Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1981, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1981, Blaðsíða 3
Hús til sölu Úrbeinað /■ hangjkjöt á tilboði Eitthvað við allra hæfi \ ] r~"«i ' IP . . I Jil L Húseignin Búhamar 68, sem er að mestu leyti múrað að innan og að öðru leyti fokhelt, er til sölu. Skipti á íbúð í Reykjavík koma til greina. Upplýsingar gefur Jón Hjaltason hrl., og einnig upplýsingar í síma 1791 og 91-77637. - JCoSTAKJÖR Sími 2220 RAFVIRKINN auglýsir: Alhliða raflagnaþjónusta Nýlagnir og viðgerðir í húsum - bílum og heim- ilistækjum. iAafiMrtunn Raftækjavinnustofa Hrauntúni 15 Simi 1465 VERSLUN í SÉRFLOKKI - .....- Skemmti- ferðaskip í Eyjum Skemmtiferðaskipið World Discover kom til Eyja s.l. þriðjudag. Mátti sjá allmarga „túrista“ á vappi um bæinn og voru þeir allir klæddir í rauða „anoraka“, og merktir skipinu. World Discover kemur jafnan við í Eyjum á hverju sumri með ferðamenn. Er skipið skráð í Singapore, en eigendur eru þýskir. Af 16 skemmtiferðaskip- um , sem til íslands koma í sumar, hefur Ferðaskrifstof- an Atlantik umboð fyrir, en Atlantik hefur einmitt umboð fyrir World Discover. Flestir ferðamannanna um borð í þessu skipi eru Amerí- kanar og fóru um 150 farþeg- ar í skoðunarferð með Páli Helgasyni og einnig var farið á Náttúrugripasafnið. Mátti heyra það á farþegunum, að stoppið í Vestmannaeyjum væri hápunktur ferðarinnar, svo mikið fannst þeim til Eyjanna koma. Um borð í World Discover eru jafnan kvikmyndasýning- ar, og var m.a. mynd um Surtseyjargosið á dagskrá hjá þeim, meðan stoppað var hér. Einnig eru um borð í þessu skipi sjávarlíffræðingur og fuglafræðingur, og halda þeir fyrirlestra um borð, um þá staði, sem væntanlega er farið til hverju sinni. Farþegar af World Discov- er luku miklu lofsorði á Pál Helgason fyrir frábæra leið- sögn um Eyjuna, enda hafa fáir þá kunnáttu í þessum málum, sem Páll. TIL SÖLU: Kjallaraíbúð að Hólagötu 19 er til sölu. Laus nú þegar. Frekari upplýsingar hjá Jóni Hjaltasyni. Sæmd er hverri þjóð að þekkja sitt land Agæti Islendingur! Tilgangurinn með þessu bréfi er að kynna tímaritið ÁFANGAR og bjóða þér áskrift að því. Tímaritið ÁFANGAR fjallar um Island, útiveru og ferða- lög. Því er ætlað að vekja áhuga landsmanna á ferða- lögum um eigið land, kynna þá stórkostlegu möguleika, sem landið býður uppá til útiveru og ferðalaga jafnt sumar sem vetur. Nú hafa komið út þrjú tölublöð af tímaritinu ÁFANGAR, samtals 280 síður að miklu leyti litprent- aðar. Nýtt tölublað er vænt- anlegt innan skamms. Ritið kemur út annan hvern mán- uð, sex sinnum á ári. Birtar eru glæsilegar litmyndir hvaðanæva að af landinu, greinar eftir menn, sem gjörþekkja landið og vilja miðla sínum fróðleik. í tímaritinu ÁFANGAR gefst þér kostur á að lesa greinar um náttúru landsins og sögu þjóðarinnar. í ritinu er að finna lýsingar á lengri og skemmri gönguleiðum, öku- leiðum á láglendi og há- lendi, birtar eru upplýsing- ar um hótel, veitingastaði, sundlaugar, tjaldsvæði, fjalla- skála og fleira og fleira. En sjón er sögu ríkari og ritið prýða svarthvítar ljósmynd- ir og litmyndir af landinu. Nánar er ekki hægt að útlista efni ÁFANGA í stuttu bréfi. Þér er hér með boðin áskrift að tímaritinu. Hún kostar aðeins kr. 84 fyrir hálft ár, þ.e. þrjú tölu- blöð. Þú getur einnig keypt ritið í lausasölu, en þar er það dýrara, auk þess sem það kem- ur fyrr til áskrifenda. Hringdu eða-sendu ásknít- ina í pósti. Ég er þess full- viss, að þú verður ekki fyrir vonbrigðum með tímaritið um Island, landkynningar- ritið ÁFANGA. Með kveðju, Sigurður Sigurðarson, ritstjóri. 1. tb/. 2. árg. 1981 2. tbl. 2. árg. 7981 3. tb/. 2.árg.1981 Tímaritið ÁFANGAR Veltusundi 3B 101 Reykjavík Áskriftarsímar: 29440 og 29499. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 09.00 til 22.30. Útgáfufyrirtækið - UM ALLT LAND -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.