Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1981, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1981, Blaðsíða 3
skrám og voru mjög íá atriði i klöppuð upp. Þrátt fyrir að dreift væri söngtextum um allar brekkur yfir Eyja- og Þjóðhátíðarlög, tókst ekki að ná upp brekku- stemmningunni. Þá hljóta að vakna þær spurningar, hvort áhugi manna fyrir Þjóðhátíð hafi eitthvað dvínað, eða eru liðir í dagskrá staðnaðir? Þá vekur athygli, að þrátt fyrir mikla auglýsingaherferð í fjölmiðlum, voru aðkomu- gestir langt frá því að vera eins margir og vonast hafði verið til. Segja má, að Þjóðhátíðin standi á nokkrum tímamót- um, og sú fjölgun hátíðar-- gesta, sem átt hefur sé staðl síðustu ár, hafi breytst í tölu-1 verða fækkun. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er langmerkasta útihátíð, sem haldin hefur verið hér á landi og hefur hún átt nokkurn þátt í því að efla samstöðu og sérkenni Eyjabúa. Minnast margir þess, að ekki féll niður Þjóðhátíð gosárið 1973, og þann áhuga sem ríkti þegar Týrarar gengust fyrir því að tyrfa um 20.000 fermetra svæði í botni Dalsins haustið 1976, en sá hluti hans skemmdist illa af völdunv gjalls 1973. Fyrir íþróttafélögin Tý og Þór skiptir hátíðin gríðarlega miklu máli fjárhagslega, því' félögunum er ætlað að standa undir nær öllum rekstri næstu tvö ár á eftir fyrir hagnaðinn. En eins og menn vita, kosta allir hlutir mikla peninga ef árangur á að nást, hvort sem er í íþróttum eða á öðrum sviðum. Þurfa því félögin oft að leita á náðir auglýsenda til að standa undir rekstri sínum. Fyrir þessa Þjóðhátíð var lengra gengið en oftast áður í þeim efnum. Var einkum gagnrýnt, að seld skyldi auglýsing á neðri hluta barmmerkis, sem selt var á kr. 400 til Þjóðhátíðar- gesta á aldrinum 14-60 ára. Umræður um Þjóðhátíð- ina í bæjarblöðum hafa yfir- leitt verið mjög litlar, nema þá kannski rétt fyrir hátíðina. Þá er yfirleitt erfitt að koma á móts við alla gagnrýni vegna geta aftur á móti komið að nokkru gagni. Fréttir eru nú sem endra- nær opnar fyrir öllum slíkum umræðum, enda skrifi höf- undar þá undir nafni. Það væri ekki úr vegi að skora hér á bæjarfulltrúa að plægja akur ritvallarins í þessum efnum. ABM. UTIMARKAÐUR - Kjarakaup - Á morgun, föstudag, kl. 2-7 höldum við útimarkað fyrirframan EYJAKJÖR. Vörur seldar með miklum afslætti: Kex - ávaxta- dósir - nýir ávextir - súpur - og margt, margt fleira. - Líttu við um leið og þú gerir helgarinnkaupin! má Lagt er til, aö þessar stofnlinur verói í eigu Landsvirkjunnar. Þá er og gert ráó fyrir ao skilmálar um afhend- ingu þessara eigna verði vió það miðaðar, að unnt sé að selja raforku frá' stofnlinukerfinu samkvaemt einni gjaldskrá." Orkunefnd ályktaði eftirfarandi um frumvarpió: Orkunefnd SASS fagnar fram-. komnu frumvarpi til orkulaga 1980 (84. mál). Eftirfarandi atriði telur nefndin að séu til bóta: 1. Möguleikar fyrir stofnun larids- hlutaveitu, án þess að orkunefnd SASS taki afstöóu á þessu stigi, hvernig staöið verði að fram- kvæmd. 2. Nefndin telur það tvimælalaust til þóta, að Jarðboranir eru aö- skildar frá Orkustofnun. Athug- andi væri, að Orkusjóður verði aðskilinn frá Orkustofnun og t.d. Lánasjóði sveitarfélaga verði fal- in umsjón og yfirstjórn Orku- sjóðs. 3. Nefndin er sammála þeirri hug- mynd, ef fram kemur í frumvarp- inu, að Landsvirkjun sé falin heildarstjórn raforkuvinnslu og rekstur stofnlinukerfisins i sam- vinnu við samvirkjunarráó. 4. Nefndin telur, að i samvirkjunar- ráði eigi að vera einn maður frá hverri landsnlutaorkuveitu, án tillits til stofnlína og virkjana á svæöinu. 5. Þá telur nefndin, að ákvæói um langtímaáætlanir i frumvarpinu séu nauðsynlegar, en þurfi tíðrar endurskoðunar við, allt að þvi á tveggja ára fresti. 6. Þá telur nefndin vafasamt, að láta 132 KW spennu stofnlinu ráðaeignaskiptum. í sambandi við umfjö'lun um .Frumvarp til orkulaga" hér að fram- an urðu umræöur um Suðurlands- veitu (Rafmagnsveitur Suðurlands) stærð hennar og starfssvið. Fyrir lágu skýrslur Framkvæmda- stofnunar rikisins og SASS um Suð- urlandsveitu 1. maí 1980 og Fram- kvæmda- og byggðaáætlun Vest- mannaeyja 1977—1986,einnig fram- kvæmdaáætlun RARIK 1980—1984. Nefndin telur, aö vinna þurfi að hagkvæmnisáætlun Suðurlands- veitu m.a. á grundvelli áðurgreindra gagna, þar sem tekið verði tillit til sérveitna i landshlutanum. Að lokinni þeirri athugun, leggur nefndin til, að nióurstöóur verði kynntar i landshlutanum, áður en endanleg ákvörðun er tekin. Rétt er aó geta þess, að það er ekki reiknað með.aó sérveitur lands- hlutans veröi með í Suðurlandsveitu í áöurnefndri skýrslu um athugun í raforkumálum á Suðurlandi. Til þess að opna umræður, var ákveðið að óska eftir því við fulltrúa frá Orkubúi Vestfjarða, að þeir kynntu kosti og galla Orkubúsins. Forstöðumaður og formaður stjórn- ar Orkubúsins ræddi þau mál siðar áfundinum. Orkuskortur og tillögur til úrbóta. Ræddir voru þeir virkjanakostir, sem fyrir hendi eru í dag. Nefndin er sammála um, aö virkjunarfram- kvæmdir við Sultartanga séu hag- kvæmasti og í senn fljótlegasti virkj- unarkostur, sem fyrir hendi er i dag. 1. Sultartangavirkjun er lengst kom- in i undirbúningi. 2. Sultartangavirkjun mun tryggja rekstraröryggi Búrfellsvirkjunar, þegar þess er mest þörf. 3. Vinnuaðstaða, mannvirki og veg- ireru til staðar. 4. Virkjunin stendur utan hins eigin- lega eldvirknissvæöis. Greinargerö stjórnar SASS Sá vetur, sem nú er senn liðinn, hefur kennt þjóðinni þá lexíu, að fyr- irhyggja og forsjálni í raforkuöflun er einn mikilvægasti þáttur i lifsaf- komu hennar. Um nokkuó langan tíma hefur ver- ið um 140 MW skömmtun á raforku, bæði til stjóriðjufyrirtækja og al- menningsveitna hjá þjöð, sem að- eins hefur nýtt 7—8% af nýtanlegri raforku landsins. Slík skömmtun mun væntanlega ekki endurtaka sig á næstu 3—4 árum eftir að Hraun- eyjarfossvirkjun hefur verið tekin i notkun. Hins vegar er Ijóst, að mið- að við núverandi vatnsbúskap og aukningu á raforkunotkun á næstu árum, yeróur þörf nýrrar virkjunar eigi siöar en árið 1986, ef ekki á þá aö koma til skömmtunar að nýju. Er þá ekki miðaða við, að ný stjóriðju- fyrirtæki verði reist á þessum tíma. Stjórn SASS bendir á, að langeðli- legasti virkjanavalkostur við þessar aðstæöur sé virkjun við Sultartanga á ármótum Þjórsár og Tungnár. Fyrsti hluti þeirrar virkjunar verður aó sjálfsögðu bygging stiflu og ann- arra mannvirkja, sem tryggja aukna raforkuframleiðslu og rekstrarör- yggi Búrfellsvirkiunar. Hluti þess lóns, er þar myndaðist, yrði á mörk- um hins svokallaða „eldvirka svæð- is", sem svo mjög er vitnað í nú á dögum, en virkjunin er að öðru leyti alfarið utan þess svæðið. Stjórn SASS lýsir undrun sinni á því, að á síðustu timum skuli hafa komið fram hugmyndir um að kljúfa byggingu þessara virkjunar i tvennt, með því aó Ijúka fyrst þeim hluta virkjunarinnar, sem er í jaðri Tungn- árhrauna, þ.e. stiflumannvirkjum, en fresta síðan þeim hluta, sem stend- ur á jafnaldra jarðlögum og Reykja- vik, á þeim forsendum, aó þar sé um eldvirkt svæði að ræða. Stjórn SASS bendir einnig á hag- kvæmni þess, aö við Sultartanga er fyrir hendi öll hin ákjósanlegasta aðstaða til mannvirkjagerðar sem þessarar og unnt er að hefjast handa i beinu framhaldi af byggingu Hrauneyjarfossvirkjunar. Stjórn SASS bendir á, að orku- notkun er aðalforsenda nútíma iðn- væðingar og iðnaðurinn verði að skapa aukningu atvinnutækifæra framtiðarinnar að stærstum hluta. Á þetta ekki síst við um Suðurland, þar sem fyrirsjáanleg er fækkun starfa i frumatvinnugreinum, land- búnaði og sjávarútvegi. Stóraukin iðnaðaruppbygging, með hugsan- legri stóriðju sem einn þátta, er því fyrirsjáanleg á Suðurlandi á næstu árum. Auglýsingar Sími 1210 Nýjar myndir vikulega Leigi einnig mynd- segulbönd. VIDEOBANKINN Dverghamri 32, sími 2502. sm'ðmmMiti Umboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 EYJAFLUG Brekkugötu I - Simi 98-1534 Á flugvelli simi 1464. MALN- INGAR- AF- SLÁTTUR 10% málningar- afsláttur út næstu viku Brimnes Strundvegi 54 Sími 1220

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.