Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1981, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUBLAÐ ÞJÓÐHÁTÍÐ Á REFILSSTIGUM Sú var tíðin að síðla í júlí fór að léttast sveiflan í mannhTinu hér í Eyjum. Menn fóru að huga að koflfortinu, koma lunda í reyk og dytta að tjöldum sínum. Víst er, að hvert mannsbarn, sem búið hef- ur í Eyjum um lengri eða skemmri tíma, kannast við stemmninguna, sem fylgir þjóðhátíðinni og aðdraganda hennar. En nú bregður svo við að ýmsir þeir, sem huguðu að koffortunum forðum huga nú í staðinn að ferðatöskunum sínum. Flestir kannast við forsög- una að því hvernig stóð á þessu sprangi í Dalnum og í gegnum tíðina hvernig sem á stóð, tjölduðu hlið við hlið háir og lágir sér til skemmtunar. En eins og fyrrnefndar ferðatöskur bera vott um, eru líkur á að snittið á Þjóðhátíð Vestmannaeyja sé að breytast. Fyrir nokkru birtist í blöðum hér í Eyjum á- kveðið verð á aðgöngu- miðum á hátíðina. Það væri vægt til orða tekið að mönnum hefði blöskrað, á 106 árum tókst að koma miðaverðinu upp í 200 kr. (20.000 gkr.), en núna, einu ári síðar, er sú upp- hæð orðið tvöföld. Þeir þóttust hafa vel að verið, sem komu því á hér um árið, að sameina í eitt miðaverð, jafnt inngöngu í Dalinn, sem og á pall- ana. Þar með náðist í það fólk, sem mætti með fyrr- nefnt koffort í Dalinn og vildi hitta vini og kunn- ingja, á tjaldrápi og taka lagið hvur hjá öðrum, yfir kjömmum og fugli, en létu frekar ungdómnum dans- pallana eftir. Nú er útlit fyrir að tjaldaráp og jóraspjall fari þverrandi, nema hjá þeim sem lögðu á ráðin um miðaverð, því að sjálf- sögðu þurfa þeir ekki að punga út fyrir sig og sína. Það er ansi hart að fólk, sem er á rölti sér til upp- lyftingar, rétt fram yfir miðnótt, hátíðardagana og jafnvel skemur, þurfi að verða út með 400 kr. per mann til að taka þátt í hinni árvissu hátíð þeirra sjálfra. Til „gamans“ mætti birta eftirfarandi töflu, hafða eftir talna- glöggum manni og af henni má sjá hvert stefnir: (Sbr. dagv.laun verkamanns): 1978 - 75 kr. ca. 8 vinnust. 1979 - 100 kr. ca 8 vinnust. 1980 - 200 kr. ca. 11 vinnust. 1981 - 400 kr. ca. 14 vinnust. Það hefur þótt hæpið, þegar menn andskotast með sálu sína, en nú ku þjóðhátíðarandinn vera falur hæstbjóðandi, enda sjást þess merki að eitt- hvað afandanum er þegar seldur, sbr. auglýsing á litla danspallinum og samningur framkvæmda- aðila við Pepsi Cola ltd. á einkasölu á ropvatni á svæðinu, svo dæmi séu nefnd. Okkur er spurn: Verður íslenski fáninn að húni, eða verður hann látinn víkja fyrir auglýsingaplöggum ? Nú er svo komið, að Eyjamenn verða að gera upp við sig, hvort Þjóð- hátíðin eigi að vera vett- vangur samstöðu og efl- ingar kynna á milli manna jafnt heimamanna sem gesta, en ekki fjár- plógsstarfsemi einhverra ,,prívat“-klíkna, sem skálka í skjóli þess anda, sem upphaflega gerði framhald af fyrstu Þjóð- hátíð í Herjólfsdal. Það hlýtur að vera krafa allra sannra velunnara Þjóðhá- tíðarinnar, að kjörin bæj- aryfirvöld taki málefni þessarar einstæðu hátíðar okkar Eyjamanna til al- varlegrar endurskoðunar, áður en það er um seinan. Menn hafa varla kom- ist hjá því að veita athygli þeim fjölda auglýsinga í útvarpi ogdagblöðum um ,,geimið“ í Dalnum, fyrst svo fast er sótt að ná í mannskap frá fastaland- inu í þetta peningaplott. Vaknar sú spurning hvort ekki væri hægara að halda þetta bara alltsaman í Reykjavík. Við hin gæt- um þá bara haldið Fjóð- hátíð í Dalnum! Fyrir hönd okkar allra, Astþór Jóhannsson, Jóhann Þ. Jóhannsson. FRÉTTIR - NÝTT OG STÆRRA BLAÐ Ævintýraleg skemmtisigling um Miðjarðarhafið BROTTFÖR 1. SEPTEMBER. Nú bjóöum viö skemmtisiglingu meö lúxus-skipinu Mikhail Lermontov frá London til Miðjarðarhafs- ins. Komiö veröur viö í Malaga á Spáni, Ajaccio á Korsíku, Civitauecchia (Róm) og Napólí á ítalfu, La Gaulette í Túnis og Corunna á Spáni. Flogiö verður til London aö morgni 1. september og siglt af staö kl. 19.00 sama dag. Komið er til baka til London þann 16. september og flogið heim þann 17. september. Mikhail Lermontov er 20.000 tonna skip og tekur 650 farþega. Um borö er allur sá lúxus, sem hugsast getur, s.s. barir, setustofur, veitingasalur, kvikmyndasalur, verslanir, hárgreiöslustofur, gufubað, leikfimisalur og sundlaug. Og aö sjálfsögöu mikiö og rúmgott dekk, sem sagt allt sem þarf til gleði og skemmtunar, vellíöanar og afslöppunar. Komið á skrifstofu okkar og fáiö nánari upplýsingar. SÉRHÆFÐ FERÐAÞJÓNUSTA ÁNÆGJA OG ÖRYGGI í FE.iÐ MEÐ OTCOfVTHC UMBOÐSMAÐUR í VESTMANNAEYJUM: ENGILBERT GÍSLASON FERÐASKRIFSTOFA SÍMAR 2220 - 1318 — lönaöarmannahúsinu — Hallveigarstíg 1. Símar: 28388—25850.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.