Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUBLAÐ Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1981 Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður haldin dagana 31. júlí, 1. og 2. ágúst n.k. Þjóðhátíðin í Eyjum hefur unnið sér sess sem stærsta og fjölbreyttasta útiskemmtun á landinu. Þá fer ekki á milli mála, að hún er sérstæðasta skemmtun ársins; Þjóðhátíð í Herjólfsdal á enga sér líka. Það eru íþróttafélögin í Eyj- um, Týr og Þór, sem halda Þjóðhátíðina sitt hvort árið og í ár er það Knattspyrnufélagið Týr sem fyrir hátíðinni stendur. Þess má geta, að í ár heldur Týr hátíðlegt 60 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 1. maí 1921. Fjölbreytt dagskrá Þjóðhátíðin stendur yfir í þrjá daga og þrjár nætur og gjarnan er tekin smá upphitun á fimmtu- dagskvöldinu. Eins og ávallt áður, munu Týrarar vanda sem best þeir geta til allra dagskrár- liða og kappkosta að færa hinn óviðjafnanlega Herjólfsdal í sannkallaðan hátíðarsvið með skreytingum og ljósadýrð. Þjóðhátíðin verður sett kl. 14 á föstudaginn 30. júlí af for- manni Týs, Agústi Bergssyni. Hátíðarræðuna flytur að þessu sinni Richard Þorgeirsson, í til- el'ni árs fatlaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur og hefð- bundin helgistund verður í um- sjá sóknarprestsins Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar. Síðan verður síðdegisdagskrá þar sem fram koma Asi í Bæ, Olöf Harð- ardóttir og Garðar Cortes ásamt íleirum. Þáverðurkeppt í íþrótt- um barna og keppt verður í stangarstökki. Þar munu spreyta sig m.a. Islandsmethafinn marg- faldi, Sigurður T. Sigurðsson og gamla kempan Valbjörn Þor- láksson. Þá værður síðdegis l)jargsigsem um ómunatíð hefur verið fasturogómissandi þáttur í Þjóðhátíðum. Mikil barna- skemmtun verður síðan að loknu bjargsiginu. Þar komam.a. fram Brúðuleikhúsið, Tóti trúður og Fóstbræður og að lokum verður heljarmikÆ barnaball og munu Grýlurns (leppalúðalausar) sjá um fjörið. Þegar fólk hefur feng- ið sér snarl í tjöldunum ogaðeins látið líða úrséreftirdaginn, hefst síðan vegleg kvöldskemmtun. Þar koma fram m.a. Lúðra- sveit Vestmannaeyja, leikararn- ir Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson með gam- anmál af ýmsu tagi, hljómsveit- irnar Brimkló og Grýlurnar senda tónaflóð út í brekkurnar og kynna m.a. þjóðhátíðarlagið 1981, Erling Agústsson lætur aftur í sér heyra í Herjólfsdal og síðast en ekki síst kemur fram á sjónarsviðið Jack nokkur Elton, toppskemmtikraftur beint frá Las Vegas USA, sem kemur fram í hlutverki Elvis Presley. Elton þessi er nauðalíkur hinum látna rokk-kóngi og hefur vakið mikla athygli fyrir túlkun sína á Presley lögunum, Þegar rokk-, arinn óviðjafnanlegi hefur lokið sér af, verður stillt inn á þjóðlegri tóna og upphafinn hinn víðfrægi brekkusöngur. Síðan verður dansað á tveimur pöllum langt fram á morgun. Brimkló og Björgvin Halldórsson sjá um fjörið á stærri pallinum, en Aría sér um stuðið á minni pallinum. Hlé verður gert á dansinum á miðnætti þegar brennukóngur- inn, sjálfur Siggi Reim, tendrar eld í hinum risastóra bálkesti á Fjósakletti. Laugardagur Laugardaginn 1. ágúst heldur síðan hátíðin áfram og verður byrjað að spila létt lög í Daln- um kl. 10 um morguninn. Geta þá þeir tekið sporin, sem enn hafa ekki það af að koma sér í háttinn. Eftir hádegið verður síðan síðdegisdagskrá. Sýnt verður svifdrekaflug, keppt í reiptogi og farið í leiki. Hjálmtýr Hjálmtýsson og frú skemmta, Brúðuleikhúsið sýnir og sá eini og sanni Haukur Morthens hef- Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja hélt aðalfund fyrir árið 1980 11. júlí s.l. Var það 119. starfsár félagsins. I ársskýrslu stjórnarformanns, Björns Guðmundssonar, kom fram, að árið hafði verið félaginu þungt í skauti hvað tjón áhrærði, en tjónagreiðslur bátatrygging- anna námu kr. 247 millj., en 3 alskaðar urðu, þ.e. m.b. Nökkvi VE 65, BRAVO VE 160 og SKULD VE 263, en með þeim síðasttalda fórust tveir menn. Var látinna félagsmanna og þeirra er farist höfðu, sérstaklega minnst í upphafi fundarins. Af 35 bátum og skipum í ur upp raust sína í fjallasalnum við undirleik Aríu. Barnadiskó- tek verður og þeir félagar Sig- urður sigurjónsson og Randver Þorláksson skemmta börnunum ásamt fóstbræðrum. A kvöld- skemmtuninni á laguardaginn verða öll atriði ný af nálinni frá kvöldinu áður. Lúðrasveitin spilar, Hjálmtýr Hjálmtýsson og frú syngja, Sigurður og Randver koma með nýja þætti, Grýlurnar og Brimkló spila, Haukur Morthens syngur með hljóm- sveitinni Aríu, hinn stórkost- legi Jack Elton bregður sér í gerfi Elvis Presley og svo verður end- að á hressilegum brekkusöng og hver veit nema Siggi á Eiðum taki þá lagið með okkur öllum hinum. Sem fyrr á Þjóðhátíð verður það svo fyrst upp úr klukkan fjögur um morgunin, sem menn fara að hugleiða að draga úr dansinum. Amiðnætti verðurþó gerður stanz á danspöllunum, þegar hleypt verður af stað stórkostlegri flugeldasýningu. Sunnudagurinn Að vanda verður sunnudagur- inn frekar rólegri en hinir dag- arnir tveir á undan, allavega fram til kvöldsins. Ymislegt verður þó á boðstólum í Her- jólfsdal. Byrjað verður að leika létt lög í Dalnum kl. 10. Kl. 14.00 verður barnahlaup og leikir og Haukur Morthens skemmtir. Jack ,,Presley“ Elton mætir á svæðið og kveður Þjóð- hátíðargesti og barnadiskótek verður á fullu frá kl. 17.00 og fram á kvöldið. Kl. 21.00 hefjast dansleikir á báðum pöllum og verður dansað fram til kl. 3 eftir miðnætti. Kl. 23.00 verðurvarð- eldur kveiktur og upphafinn brekkusöngur. Kynnir á hátíðinni verður Arni Johnsen. tryggingu, voru 11 tjónalausir. Félagið hefur ávallt hagstæð- ustu kjör, sem þekkjast hjá bátaábyrgðarfélögum landsins, og þakkaði stjórnarformaður ánægjuleg samskipti við félags- menn. Það kom einnig fram í árs- skýrslu, aðverulegaukninghefði orðið í umboðsstörfum hjá félag- inu, en það tekur að sér allar tryggingar í samvinnu við Tryggingamiðstöðina, svo sem kunnugt er, og ávaxtar iðgjöldin innanbæjar. Arsreikningar félagsins sýndu hagnað kr. 2,4 millj. Niðurstaða efnhahagsreiknings krónur 280 F asteigna- markaðurinn Skrifstofa Vestmannaeyjum Bárugotu 2, 2. hæð. Viðtalstími. 15.30-19.00, þriðjudaga - laugardaga. Sími 1847. Skrifstofa Reykjavík: Garða- stræti 13. Viðtalstími á mánudogum. Sími 13945. Jón Hjaltason hrl smúwtomu * Frosin rækja millj., þar af eigið fé kr. 177 millj. Voru reikningarnir, sem samdir eru og endurskoðaðir af Olafi G. Sigurðssyni, auk félags- kjörinna endurskoðenda, sam- þykktir samhljóða. Samþykkt var að greiða fé- lagsmönnum 10% ársarð. Þeir sem úr stjórn áttu að ganga voru allir endurkjörnir, ásamt endurskoðendum. I stjórn Bátaábyrgðarfélagsins eru: Björn Guðmundsson, Haraldur Hannesson, Jón I. Sigurðsson, Eyjólfur Martinsson og Ingólfur Matthíasson. Endurskoðendur: Emil Andersen og Karl Guð- mundsson. Forstjóri er Jóhann Friðfinnsson. Frá aðalfundi Bátaábyrgðar- félags Vestmannaeyja 11. júlí

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.