Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 1
Stœrsta fréttablaö Eyjanna Eina óháöa blaðið í Eyjum áFRÉTT ? VIKUBLAÐ *S* Fréttir koma út í 2300 ein- tökum vikulega 8. árgangur Vestmannaeyjum 24. september 1981 38. tölublað LANDKRABBI SKRIFAR: FÁ SJÁLFSTÆÐISMENN MEIRIHLUTA? Þau eru orðin æði mörg árin frá því Sjálfstæðismenn hafa einir haft meirihluta í bæjarstjórn. Margt virðist benda til þess að næsta vor kunni svo að fara, að gamall draumur Sjálfstæðismanna rætist og flokkurinn fái hrein- an meirihluta. Margir eru orðnir þreyttir á vinstra sam- starfinu og vilja gjarnan reyna eitthvað nýtt. Margt á þó eftir að gerast í haust og vetur, þannig að þetta getur allt saman breyst. HVÁÐ GERIST Á LANDSFUNDI? Um mánaðamótin okt/nóv. fer fram landsfundur Sjálf- stæðismanna. Sá fundur kann að ráða miklu um gang mála. Ekki bara á landsvísu heldur einnig í hverju sveitarfélagi. Svo kann að fara að flokkur- inn klofni endanlega vegna átakanna um forystuna. Nú þótt Geir og Co sitji áfram í forystusveitinni er ekki víst að öllum líki það og kunna að láta flokkinn fínna fyrir því í bæjarstjórnarkosningunum. Ekki virðast þessi deilumál hafa haft áhrif á störf bæjar- fulltrúá Sjáifstæðisflokksins. Samstarfíð virðist ganga vel, enda vita fæstir hvernig full- trúarnir standa í deilumál- unum, nema þá helst að Sig- urður Jónsson fer ekki leynt með óánægju sína á forystu flokksins. HVAÐ MEÐ PRÓFKJÖR? Sjálfstæðismenn eru aðeins farnir að ræða undirbúning fyrir næstu bæjarstjórnar- kosningar. Síðast var viðhaft prófkjör þar sem góð þátttaka varð. Nú munu vera uppi harðar deilur í flokknum um hvort viðhafa skuli prófkjör eða ekki. Þó munu bæjarfull- trúar flokksins vera með- mæltir prófkjöri en ýmsir aðrir forystumenn mjög harðir á móti. Hvað verður ofaná er ekki gott að segja. HVERJIR VERÐA Á LISTANUM Arnar Sigurmundsson hef- ur skipað efsta sæti listans. Hér er á ferðinni mjög glögg- ur maður, sem er mjög snögg- ur að hugsa og gerir oft góða hluti. Mörgum fínnst þó að hann einum of mikið vilja forðast átök við vinstri menn- ina og reyna í lengstu lög að halda friðinn. Nokkuð öruggt má heita að Arnar Sigurmundsson verði áfram bæjarfulltrúi eftir næstu kosningar. Sigurður Jónsson er um- deildur í flokknum, á harða stuðningsmenn, en einnig marga sem ekkert myndu gráta það þó hann dytti út af listanum. Mörgum í flokkn- um fínnst hann hafa of sósíal- demókratískar hugsartir. Lík- legt verður þó að telja að Sigurður verði áfram sérstak- lega verði prófkjör viðhaft. Gísli Geir Guðlaugsson er dugnaðarforkur og hreinrækt- aður hægrimaður. Þó vill krafturinn stundum verða full- mikill og aðalatriðið að berja á andstæðingnum. Hitt er svo að sennilega væri hitaveitan ekki komin svona langt, ef Gísli hefði ekkí verið til að berja á meirihlutanum. Georg Þór Kristjánsson er sérlega prúður maður sem gefur af sér góðan þokka á fundum. Hann hefur þó frek- ar lítið haft sig í frammi, en þó tekið jákvætt á málum. Georg mun hafa verulega styrkt sína stöðu, sérstaklega eftir að hann komst í forystusveit Eyverja. Líklegt er að erfítt verði að fella núverandi bæjarfulltrúa útj gefí þeir kost á sér. Sigurgeir Ólafsson skipaði 5 sætið síðast. Líklegt er að hann eigi góða möguleika að halda því sætl eða jafnvel kömast ofar. Hér er á ferðinni vel liðinn maður sem á drjúgt fylgi. FLEIRI VILJA KOMAST AÐ Margir í flokknum hafa þó áhuga á að takast á við bæjar- málin. Má t.d. nefna Magnús Kristinsson formann Eyverja harðan baráttujaxl sem lands- frægur varð fyrir að vera einn af örfáum stjórnarmönnum SUS, sem ekki styðja Geir. Magnús Jónasson bílastjóra- forstjóri, er maður vel liðinn sem hefur orðið langa reynslu af bæjarmálum, ætlar sér örugglega öruggt sæti fyrir næstu kosningar. Þá mánefna menn eins og Stefán Runólfs- son, Eyjólf Martinsson, Sigurð Einarsson, menn sem gjör- þekkja atvinnulífíð og stjórn- un stórra fyrirtækja. Margir hafa haft áhuga á því að fá Harald Gíslason til þátttöku í stjórnmálum. Enn hefur hann ekki ljáð máls á slíku hvað sem nú kann að verða. Líklegt má telja að Sigur- björg Axelsdóttir verði á list- anum. Hún hefur starfað mjög mikið að félagsmálum. Þá er líklegt að nöfn eins og Friðrik Ásmundsson, Kristinn Páls- son, Þórður Rafn og Helgi :i Bernódusson verði á listanum. FLEIRI KONUR Tíno Þá má telja víst að;Mv!^A'íia*-,-í deildin ætli sér stærr'itíltif erh áður. Foringi kvennafélags- ins Ingibjörg Johnsséh (trú- lega harðasti bindindismaður norðanAlpafjalla) mun örugg- lega beita sér fyrir því af, hörku að fríða fylkingin hennar úr Eygló sitji í góðum sætum. Enn hefur kvennadeildin þó ekki ákveðið, hverjar skuli settar .,fram til höfuðs karla-\\ veldinu. ¦ ERFIÐUR RÓÐUR Sjálfstæðismenn eiga örugg- lega erfitt verk fyrir höndum ætli þeir sér meirihluta. En eins og fram kom síðast veltur - það kannski fyrst og fremst á Framsókn hvernig til tekst. Fundur í bæjarstjórn í dag I dag kl. 16.00. verður haldinn almennur fundur í Bæjarstjórn í Safnahúsinu 2. hæð. Mörg mál verða á dagskrá fundarins, þar á meðal fundargerðir bæjarráðs og nefnda. Af fundargerðum má ætla að húsnæðismál bæjarsjóðs komi mjög til um- ræðu, svo og stefnumótun í orkumálum, en uppi eru hug- myndir á Suðurlandi um stofnun sérstakrar Rafmagns- veitu Suðurlands, sem myndi yfírtaka eignir rafvéitnanna á svæðinu, ef það frumvarp yrði að lögum. Að sögn Arnars Sigur- mundssonar, hafa bæjarfull- mundssonar hafa bæjarbúar ekki fjölmennt á bæjarstjórn- arfundi, en fundurinn í dag er öllúm opinn. VIÐ SELJUM ALD A ÞVOTTAVÉLIN OG ÞURRKARINN NÝKOMIÐ: MIKIÐ ÚRVAL LJÓSKASTARA ÍTALSKRA LAMPA OG SVO EIGUM VIÐ LÍKA HEILA GLÁS AF LOFTLJÓSUM!! LITTU VIÐ! ÞAÐBORGARSIG KJARNI SF. SKOLAVEGI 1 - SÍMI 1300 . v

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.