Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 1
> FRETTIR ( VIKUBLAÐ ¥ 8. árgangur Vestmannaeyjum 16. júlí 1981 28. tbl. J AÐSENT BRÉF: „Sjá roðann í austri" Einn dag í vor sáu eyjaskeggjar að Safna- húsið þeirra var orðið rautt að norðanverðu. Þá sáu margir rautt í meira en einni merkingu. Og liturinn ekki heldur í takt við meirihlutann okkar, sem er í mesta lagi rauðskjöldóttur. Menn töluðu um furðu- legt smekkleysi, en fólk sem býr á eyju og fer á mis við meiriháttar list- rænar uppákomur, ber vitaskuld ekki skynbragð á æðri sjónmenntir. Nú hafa FRÉTTIR upp- lýst, að sá sem litnum réði er arkitekt í Kanada og ekki dregið í efa færni hans i sinni grein. Hitt eru nokkur tíðindi, að þeir sem gera skipulagsupp- drætti ráði litum húsa á svæðinu. Stundum hafa arkitektar húsa haft hönd í bagga um litaval húsa, , sem þeir hanna, en ekki hér, enda eru þeir arki- tektar íslenskir. Aður fyrr hefði það þótt með ólíkindum, að menn úr öðrum heimsálfum ættu eftir að ráða lit á húsum í Eyjum. - £r búið að spyrja kanadamann- inn hvernig liturinn á Ráðhúsinu megi vera? Gjafir til byggingar V.V.V. Nýlega hafa fjáröflunar- nefnd Verndaðs vinnustaðar borist eftirtaldar gjafir, sem hér með er þakkað fyrir: Áheitfrá M.R. kr. 100. Gjöf frá skipshöfninni á b.v. Vest- mannaey VE 54 kr. 6.300. Vestmannaeyjum 10. júlí 1981. F.h. fjáröflunarnefndar VW, Jóhann Friðfinnsson. Fréttatilkynning Um leið og fjáröflunar- nefnd Verndaðs Vinnu- staðar þakkar höfðing- legar gjafir, sem borist hafa, leyfir hún sér að benda bæjarbúum á, að opnaður hefur verið vá- tryggður sparireikningur NR. 700188 í Útvegs- bankanum. Nefndin heitir á alla, að styðja framgang málsins. Þjóðhátíðar- lagið Lengi hefur það verið árlegur siður að fá samið sérstakt Þjóðhátíðarlag fyrir hverja Þjóðhátíð. Má þar sérstaklega minnast hinna fallegu og vinsælu laga, sem Odd- geir heitinn Kristjánsson samdi um árabil, helst við texta Árna úr Eyjum eða Asa í Bæ. Auglýst var sérstaklega eftir Þjóðhátíðarlagi í ár og bárust fjölmörg lög úr ýmsum áttum. Sérstök dómnefnd var sett á lagg- irnar og hún valdi úr lag, sem Ingólfur Jónsson frá Dalvík samdi, lag og ljóð. Þjóðhátíðarlag Ingólfs verður frumflutt á kvöld- dagskrá föstudagsins. ^4%v Þessir hressu peyjar voru meðal farþega í Herjólfi um hvítasunnuna og fengu þeir að gægjast út um gluggann í brúnni, eins og góðum skipstjóraefnum sæmir. VESTMANNAEYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220 - 1318 Nýr bátur í flotann Fiskimjölsverksmiðjan hf. hefur fest kaup á 700 tonna loðnuskipi, áður Haförninn, þar áður Loftur Baldvinsson EA. Skipið heitir nú Sig- hvatur Bjarnason VE 81 og er það byggt í Noregi 1968, en var lengt 1973. Þjóðhátíðar- blað I áraraðir hefur verið gefið út sérstakt þjóðhátíðarblað og mun slíkt blað koma út helgina fyrir Þjóðhátíð. Rit- stjórar blaðsins eru þeir Her- mann Einarsson og Sigurgeir Jónsson. Blaðið er fjölbreytt að efni og myndum og allur frá- gangur hinn vandaðasti. Blaðið er prentað í prent- smiðjunni Eyrún í Vest- mannaeyjum. Verðið í Dalinn Nú hefur þjóðhátíðar- nefnd Týs ákveðið verð á aðgöngumiða á Þjóðhátíð 1981. Verðið er kr. 400,- á mann. Börn innan ferm- ingar og ellilífeyrisþegar þurfa ekkert að borga. Hækkun á verði að- göngumiða milli ára er 100%, þar sem á síðustu þjóðhátíð kostaði gkr. 20 þúsund. Verði sama verðlags- þróun ríkjandi hjá íþrótta- félögunum verður miða- verðið í Dalinn kr. 800 árið 1982, kr. 1600 árið 1983. kr. 3200 árið 1984 og á því herrans ári 1985 kostar kr. 6400 í Dalinn. - Nú er komið í versl- anir þjóðhátíðarkönnur og öskubakkar og bolir væntanlegir eftir helgi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.