Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1981, Blaðsíða 1
r > FRETTIR I I VIKUBLAÐ T r 8. árgangur Vestmannaeyjum 9. júlí 1981 27. tölublað ^ J Hver réði litnum? Á fundi safnanefndar þann 22. júní s.l. var eftiriarandi bókað: Safnanefnd harm- ar, að hafa ekki verið höfð með í ráðum um val lita á safnahúsið, enda heyra þær þrjár stofnanir, sem til húsa eru í Safnahús- inu undir nefndina. Sem ljóst má vera, er húsið nú dökkrautt að lit, og hafa spurningar vaknað meðal bæjarbúa, hver réði litavali á Safnahúsið. Fréttir höfðu samband við Viðar Má Aðalsteinsson hjá tæknideild bæjarins og upp- lýsti hann að litaval á Safna- húsið hefði alfarið verið í höndum Carmens Cornail, þess, sem teiknað hefði mið- bæjarskiplagið, frá Bárugötu Rækja í höfninni í fyrradag varð vart við vaðandi krabbafisk í höfn- inni, og mátti sjá kvikindin stökkva upp úr sjónum. Var um talsvert magn að ræða. Friðrik Jesson á Náttúru- gripasafninu tók þegar sýnis- horn af krabbafiski þessum og setti í búr hjá sér og hefur hann reynt að fóðra hann. Nokkrir þeirra dóu strax fyrstu nóttina. Friðrik hefur nú leitað af sér allan grun um hverrar tegundar þessi fiskur var og reyndist hann vera svokölluð svifrækja. Svifrækja þessi hrygnir í mars og apríl og kemur þá upp á yfirborðið og ferðast um í yfirborði sjávar þar til í september er hún fer Mikil sala í myndsegul- böndum Fréttir höfðu samband við nokkrar verslanir hér í bæn- um og spurðust fyrir um sölu myndsegulbanda nú undan- farið. Þær upplýsingar fengust, að nokkrir tugir tækja hafa selst rétt fyrir og eftir lokun sjónvarpsins. Stofnaðir hafa verið sjón- varpsmyndaklúbbar og fjórar myndaleigur eru hér í bænum og virðist fólk nota sér þessa þjónustu óspart. Leiga á einni bíómynd er um 45 kr. og hægt er að fá myndsegulbönd leigð fyrir um 200 kr. á sóiarhring. á botninn. Þegar á botninn kemur er hún fóður annarra fiskitegunda þar. Rækja þessi verður kyn- þroska 2ja ára og getur orðið 6-7 ára gömul. Kvikindið breytir um kyn 3-4 ára, þ.e. að karlrækja verður að kvenrækju og öf- ugt en eftir 3-4 ára aldurinn verður rækjan oftst að kven- rækju og deyr sem slík 6-7 ára gömul. Ekki er það munað að rækja hafí áður komið hér inn í höfnina. Kristniboðs- samkomur Aslaug Johnsen og Jó- hannes Ólafsson eru komin frá Eþíópíu. Tökum vel á móti þeim og heyrum frá starfi þeirra á samkomum í KFUM í kvöld fimmtudag og annaðkvöld, föstudag, kl. 20.30. - Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir velkomnir. Kristniboðsvinir. Vorum að fá Danskar bókahillur og fataskápa á mjög hagstæðu verði. 5GÍRA KVBN- REIÐHJOLIN ERU KOMIN AFTUR KJARNI sf Skólavegi 1 MALLORKA (nc^TiK VESTMANNAEYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220 - 1318 að neðan til Hvítingavegs. Óþarfi væri þó fyrir fólk að fetta fingur út þennan lit strax, því eftir er að mála hvíta fieti milli glugga og við inngang, svo ættu gluggarnir að vera grænir. Verið er að tyrfa í kringum Safnahúsið núna, og er um- búnaður safna bæjarins orð- inn hinn glæsilegasti, þótt kannski megi deila um lita- samsetningu. Ný raflagna- þjónusta Þorsteinn Þorsteinsson, raf- virki, hefur hafíð rekstur raf- tækjavinnustofu, með alhliða raflagna- og viðgerðarþjón- ustu að markmiði og tilheyr- andi ernissölu. Hefur fyrirtækið hlotið nafnið RAFVIRKINN og er til húsa að Hrauntúni 15 hér í bæ. Þess má geta að Þorsteinn hefur starfað nokkuð lengi í iðn sinni og margreyndur við hin ýmsu störf sem lúta að rafmagni. SNYRTING Jafnframt malbikun og viðgerðum á malbiki, hafa bæjarstarfsmenn unnið að því að snyrta götur og gangstétt- ar, auk þess sem unnið er að því að tyrfa hér að þar um bæinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.