Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1981, Blaðsíða 2
á FRÉTTIR | í Ritstjóri og ðbm.: Guólaugur Sigurðsson Útgefandi: EYJAPRENT HF. Fiimusetning og offset-prentun: Eyjaprent hf. Strandvegi 47, 2. hæö Sími 98-1210 k Tillaga um jarðvegsskipti Viðbótarlóð fyrir Stakk Nýlega tók Hafnarstjórn fyrir erindi frá fiskverkunar- stöðinni Stakk h/f þar sem óskað er eftir viðbótarlóð sunnan við núverandi lóð fyrirtækisins. Um er að ræða autt svæði milli lóðar Stakks h/f og lóðar Eimskipafélags Islands, samtals lll4 m2. Hafnarstjórn samþykkti að verða við erindinu. PLAST ÖLD Hefur þú nokkurntíma leitt hugann að því, til hve margra hluta plast er not- að? Það er notað í fötin þín, utan um matvæli, bækur, vélahluti, o.s.frv. o.s.frv. Veist þú, hve margir plastpokar eru til á heimili þínu? Svo til hver einasta verslun hér í bænum, sem annarsstaðar á landinu, býður viðskiptavinum sín- um plastpoka undir þær vörur, sem keyptar eru hverju sinni. Meðalstórt heimili fær 3-5 plastpoka í verslunum á degi hverjum. Þar hlað- ast þeir upp og ekki fer nema einn og einn undir rusl. Hefur þú hugleitt, hvað verður um alla hina pok- ana? Þegar þeir eru farnir að kallæra þig, treður þú þeim í einn af þeim sjálfum og fleygir þeim í tunnuna. Svo tekur „Kári“ við, og feykir þeim af haugunum, yfir eyjuna og verður af hinn mesti óþrifnaður. Þess vegna skulum við nú fara að venja okkur á að nota innkaupanetið eða töskuna, sem fólk notaði hér áður. Hvernig fórum við að, áður en plastpok- arnir komu til sögunnar? Plast er eitt þeirra efna, sem eyðist ekki eins og t.d. pappír og það er ömurleg sjón að sjá þetta rusl fjúk- andi um allar trissur, er vindur blæs. Hættum þessu plastpoka- fári og drögum fram góðu gömlu innkaupatöskuna! HUSMÓÐIR. Landakirkja: Sunnudagur 6. september: Messa kl. 11 fyrir hádegið. Sóknarprestur. Viðtalstími sóknarprests: Mánudaga til og með föstu- dögum frá kl. 16.00 - 17.00. sími 1607 Spámaðurinn I síðasta blaði Frétta voru nokkrir Eyjamenn fengnir til að spá fyrir um úrslit í bikar- leik IBV og Fram. Árni Johnsen, blaðamaður, reynd- ist sannspár, því hann spáði úrslitum 3-2 IBV í hag og lét það fylgja að þetta yrði mikill baráttuleikur. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt frairreftir- farandi tillögu: ”Með tilvísan til umræðna um ástand Dalavegar á fundi í dag, (25. ágúst ’81) leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjóm Vestmannaeyja samþykkir að láta hefja jarð- vegsskipti í Dalavegi frá gatnamótum Sóleyjargötu að gatnamótum fyrir ofan Smára- götu. (Þar sem malbikaði kaflinn tekur við.) Jafnframt verði ráðist í nauð- synlegar framkvæmdir vegna frárennslislagna, til að koma í veg fyrir stórtjón af völdum vatnselgs. Við það skal miðað að verkinu ljúki í haust, og við það að þessi hluti Dalavegar verði malbikaður sumarið 1982”. Bæjarráð samþykkti á síð- asta fundi sínum að láta gera kostnaðaráætlun fyrir umrætt verk og leggja fyrir bæjarráð sem fyrst. íbúðir til sölu Stjórn verkamannabústaða í Vestmanna- eyjum auglýsir til sölu tvær íbúðir að Áshamri 75 og eina íbúð að Foldahrauni 42. Ibúðirnar eru allar 3ja herbergja. Kaup- endur íbúðanna þurfa að greiða 20% íbúðar- verðs við afhendingu íbúðanna en 80% kaupverðs eru lánuð úr Byggingarsjóði Verkamanna. Við úthlutun skal umsækjandi uppfylla eftirfarandi skilyrði. A) Eiga lög- heimili í Vestm. B) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. C) Hafa haft í meðaltekjur sl. þrjú ár eigi hærri fjárhæð en sem svarar 5.952.000 gkr. fyrir einhleyping eða hjón og 526.000 gkr. fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Eyðublöð fyrir væntanlega umsækjendur liggja frammi á skrifstofu Verkalýðsf. Vm. og hjá Elíasi Björnssyni Hrauntúni 28 sími 1929. Umsóknarfrestur er til 25. september. Stjórn Verkamannabústaða í Vestmannaeyjum PYSJUTÍMINN HAFINN! Bílar með háu ljósin á og krakkar með pappakassa og vasaljós leitandi í hverjum krók og kima á kvöldin, það leynir sér ekki að pysjan er komin. En það er fleira sem fer á stjá á kvöldin, en pysjan og krakkarnir. Iðulega má sjá ketti í blóðugum leik með pysjur sem enginn hefur hirt. Kattareigendur ættu að sjá um að loka ketti sína inni yfir hápysju- tímann svo ekki verði tugir blóðugra hræja á götunum á morgnana til vitnis um veiðigetu kattanna. Þessir hressu krakkar sleppa "aflanum” frá síðasta kvöldi, út á Eiði. Mánaðarlaun hjá Bæjarsjóði 1981 Hjá Bæjarsjóði Vestmannaeyja hefur verið tekið saman, hversu mikið hefur verið greitt hvern mánuð, sem af er þessu ári, I laun alls auk yfírvinnu. Hér é eftir fer tafla, sem sýnir þessi laun, en taka ber fram, að þarna er ekki reiknað með Sjúkrahúsi og Rafveitu. Mánuður: Laun alls: Eftirvinna: Hlutfall Janúar 1.179.025 205.980 17,4% Febrúar 1.329.499 248.811 18,7% Mars 1.290.364 224.073 17,4% Apríl 1.356.409 261.930 19,3% Maí 1.289.944 240.094 18,6% Júní 1.445.491 239.313 16,6% Júlí 1.391.086 292.126 21,0% Samtals 9.281.818 1.712.327 18,5% Viltu spara? Svið á tilboði: 17.30 krónur kílóið! HOLAGOTU 28 IBV til lands á morgun Á morgun spáir betri tíð, og von til þess að ÍBV komist til lands. Áætlað er að leika við Val annað kvöld, en þessum leik varð að fresta 15. ágúst s.l. Á sunnudaginn leikur IBV hér við Víking. Sem kunnugt er, er nú fótboltaspennan í hámarki og hver einasti leikur sem eftir er hreinn úrslitalcikur fyrir IBV. Verði heilladísirnar jákvæðar Eyja- mönnum í þeim leikjum, sem eftir eru, má reikna með að deildar- bikarinn komi líka til Eyja. Þá verða smiðir að taka til hendinni og smíða nýja kassa utan um þessa bikara í Iþróttamiðstöðinni. Þursaflokkurinn og Jakob Magnússon með tónleika hér Mjög líklegt er að Vestmannaeyingar fái í heimsókn á næstkomandi miðvikudag þursaflokkinn og Jack Magnet eða Jakob Magnússon eins og hann kallast á íslensku. Þeir kappar hafa í hyggju að fremja tónlist fyrir Eyjamenn, nk. miðvikudag kl. 21.00 í bíósal Samkomu- hússins. Er ekki að efa að þar verði stemming mikil þar sem þetta eru með bestu ef að ekki bestu starfandi tónlistarmenn landans í dag. Því er full ástæða til að hvetja alla unga sem aldna til að mæta á miðvikudaginn í samkomuhúsið og hlýða á Þursana og Jakob. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.