Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1981, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1981, Side 1
MALLORKA movt«( VESTMANNAIiYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SLMI 2220 - H18 APEX FARGJÖLD Bílaleigubíll um Evrópu VESTMANNAEYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220- 1318 FYRIR FIMMTÍU ÁRUM Nú fer allt að verða klárt í Dalnum, svo hægt sé að halda hina árlegu Þjóðhátíð okkar Eyjamanna. Árið 1931, fyrir rétt 50 árum, stóð Týr fyrir Þjóðhá- tíðinni. Var það fyrir marga hluti merkileg hátíð. I sam- bandi við hana var haldið í Eyjum meistaramót íslands í frjálsum íþróttum. Á þessari hátíð var tjöldum í fyrsta skipti raðað eftir skipulegum götum, tjöld númeruð og götum gefin nöfn. Hátt í 300 tjöld voru reist í Herjólfsdal þessa Þjóð- hátíð. Þá voru þreyttar ó- venjulegar kappraunir eins og kapphlaup kringum Helga- l'ell og fjallganga á Blátind. I blaðinu Víði, sem þá vargefið Fréttir breyta enn um svip Nú breyta Fréttir enn um útlit. Eftir að Eyja- prent flutti í nýtt hús- næði að Strandvegi 47, 2. hæð, voru fest kaup á stórum vélum, sem gefa prentsmiðjunni enn fleiri möguleika. Nú stækka Fréttir úr fjögurra dálka brotinu í 5 dálka (dagblaðs) brot. Með stækkun blaðsins vonumst við til að efnið verði enn fjölbreyttara og meira en áður, en fyrst um sinn verður blaðið 4 síður vikulega. Eftir stækkunina verða Fréttir stærsta bæjarblað í Vestmanna- eyjum, og upplagið verður áfram 2300 ein- tök. út í Vestmannaeyjum, skrifar Árni úr Eyjum m.a. um Þjóðhátíðina: ,, Menn, sem aldrei hafa verið á Þjóðhátíð Vestmannaeyja, geta naum- ast gert sér í hugarlund, hversu dásamleg þjóðhátíð- arnótt í Herjólfsdal getur verið. Fjöllin okkar fela í sér svo REIÐHJÓL fyrir Þjóðhátíð Nú er tækifærið að eignast reiðhjól fyrir Þjóðhátíðina. Engin útborgun. Greiðist á 4 mánuðum. - Nú er tæki- færið, sem þú varst að bíða eftir komið. KJARNI sf Skólavegi 1 ATAKSDEILD stofnuð í Ut- vegsbankanum Stjórn Átaks hefur sent öllum stofnfélögum og velunnurum samtakanna bréf með áskorun um hvatningu um að efla nýstofnaða Átaksdeild í Utvegsbankanum og stuðla þannig að fram- gangi þeirra áhugamála, sem samtökin berjast fyr- ir. Megintilgangur ÁTAKS er: a) Að starfrækja sér- staka upplýsingaþjónustu og ráðgjöf fyrir þá, (t.d. aldraða og sjúka), sem erfiðlega gengur að ná áttum í fjármálakerfi nú- tíma þjóðfélags. b) Að lána fé til hinna ýmsu aðila, er berjast við áfengisvandamálið. c) Að lána fé til ein- staklinga, sem alkóhól- ismi og sjúkdómar hafa leikið illa, í því skyni að hraða þeim til sjálfs- bjargar á ný. d) Að veita námslán þeim, er stunda nám og huga að störfum við á- fengisvandamálið. e) Að veita lánafyrir- greiðslu í þvi skyni að fjölga atvinnutækifærum fyrir alkóhólista og aðra sjúklinga. Stjórn Átaks. sannnorrænan hrikaleik, þó þau séu ekki há, að maður hlýtur að hrífast. Brennan á Fjósakletti gerir Dalinn og umhverfið að dýrlegu ævin- týralandi. Töfrablær bálsins leikur léttum fetum upp eftir íjallahlíðunum og verður þegar upp eftir dregur, að draugalegri skímu. Jafnvel mestu dansfi'llin hljóta að gefa gaum þessari hátíðlegu róm- antík. Litla tjörnin, tjöldin, Ijósin, mennirnir sjálfir, Ijöll- in, allt - allt er í svo dásam- legu samræmi - einingu við bjarma bálsins á Fjósakletti, að ekkert má vanta. Það er kannski ljótt af mér að bæta því við, að mér þyki það ánægjulegt og til þess að auka stemmninguna, að sjá tvo og tvo góða og gilda útvegsbændur, sem annars ekki smakka það allt árið - draga sig uppí brekkur með eitthvað grunsamlegt í vös- unum - ogofurlítið hvikulir í gangi; - en ég get ekki að því gert, að mér finnst þetta svo eðlilegt og næsta sjálfsagt.“ Svona vel og skemmtilega var komist að orði um stemmninguna í Herjólfsdal fyrir réttum og sléttum 50 árum. Þessi stemmning Dals- ins er enn til staðar. Þjóð- hátíðarnótt á góðra vina fundi er ævintýraheimur. Þeir eru margir sem geyma með sér minninguna um ó- gleymanlega Þjóðhátíð. Reiðhjóla- verkstæði Júlíus Sveinsson, frá Stafholti, hefur opnað reiðhjólaverkstæði að Kirkjuvegi 15, þar sem áður var Grænmetissalinn. Júlíus ætlar að verða með þjónustu við reið- hjólaeigendur, sem sífellt fer íjölgandi hér í Eyjum. Og ætlunin er að gera einnig við barnavagna og kerrur. ^..ni * ..... Lítið fer fyrir sumrinu Sannast sagna, hefur lít- ið farið fyrir sumarblíðu nú í júlímánuði, semjafn- an er heitasti mánuður á Islandi. Veðrið hefur ein- kennst af norðankalda, þó sólin hafi náð að skína dag og dag. Mun betra veður var í fyrra, en þá tók Sigurgeir ljósmyndari þessa mynd af stúlkunni, sem tíndi blóm á Stórhöfða, í logni, blíðu og sumarsól.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.