Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 2
f FRÉTTIR ) ■ Útgefandi: Eyjaprent hf. - Ábm.: Guðlaugur Sigurðsson. r r Upplag: 2300 eintök vikulega. - Prentun: Eyjaprent hf. Æ ÆW ÆW ÆW ÆF JÆ ÆÆ ÆÆF ÆW ÆÆ ÆT Embættismannakerfíð Nú síðustu ár, hefur embættismannakerfl landsmanna færst í það horf að verða valdakerfi. Þingmenn, sveitarstjórnir, eða þeir, sem kosnir hafa verið af almenningi til stjórnunar, hafa ekki lengur þau völd, sem áður tíðkuðust. Nú hafa þeir ekki lengur vit á því, sem gera þarf. Það sem einn maður gat leyst sómasamlega af hendi fyrir 10 árum, þarf auk hans í dag, einn, tvo eða fleiri fræðinga. Ef dæma á af skipuritum bæjar- og sveitarfélaga, lítur skipulagið vel út. Efst trónir stjórnin, sem á að hafa yfirsýn yfir allt kerfið, síðan koma hinir ýmsu embættismenn hennar, hver með sinn málefnaflokk. Þetta er alveg ljómandi á pappírnum. En er það svona í reynd? Miðað við skipulag framkvæmda, hvort sem er hjá ríki eða bæjarfélögum, er ekki annað að sjá en embættismennirnir ráði sjálfir ferðinni. Það sést bezt þegar eitthvað fer úrskeiðis og menn eru kallaðir til ábyrgðar. Stjórnir ýmissa annarra félaga en sveitarstjórna hafa rekið sig á sömu hlutina, að skipuritið hefur ekki reynzt það plagg, sem því var ætlað í upphafi. Hvað er þá að? Eru það ekki stjórnirnar, sem eiga að fylgja málum eftir og sjá svo um að hlutirnir gangi rétt fyrir sig? Sama niðurstaða skýtur ávallt upp kollinum, að menn séu ekki dómbærir á málið, vegna þess að sér-,,fræðinga“-kunnáttu þurfi við. Allir góðir stjórnendur leita álits sérfræðinga um hin ýmsu mál, en gallinn er bara sá að sérfræðingarnir eru hluti af embættismannakerfinu, sem þarf rannsóknar við, og því koma réttar skýringar sjaldnast fram. Situr þá enn við það sama? Hvar er meinið? Um hvað er verið að fjalla hér? A tímum örrar þróunar á flestum svið mannlegra þátta, hlýtur að þurfa hæfari einstaklinga til starfa á þeim vettvangi, sem kallaður er pólitískur. Almenningur verður að fara krefjast þess að efstu sæti lista hinna pólitísku frambjóðenda skipi þeir, sem eru kunnáttumenn á sviði stjórnunar. Dæmin hafa sannað, að menn séu valdir til ábyrgðarstarfa eingöngu fyrir framagirni þeirra, burtséð frá hæfni. Embættismannakerli íslendinga býður upp á þægilegri og örugga störf en þau, sem stjórnarmenn oft ( vinna af vanþekkingu. Látum embættismennina taka við stjórntaumunum eftir réttum leiðum. Þannig deilum við ábyrgðinni á meðal vor. ÚRVALS HÁKARL FRÉTTIR VIKUBLAÐ BÍLASÝNESTG! Bílasýning verður um helgina við Skipaafgreiðslu Friðriks Óskarss- sonar. Kynnt verður K-LÍNAN frá Chrysler og OMNI. Komið og skoðið þessa glæsi- legu bíla. UMBOÐ í VESTMANNAEYJUM: Skipaafgreiðsla Friðriks Oskarssonar - sími 2004 VÖKULL HF. Meiraprófsbílstjóri Meiraprófsbílstjóri óskast til afleysinga í ágústmánuði. Upplýsingar í síma 2217. RAFVIRKINN auglýsir Alhliða raflagnaþjónusta. Nýlagnir og viðgerðir í húsum - bílum og heimilistækjum. Eafpirfeinn RAFTÆKJAVINNUSTOFA Hrauntúni 15 Sími 1465. Aðal fundur Aðalfundur Félags farstöðvaeigenda, D I, Vest- mannaeyjum, verður haldinn sunnudaginn 19. 7. kl. 13.00 í Gestgjafanum, uppi. FUNDAREFNI: 1. Klukkan 13-14 afhending á félagatali gegn framvísun félagsskírteina, einnig geta þeir fé- lagsmenn, sem eiga ógreidd félagsgjöld, fengið skírteini á sama tíma. 2. Klukkan 14.00 hefjast venjuleg aðalfundar- störf. 3. Þrír félagar úr Reykjavík verða með fræðslu um uppsetningu ioftneta o.fl. STJÓRNIN. 'i

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.