMI 2220 - 1318 Sjálfvirk beitningarvél um borð í Dala-Rafn Skipstjórinn á Dala-Rafni, Í>órÖur Rafn Sigurðsson og t*inn skips- manna hans taka hér bjóðin um borð, áður en lagt var í veiði- ferðina, sem nú stendur vflr. Fyrir nokkru var sett al- sjálfvirk beitningarvél um borð í Dala-Rafn VE. Vélin hefur þá kosti m.a. að hún sker niður beituna og beitir alsjálfvirkt, aðeins þarf að setja króka á línuna ef þá vantar, að öðru leyti sér vélin um beitninguna um borð. Dala-Rafn VE er nú að veiðum fyrir austan land og áætlað er að fylla bátinn af fiski, og jafnvel sigla með aflann. IBV í 8 liða úrslitin í gærkvöldi léku ÍBV og KA á Akureyri. Eftir mjög spennandi leik, var jafnt að venjulegum leiktíma loknum. Var þá framlengdur leikurinn og náði þá IBV yfirhöndinni og sigraði með 3 mörkum gegn 2. Mörk IBV skoruðu bræð- urnir Sigurlás og Kári sitt markið hvor og Jóhann Ge- orgsson skoraði sigurmarkið í framlengingu. Nóg hefur verið að gera við malbikun undanfarið, Hólagatan og Brimhóla- brautin hafa þegar verið malbikaðar, og nú cr verið að lagfæra skcmmdar götur og þar sem hitavcitan hefur þurft að grafa sig í gegn. Kynningardagur HSV Ákveðið hefur verið að hafa 3. júlí 1981 kynningardag Hjálparsveitar skáta í Vest- mannaeyjum. Sýndur verður búnaður sveitarinnar og einnig nokkur atriði viðvíkjandi slasaðra manna við erfiðar aðstæður. Á staðnum verða seld merki Hjálparsveitarinnar og 'kökur verða seldar úr tjaldi við göngugötuna kl. 15.00 til kl. 17.00 og við Tangann frá kl. 17.00 til 18.00. Tilgangurinn með þessum degi er að kynna bæjarbúum starfsemi sveitarinnar og þann útbúnað, sem sveitin á í dag, til að sinna þeim verk- efnum sem sveitin þarf að fást við hverju sinni. Það hefur ávallt verið stefna sveitarinnar að eiga sem bestan útbúnað og fjöl- breyttan. En betur má ef duga skal, því hvefur sveitin ákveðið að leita til bæjarbúa og vonumst við eftir að þeir kaupi af sveitinni merki og kökur um leið og þeir skoða útbúnað sveitarinnar. Við vonumst eftir því að sjá sem flesta á framangreindum tíma og að þeir verði nokkru fróðari um starfsemi sveit- arinnar. HJÁLPARSVEIT SKÁTA VM. STRÁKAR - STELPUR! STRÁKAR - STELPUR! VORUM AÐ FÁ HIN FRÁBÆRU VESTURÞÝSKU KALKOFF REIÐHJÓL Á GÓÐU VERÐI! KJARNI sf raftækjaverslun Skólavegi 1 - Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.