Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1981, Blaðsíða 2
TÉ*- Jtr *&Str | FEÉTTIR % %. Ritstjöri og ibm.: Guðlaugur Sigurfisson m «é Útgofandl: EYJAPRENT HF. M W Filmusotning og offset-prontun: M Eyjaprent hf. Strandvegi 47, 2. hcefi Simi 28-1210 #A : Félagsheimilið: Vetrarstarfíð að hefjast Eftir helgina verður opnað í leiktækin í Félagsheimilinu. Starfgssemin þar verður með svipuðu sniði og verið hefur. Opið verður frá kl. 13.30 til 17.00 fjóra daga vikunnar, það er að segja frá mánudegi til og með fimmtudegi. Áætlað er með haustinu, að halda borðtennismót í sam- vinnu við skólana, einnig verð- ur haldið mót í billiard. Um helgar geta hin ýmsu félagasamtök haldið skemmt- anir í húsinu s.s. diskótek, og fleira. Miðað við síðastliðinn vetur þykir rétt að benda á þetta atriði þar sem það voru mjög fá félög sem notfærðu sér þennan möguleika, en þau notuðu' sér hann þeim mun betur. Ákveðið hefur verið að halda hæfileikakeppni fyrir áramót, þar sem öllum, ung- um jafnt sem öldnum, verður gefinn kostur á þátttöku. Verður gaman að fylgjast með því hvernig þátttakan verður og hvort ekki sé möguleiki á því að þetta gæti orðið að ár- legum atburði. Þeir sem þessar línur lesa, ættu að fara að huga að verkefnum og gera sig klára. Klúbbamir verða starfræktir í vetur, ljósmyndaklúbbur og módelklúbbur og jafnvel fleiri. Hér er ekki um neina tæm- Unglingadansleikimir sem haldnir vom í fyrra við góðar undirtektir, sýndu og sönnuðu það að þeir eiga fullan rétt á sér, enda verður áframhald á slíku skemmtanahaldi í vetur. Hér er ekki um neina tæmandi upptalningu að ræða og eflaust verður bryddað upp á ein- hverjum nýjtmgum. Nóg um það. Þar sem starf tómstundafulltrúa fer ekki allt eingöngu fram í Félagsheimil- inu, hafa margir gripið í tómt þegar reynt hefur verið að hafa samband við mig þar. Til þess að auðvelda þetta hef ég ákveð- ið að hafa fastann viðvemtíma á skrifstofunni í Félagsheim- ilinu 3. hæð frá kl. 13.30 til 15.00 mánudaga til fösmdaga. Að sjálfsögðu er mig að finna þama á öðrum tímum og jafn- vel á öllum tímum. Tómstundafulltrúi T ónlis tar skólinn Innritun verður mánudaginn 14. sept. nk. og þriðjudaginn 15. sept. nk. kl. 16-18 í Arnardrangi. Fyrri hluti kennslugjalds greiðist við inn- Fyrri hluti skólagjalds greiðist við inn- ritun. Kr. 650 fyrir fulla kennslu, kr. 370 fyrir hálfa. Fyrir blokkflautukennslu kr. 300. j Skólastjóri JC-félagar og eldri borgarar Spilakvöld verður nk. fimmtudag 17/9 klukkan 20.00 í Hraunbúðum. ALLIR VELKOMNIR! JC - Vestmannaeyjar Frá Hjálpar- sveit skáta Vm Á laugardaginn 12. sept. n.k. kl. 19.00 hefst hér í Eyjum sameiginleg æfing á vegum Landssambands skáta. Reiknað er með að þátt- takendur verði eitthvað um 90 og koma þeir frá flestum aðildarsveitum Landssam- bandsins svo og nokkrir aðilar þar að auki. Eins og bæjarbúar geta ímyndað sér verður óhjá- kvæmilega nokkur umfprð björgunnarmanna um bæinn og eyjuna. Við vonumst til að bæjarbúar kippi sér ekki upp við ljósagang og annað sem svona æfingu fylgir. Reiknað er með að æfingin standi fram á sunnudags- morgun. Við vonumst til að bæjarbúar taki þessari æfingu meðskilningi og ef einhverjir verða fyrir ónæði vegna hennar, biðjumst við afsök- unar á því. Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum. ........ rn 11111 i i rrrm TIL SÖLU Til sölu kafarabúningar. Gerð: POSEIDON. Upplýsingar í síma 2477. LLLLLI111IITT11111111 rrrm TIL SÖLU Til sölu RAFHA eldavél og borðgrillofn. Upplýsingar í síma 1376. nrm rm ........... KÖTTUR I ÓSKILUM Köttur í óskilum, fannst á Eiðinu. Bröndóttur, greini- lega heimilisköttur (Læða). Upplýsingar í síma 1367. 1111111111 n u 1111111 rmn ÞÓRARAR og STUÐNINGSFÓLK Dansleikur verður í Alþýðuhúsinu laugar- daginn 12/9 og hefst kl. 20.00. DAGSKRÁ: 1. Borðhald 2. Skemmtiatriði 3. Dansað til kl. 03.00. Miðasala og borðapantanir verða á föstu- daginn í Alþýðuhúsinu kl. 17.00 - 19.00. íþróttafélagið ÞÓR ALMENNUR FUNDUR UM ÁFENGISVARNARMÁL Að tilhlutan Áfengisvamarráðs ríkisins og Áfengisvarnarnefndar Vestmannaeyja verð- ur haldinn fundur um áfengisvamarmál í Félagsheimilinu 2. hæð, laugardaginn 12. september n.k. og héfst kl. 14.00. FUNDAREFNI: Hvað getum við gert: Til að reyna að fyrirbyggja vímuefnaneyslu? Frummælandi: Stefán Jóhannsson. ALLIR VELKOMNIR .. • — - ■ - ■ r- Afengisvarnarráð ríkisins Áfengisvarnarnefnd Vestmannaeyja HJALPARSTARF Á næstu dögum munu áð- ventistar í Vm. heimsækja bæjarbúa og leita eftir hjálp þeirra til styrktar hjálpar- starfi Aðventista í þróunar- löndunum. Til að kynna þetta nánar munu bæjarbúar fá blað, sem heitir kristileg menning. I blaðinu segir meðal annars: „Þörfinni er ekki hægt að lýsa með orðum. Hana geta þeir einir skilið sem hafa horfst í augu við hinar bláköldu staðreyndir. Skólarnir eru of litlir og of fáir. Það vantar fleiri sjúkra- hús, sjúkraskýli, lækninga- tæki og meira af lyfjum. Húsakynni vantar í stórum stíl, fyrir fólkið — Ekkert rennandi vatn, enginn krani til að skrúfa frá, ekkert baðker. Og svona mætti lengi telja.” Ykkar framlag getur hjálp- að til að bæta líðan þessara meðbræðra okkar í þróunar- löndunum. Aðventistar í Vestm. vilja þakka Eyjabúum fyrir góðan stuðning á liðnum árum, og vonast eftir jafngóðum skiln- ingi og stuðningi við málefnið nú og áður. Fréttatilkynning. VILTU SPARA? kjúklingar r a gamla verðinu. Hólagötu 28 LESEND ABREF: „OHJAKVÆMILEGT?“ % ’S *• u Lögreglusamþykkt Vestm. er mjög mjög merkilegt plagg þar er m.a. að líta ákvæði um hundahald, útivist barna og hreinlæti og þrifnað. I 11. kafla 64. gr. segir: „Olíusora, grút, fiskúrgang eða annað rusl, er óheimilt að losa í höfnina eða svo nærri landí að það berist:í fjörur.” í 65. gr. segir: „Eigi má hafa á almannafæri neitt það, sem ódaun leggur af, og allri at- vinnustarfssemi skal hagað þann veg að gufur, reykur eða óþefur valdi almenningi ekki óþægindum umfram það sem óhjákvæmilegt er.” Hér í bæ eru stórfyrirtæki sem geta brotið gegn þessum ákvæðum án þess að bæjar- yfirvöld geri nokkuð í málinu. Eg veit að nú er þetta óhjá- kvœmilegt mjög téygjanlegt orðí En fiskimjölsbræðslur bæði á Akureyri og í Hafnar- firði, þurra að setja upp hreinsibúnað á verksmiðjur sínar og því á þa að leyfa FES og FIVE að sleppa? Á að leyfa þeim að spúa reyk og drullu yfir eyjaskeggja í mörg ár enn, láta þau fylla ástkær heimili okkar þessum mjög svo óyndislega fnyk. Er ekki mál að linni? Er ekki tími til kominn að réttkjörin bæjar- yfirvöld geri eitthvað í málinu? F. Njáls.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.