Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1981, Blaðsíða 1
 Stærsta fréttablaö Eyjanna ESna óhðða blaðið í Eyjum 111 u ■■ ■.. ij Fréttir | kom® út I 2300 ein- tökum vikuiega 8. árgangur Vestmannaeyjum 17. september 1981 37. tölublað Landkrabbi skrifar: HVAÐ VERÐUR FRAMSÓKN? Fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar töldu flestir að staða Framsóknar væri næsta vonlítil. Margir spáðu því, að flokkurinn fengi ekki mann kjörinn í bæjarstjóm. Aldeilis annað varð uppi á teningn- um. Kraftaverkið gerðist. Hinn gamalreyndi pólitík- us, Sigurgeir Kristjánsson, neyttia allra bragða til að halda sínum hlut og tókst það. Fyrir kosningar voru Framsóknarmenn eins og svo oft áður, opnir í báða enda, töldu vel hugsanlegt að vinna með Sjálfstæðismönnum. Sérstaklega var þessari að- ferð beitt við þá, sem taldir voru líklegir til að kjósa í- haldið. Við vinstri menn var sagt, að nauðsynlegt væri að kjósa framsókn, svo þeir UM dyttu ekki út úr vinstra sam- starfinu. Með þessu tókst að hala inn drjúgt af atkvæðum. Segja verður að úrslit síð- ustu kosninga hafí fyrst og fremst verið sigur Sigurgeirs. maðurinn margreyndur og drjúgur í fyrirgreiðslupólitík- inni. Einnig er Sigurgeir sleipur fundarmaður og tókst Uppskeruhátíð skólagarðanna Um síðastliðna helgi var tekið upp í skólagörðunum, og var uppskeran dálítið mis- jöfn. Agætis uppskera var undir kartöflugrösunum og radísunum, en minna var um annað góðgæti. Næstkomandi laugardag verður haldin uppskeruhátíð Skólagarðanna og verður hún haldin í Félagsheimilinu við Heiðarveg og hefst kl. 13.30. Áætlað er að sýna Þar kvikmyndír, það er teikni- Náms- flokkarnir hefja starf Eins og fram kemur í auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, þá er innritun í Námsflokka Vestmannaeyja hafin. Að venju er boðið upp á fjölbreytt námsfram- boð. Ný grein á haustönn er matreiðslunámskeið fyrir byrjendur og þó sérstaklega karlmenn. Þetta er alhliða námskeið þar sem áhersla verður lögð á tilbreytningu þótt efnið sem unnið er úr sé hefðbundið. Eru karlmenn sérstaklega til að taka þátt í þessu námskeiði. Þá hafa Námsflokkar Vm. áhuga á að bjóða upp á Pfaffsníðanámskeið. Til þess að svo geti orðið þarf tiltekinn lágmarksfjöldi þátttakenda. Því eru allir þeir sem áhuga hafa á slíku námskeiði beðnir að hafa samband við forstöðumann í síma 1078 eða 1499. Fréttatilkynning. myndir síðan Abott og Costello og Marx bræður, þá verður eitthvað góðgæti á boðstólum. Krakkar mætið stundvíslega og þið megið taka með ykkur systkini ykkar. Tómstundafulltrúi INNBROT Fyrir nokkrum dögum var brotist inn á trésmíðaverkstæð- ið í Hellisholt og þaðan stolið, borvél, röraþvingum og öðrum handverkfærum. Það eru vin- samleg tilmæli til þeirra, sem hafa orðið varir grunsamlegra mannafcrða þar að undan- fornu, láti lögrcgluna vita, eða Þór Engilbertsson Ásavegi 23 í síma 2418 í hádegi og í síma 2331 á kvöldin. - Það er sjálfsagt að lána mönnum handverkfæri, en að þau séu tekin ófrjálsri hendi, kunnurn við illa við, sögðu smiðir í Hellisholti. „Okkur þykir rétt að benda á, að þóttfullorðnir hafa ntikið að gera, þá gildir það sama um okk- ur!“, gcetu þessir krakkar verið að segja. _________ vel upp á framboðsfundinum pg hreinlega „grillaði“ komm- ana. Þá má ekki gleyma því, að annað sætið skipaði sérlega vel liðinn og vinsæll maður, Georg Hermannsson, þáver- andi kaupfélagsstjóri. Það er vissulega mikil blóðtaka fyrir lítinn flokk manna eins og Framsókn, að missa hann úr plássinu. Væri hann starfandi hér enn, má fullvíst telja að skipaði efsta sætið. Mætti þá líka slá því föstu að flokkur- inn hefði fengið mann kjörinn við næstu kosningar. HVERJIR SKIPA LISTANN? Eitthvað munu Framsókn armenn vera byrjaðir að tala saman til undirbúnings næstu kosninga. Menn þykjast sjá þess ýmiss merki á Básaskers- bryggjunni. Sigurgeir er maður tekinn að eldast nokkuð og er búinn að vasast lengi í stjórnmála þrasinu. Finni hann hæfan eftirmann gæti hann örugg- lega hugsað sér að hætta eftir þetta kjörtímabil. En hver er prinsinn? Það er spurning sem erfítt er að svara á þessari stundu. Þó er rétt að nefna nokkur nöfn sem Sigurgeir og félagar hafa til athugunar. Jón Eyjólfsson, skipstjóri á Herjólfí, yfírlýsti sig sem Framsóknarmann fyrir all- nokkru og er af mörgum talinn álitlegt framboð. Þá hefur verið nefndur kaup- félagsstjóri Guðmundur Búason örugglega velgreindur maður en kannski of nýkominn tii starfa hér, að hann vilji hella sér í erfíða barátm fyrir til- veru Framsóknar. Hilmar Rósmundsson hef- ur og verið nefndur. Maður sem örugglega gæti aflað flokknum þó nokkurs fylgis. Sumir fíriha þó að því (eins og með Kristjönu hjá krötunum) að hann er vart talinn til vinstri arms ílokksins. Vinstri meirihlutinn gæti því verið í hættu. Margir hafa viðrað þá hug- mynd að Herrnann Einarsson ritstjóri Dagskrár, væri gott framboð. Ekki er að eía að hann myndi eiga gott ,,Come Back” i Framsókn. Ofantaldir hafa helst verið nefndir í efsta sætið. FLEIRI KOMA TIL GREINA Þá er talið líklegt að skipa mumi listann, þótt ekki verði í efsta sæti eftirtaldir. Jóhann Björnsson, sem hefur verið eins og JO-JO band upp og niður listann áratugum sam- an. Skæringur Georgsson, hægri hönd S.K. hjá Esso verður á listanum svo og Örn Ölafsson hjá SÍS, þótt margir Framsóknarmenn telji hann með fullmikla hægrivillu. Einar Steingrímsson verð- ur örugglega á listanum, jafn- vel að hann stefni á eitt af allra efstu sætunum. RÓÐURINN ERFÍÐUR Sigurgeir mun gera allt til að tryggja að flokkurinn fái mann, jafnvel fara sjálfur fram. Hann vill manna frekast halda núverandi ástandi innan bæj- arstjórnar jafnvel þó það kosti nokkra kratabita. BÓKASKÁPAR BÓKAHII I UE NÝJA ÞVOTTAVÉLIN: A L D A ÞURRKARI OG ÞVOTTAVÉL í EINU STYKKI! VERÐ KR. 7.240-- HANDVERKFÆRI MIKIÐ ÚRVAL TÖLVUR NÝKOMNAR KJARNI S/F SKÓLAVEGI 1

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.