Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 2
á FRÉTTIR % ? Ritstjóri og ábm.: Guölaugur Sigurðssori Útgefandi: EYJAPRENT HF. Filmusetning og offset-prentun: Eyjaprent hf. Strandvegi 47, 2. hæð Sími 98-1210 £ Frá Bamaskólanum: Foreldrafundur Góðir foreldar! Nú er skólastarfíð hafið og komið vel á skrið.Verstu agnúar hafa verið núnir af stundastöflunum og regla kominn á vinnutíma nemendanna. Kennurum finnst full ástæða til, að foreldrar og forráðamenn barnanna viti sem mest um skólastarfið og því áríðandi að fundur með foreldrum verði sem fyrst haldinn að haustinu. Miðvikudaginn 30. september n.k. verður því ekki kennt í Barnaskólanum. Þann dag koma áhuga- samir foreldrar til móts við bekkjarkennara barnsins síns til að ræða við hann opinskátt FRÉTTATILKYNNING: Frá sunnudagaskólanum Næstkomandi sunnudag 27. september mun sunnu- dagaskólinn byrja, stundvís- lega kl. 13.00. Þetta er fimmtugasta og flmmta árið sem Betelsöfnuð- urinn hefur starfandi sunnu- dagaskóla. Er það von okkar og trú, að þetta ár verði ekki síðra en þau sem á undan-eru gengin.- Nú hafa ótaldar hundruðir barna úr Vestmannaeyjum notið þessara stunda á þessu tímabili, og þekkja því flestir Vestmannaeyingar starfið í sunnudagaskólanum. A hverjum sunnudegi frá eitt til tvö komum við saman í Betel, til að syngja, fræðast um Biblíuna og iieyra skemmti- legar sögur. Er það ánægja okkar að geta boðið ykkur, börn og foreldrar, í sunnudaga- skólann. Jesús sagði.-.Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það eigi. SKAKVERTIÐ Nú í kvöld þann 24. sept. 1981 hefst hin árlega skák- vertíð í Eyjum, en svo nun nú vera víðar um land á þessum tíma . Haustið er sá tími sem menn hafa hvaðfrjálsastan til þess að sinna þessari ágætu og skemmtilegu íþrótt. Við hér í Taflfélaginu teflum fyrst og fremst ánægjunnar vegnal? En hver og einn hefur þó ekkert á móti því að vinna eina og eina skák, og leggja menn alltaf visst kapp í að svo megi verða, því það skap- ar alltaf vissa spennu í leikn- um, sumir eru kannski eilítið tapsárir stundum, en það skapar þá líka bara ennþá meiri spennu. Byrjað verður á svoköllnðu Haustmóti og þær skákir verða með kukkustundar- umhugsunartíma á hvorn svo nægur virðist nú tíminn verða. Teflt verður tvisvar í viku og þá tvær skákir á kvöldi. Allir sem einhvern áhuga hafa á skák, ættu að koma og gerast félagar og slípa nú upp mótorinn áður en sjálft heimsmeistaraeinvígið byrjar núna um mánaðar- mótin, til þess að geta þá gagnrýnt meistarana (af þekkingu) ef þurfa þykir. Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja verður hald- inn í Alþýðuhúsinu í dag klukkan 20.30. Taflfélag Vestmannaeyja Við verslum bu í VestmannaeyjumK”~:= NYKOMIÐ VEGGSTRIGI VEGGDÚKUR STÓRGLÆSILEG VARA VERSLUNARÞJÓNUSTA OG BYGGINGARVÖRUR LESENDABRÉF: Hér að neðan eru birt tvö aðsend bréf frá lesendum. Astæða er til að minna á að ekki er efni tekið til birtingar hjá FRÉTTUM nema fullt nafn viðkomandi höfundar sé skráð á handrit, þó svo að efnið sé birt undir dulnefni sé þess óskað. Ritstjóri. MIKIÐ AÐ SNÚAST og at hreinskilni um bekkjar- og skólastarfið, rifja upp það sem aflaga fór síðast og samgleðjast í því sem vel tókst og vinna þannig saman að því að auka ávöxt skólastritsins. Ennfremur munu kennarar kynna námsefni vetrarins og gefa foreldrum nytsamar ábendingar varðandi heimanám og heimahjáp. Loks hafa allmargir nemendur annan kennara nú í vetur en þeir höfðu í fyrravetur, og eins og vera ber hefur hver sína skoðun á skóla starfí og eigin vinnuaðferðir. Þessi fundur er svokallaður hópfundur. I fyrrahaust komu ríflega 65% foreldra til hópfundar við bekkjarkennarann. Kennarar fmna greinilega hvernig að fylgjast fundar- þátttaka foreldra og náms- árangur barnanna. Það á ekki hvað síst við í námi að saman fer áhugi og árangur og þar á áhugi heimilanna sinn háa sess. Margt af því sem fram koma á fundinum í fyrra- haust hefur skólinn síðan prófað og tekið upp sem fasta liði. Foreldrar eiga að nýta þau fáu tækifæri sem þeir fá til að hafa áhrif á skólavist barna sinna. Kennarar fara fram á a.m.k. 10% aukningu í fundarþáttöku foreldra. Takið þá á orðinu og mætið vel til foreldrafundarins. Nemendur munu koma heim með nánara fundarboð á föstudaginn 25. september. Skólastjóri BÆJARRÁÐ.... mánud. 21/9 ’81: ....Bæjarráð samþykkir að verð- bætur á laun verði greiddar í sa.nræmi við launatöflu BSRB og BHM frá 1. sept. ■ ....Bæjarráð felur Skipulags- og þróunarnefnd að standa fyrir kynningarfundi vegna auglýsts skipulags í vesturbæ. ■ ....Fyrir iá fyrirspum um hugsan- legan stuðning bæjarráðs við uppsetningu listmunasýningar 24 íslenskra listamanna í Frede- rikshavn á næstunni. Bæjarráð treystir sér ekki til að veita málinu fjárhagslegan stuðning. ■ ....Fyrir lá erindi frá Bæjar- fógetanum í Vestmannaeyjum þar sem óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar við erindi Al- þýðuhúss Vestmannaeyja um leyfi til að reka í húsinu ”skemmtistað.” Bæjarráð er hlynnt erindinu. ■ ....Fyrir lá undirskriftalisti með nöfnum 42 íbúa við Fjólugötu og Sóleyjargötu þar sem óskað er eftir að næsta vor verði hafnar framkvæmdir við malbikun þessara gatna. Bæjarráð vísar málinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar. ■ ..Verkakvennafélagið Snót segir upp gildandi kjarasamn- ingum. ■ ....Bæjarráð samþykkir að fela Arkhönn hf. að vinna að áfram- haldandi könnun nýs grunn- skóla í vesturbæ á þann hátt að unnt verði að bjóða út einstaka verkþætti við þann hluta 1. áfanga sem ólokið cr og ekki hefur verið samið um. Þá eru þeir byrjaðir að malbika eina ferðina enn og er mikill hamagangur í þeim malbiksmönnum eins og vant er. í þetta skiptið er ráðist á Hraunveginn, planið við Hraunbúðirog Höfðaveg að lllugagötu og jafnvel meira. Það er jafnan heilmikið að gerast í kringum þá bæjar- starfsmenn þegar þeir taka sig til og malbika. Verkamenn á fullu og unna sér engrar hvíldar, verk- stjórar á þeytingi, valtarar á fleygiferð og vörubílar keyrðir á útopnu. En öllum þessum látum eru bæjarbúar nú farnir að venjast og kippa sér lítið upp við lætin. En heldur betur var þeim Mikið hefur undanfarið verið rætt um húsnæðis- mál í fjölmiðlum og annarsstaðar, og hefur það varla farið fram hjá neinum. Hér í Vestmanna- eyjum hefur lítið borið á umræðum um þessi mál, og kannski er ekki hér við hinn svokallaða hús- næðisvanda að etja. En eitt atriði hefur þó oft verið minnst á í samræð- um manna á milli. Það er kæruleysi byggingarverk- taka-hér-við að standa við umsamda afhendingar- daga á húsnæði sem kaupandi er jafnvel búinn að greiða að fullu. Og ekki er sjaldgæft að heyra minnst á tvo til sex mán- uði sem afhending dregst og allt upp í heilt ár. Ekki er að efa að mörgum kemur þetta mjög illa, og margireru jafnvel búnirað komið á óvart, er leið áttu hjá Hraunbúðum, skjólmegin, á laugardaginn var. Töldu mannglöggir menn sig sjá þar bæjartæknifræðinginn okkar, Viðar Má Aðalsteins- son, með skóflu í hönd og mokaði hann ákaft og mikið. Og ekki lét hann þar við sitja, því stuttu seinna greip hann sér hrífu í hönd og jafnaði hverja einustu ójöfnu er á vegi hans varð. Ekki tókst nú að festa þennan einstæða atburð á filmu en vert er að vekja athygli á þessu góða fordæmi því flestum þætti víst gaman að sjá fleiri að toppunum í bænum GERA EITTHVAÐ þó ekki væri nema til til breytingar. EINN í VESTURBÆNUM selja ofan af sér fyrra húsnæði og eru því sem næst á götunni og þurfa því að leigja sér húsnæði í lengri eða skemmri tíma. En sjaldan heyrist það að menn hafi reynt að leita réttar síns í þessum málum. Ég hef heyrt, og þykir ekki ósanngjarnt, að á nokkrum stöðum á stór- Reykjarvíkursvæðinu séu verktakar sem ekki standa við umsamdan afhending- artíma, skyldaðir til að borga allan aukakostnað af töfunum, svo sem leigu- kostnað þeirra sem af þeim kaupa, og fleira í þeim dúr. En til þess að þetta geti orðið þurfa hagsmunaaðilar að standa saman en ekki vera bara með óánægjumuldur hver í sínu horni. „Kaupandi” HÚSNÆÐISMÁL JC - er fyrir alla á aldrinum 18 - 40 ára

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.