Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1981, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1981, Page 1
Tvær fimm stjörnu ferðir til Amsterdam 21. og 28. ágúst. - „Hræbillegt" - VESTMANNAEYJAUMBCH): ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220 - 1318 GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTIÐ 1981 - Kokkaskólinn endur- vakinn í Eyjum? Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja ætlar að reyna að koma því til leiðar, að starfræksla kokkaskóla verði tekin npp aftur hér í Eyjum. A árunum um og eftir 1970 var starfræktur kokkaskóli hér c.a. annað hvert haust. Fór verkleg kennsla fram í mötuneyti Isfélagsins, en bók- leg kennsla í Stýrimanna- skólanum. Nú í seinni tíð hefur borið verulega á því hér í Eyjum, að skortur er á vönum mat- sveinum á Eyjaílotann. En sífellt eru gerðar meiri kröfur til þeirra, sem vinna við mat- reiðslu um borð í fiskiskipum. Útvegsbændafélagið hefur rætt við forráðamenn Isfé- lagsins um aðstöðu fyrir verk- lega kennslu í mötuneyti þeirra, þá hefur Sigurgeir Jóhannsson, forstöðumaður mötuneytisins fallist á að taka að sér að veita verklega hlutanum forstöðu. Þá má búast við góðri fyrirgreiðsiu Framhaldsskólans hér í sam- bandi við bóklega námið. Útvegsbændur hafa snúið sér ti! bæjarráðs og farið þess á leit, að bæjarráð beiti sér fyrir því, að yfirvöld mennta- mála í Réykjavík heimili starfrækslu kokkaskóla hér með svipuðu sniði og áður og að hann geti hafið starfrækslu næsta haust. Þá er farið fram á svipaðan styrk frá bænum við starfsemina bg.áðfur/fyrr. Ekki þarf að efast um, að hér er hreyft þörfu máli og verður að vona, að yfirstjórn menntamála og Matsv^ina- skólans í Reykjavík veiti nauðsynleg leyfi, þannig að hægt verði að fara afstað með kokkaskóla hér í haust. Skattarnir eftir Þjóð- Fréttir höLðu samband við Inga Tómas Björns- son, skattstjóra og spurð- ist fyrir um skattskrána. Ingi sagði að álagning- arseðlar færu í póst eftir helgina og fljótlega í naestu viku mega bæjar- Leigu- íbúðir Umræður fara nú fram hjá bæjaryfirvöldum um stefnumörkun, hvað varð- ar fjölda leiguíbúða á vegum bæjarráðs. Arið 1977 voru hér í eigu bæjarsjóðs 105 leigu- íbúðir en eru nú komnar niður í 51. Þannig má segja, að verulegt átak hafi verið gert á þessum árum, til að fækka leigu- íbúðum. Uppi munu vera hug- myndir um að selja fleiri ,,telescope“-hús og enn- fremur rauðu húsin við Ashamar, og fleiri. Þá eru uppi hugmyndir um byggingu íbúða til leigu. Mótbárur munu verulegar gegn þessari hugmynd. Einnig eru hugmyndir um að kaupa íbúðir af verktökum, þannig að í- búðirnar væru ekki allar á sama stað. A næstu vikum mun fara fram umræða á veg- um bæjaryfirvalda um þessi mál, þ.e. stefnu- mörkun, hvað varðar í- búðafjölda í eigu bæjar- sjóðs, og fyrirkomulag. búar líta augum skattana sína fyrir árið 1980. Vegna mikilla breyt- inga á skattalögum og á- lagningaraðferðum hefur þó tekist að koma skött- unum í gegnum kerfið á svipuðum tíma og fyrri ár. Eyjabúar geta því á- hyggjulaust haldið gleði- lega Þjóðhátíð í ár. . Eitt af mörgu, sem náttúra Eyjanna skart- ar, er þessi „ranafíll" viö Kaplagjótu. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. SKÝLH) AUGLÝSIR: Öl - Gos - Sælgæti. Opið alla Þjóðhátíðardagana kl. 11 til 20. Fyrri sendingin af peys- unum seldist upp, ný sending komin! SK9LI0 Hækkun Félagsmálaráð hefui samþykkt að fara fram á hækkun dagvistunargjalda um 18% fráog með 1. júlí. Frímiðar í Dalinn : ' 'Í9 d.i'i'.:' 'M’ v • ; Þjóðhátíðarnefnd Týs 1981, hefur ákveðið að unglingar undir 14 ára aldri (innan fermingar) og fólk eldra en 60 ára fái frítt í Dalinn á Þjóðhátíð. Aður var sú regla að börn innan férmingar og fólk 67 árá ' (ellilífeyris- þegar) og eldri fengi frítt. Aðsókn í lampann Á fundi fyrir nokkru hjá stjórn Iþróttamiðstöðvar var mikið rætt um sólar- lampann og kom fram hjá framkvæmdastjóra, að upppantað er í lampann fram til 1. september frá kl. 7 á morgnana til kl. hálftíu á kvöldin. Stjórn Iþróttamið- stöðvar fór því fram á við bæjarráð að fá heimild til að panta annan sólar- lampa. Sárt tap Hún er fallvölt knatt- spyrnar, eins og oft áður. Það sást best, er Akurnes- ingar komu, sáu og sigr- uðu lið ÍBV í 1. deild-inni s.l. laugardag. Aðeins 4 dögum áður rassskelltu ÍBV menn Ak- urnesinga í bikarkeppn- inni með 5 mörkum gegn engu, en á laugardaginn, sigruðu Akurnesingar, 2 mörk gegn 1. Næsti leikur ÍBV í 1. deildinni er í kvöld, mið- vikudag, í Reykjavík og verður leikið við eitt af botnliðunum, KR. Gangi ykkur vel strákar!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.