Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1981, Blaðsíða 1
Sfærsfa fréffablaö Eyjanna Eina óháöa blaöið f Eyjum á FKÉTTIR & 5 VIKUBLAÐ F ^* ^4p *$Sfr ^fítt *t Fréttir koma út í 2300 ein- tökum vikuiega 8. árgangur Vestmannaeyjum 1. október 1981 39. tölublað LANDKRABBI SKRIFAR: Konimar tapa dálitlu fylgi Fyrir síðustu bæjarstjóræ- arkosningar var staða Al- þýðubandalagsins sérlega sterk.. Kosningarnar voru að veru-1 legu leyti latnar af beirra" hálfu snúast um kjaramálin. Auðvitað minntust þeiróspart á hinar óvinsælu aðgerðir eins og Ólafs Jó.- Kjararán, Kauprán og allt það var hrópað hástöfum. Enda fór svo að flokkurinn hér fékk óvenjugóða kosningu, komst yfir 600 atkvæði. SAMA PLATAN EKKI SPILUÐ AFTUR Vart verður sama platan spiluð fyrir kosningarnar í vor. Alþýðubandalagið hefur eins og aðrir fiokkar tekið þátt í af fullum krafti, hinum sígilda vísitöluskollaleik. Það verður örugglega ekki hægt að gera kjaramálin að kosn- ingarmáli fyrir næstu kosn- ingar. Það er ;pví líklegt að einhverjir sem kusu þá síðast, hugsi sig vel.um næst áður en krossinn lendir við G. ÓBREYTT FORYSTA Fullyrða má að litlar breyt- ingar muni eiga sér stað í efstu sætum hjá Alþýðubandalag- inu. Líklega mun fiokkurinn hafa sama háttin á við upp- stillingu og síðast. Valið er á fiokksfundi til efstu sæta list- ans. Rétt er þó að velta þessu aðeins fyrir sér. Sveinn Tómasson hefur ekki á yfirborðinu mikinn kommasvip á sér. Hér er á ferðinni mjög dagfarsprúður maður og vinsæll, enda mað- urinn léttur ogskemmtilegur. Undir þessu yfirborði vellur þó eldrautt kommablóð, sem sjaldan kemst á yfirborðið. Sveinn hefur verið forseti bæjarstjórnar þetta kjörtíma- bil og á gott með að fiytja tækifærisræður. Ekki virkar hann þó sem pólitískur guð- faðir meirihlutans (eins og kollegi hans í Reykjavík, Sigurjón Pétursson). Einhverrar óánægju mun gæta hjá sum- um, að of djúpt sé á komma- blóðinu í Sveini, en vart verður það til að fella hann. Má telja víst að hann skipi áfram fyrsta sætið. Ragnar Óskarsson er aftur á móti hugsjónakommi, enda vel lesinn í Karli Marx, Lenin Maó og öllum þeim köllum. Ragnar er harður baráttu- maður fyrir sinn málstað og gefur hvergi eftir. Heldur hefur hann þó róast er líða tók á kjörtímabilið. Ragnar er mikill áhugamaður um bætt ástand skólamála og sinnir ástand skólamála og sinnir félagsmálaþættinum einnig mikið. Telja má öruggt að Ragnar nái kjöri í annað sætið og verðiþar. maður Snótar er yfirleitt vel liðin af sínum félagsmönnum, enda laus við alla öfga, og lítur á málin af raunsæi. Telja verður víst að hún verði áfram í einu af efstu sætum listans. Jón Kjartansson fram- kvæmdastjóri verkalýðsskrif- stofunnar er nokkuð um- deildur maður, enda hefur hann ákveðnar meiningar á málunum og berst harkalega fyrir sínu. Líklega verður hann á sínum stað á listanum þótt hugur hans stefni að margra áliti frekar á hið háa Alþingi. Elías Björnsson, sjómanna- foringi verður í einu af efstu sætunum. Harður flokksmað- maður, sem enn trúir á fornar kenningar þó margir í hópn- um hafi efast. EKKIÍ VANDRÆÐUM Alþýðubandalagið verður ekki í vandræðum með að skipa í næstu sæti (gætu jafn- vel lánað Framsókn einhverja), flokkurinn á margt af ágætu og baráttuglöðu fólki. Má þar td. nefna úr kennarastétt kvenrétt- indakonur eins og Halldóru Magnúsdóttur og Hjálmfríði Sveinsdóttur. Báðar ætla þessar sér örugglega nokkurt hlutverk. Þá má nefna úr verkalýðsstétt harða baráttujaxla eins og Jón Traustason og Armann Bjarn- freðsson. Og einnig Sigríði Óskarsdóttur. HALDA TVEIMUR MÖNNUM Eins og fram kemur í þessu spjalli er hér um hörkulið að ræða, sem örugglega berst hart fyrir sínu. Eitthvað hrynur þó af fylginu vegna þátttöku Allaballanna í ríkis- stjórn og þátttöku í vísitölu- skollaleiknum en þó ekki það mikið að tveir menn séu ekki öruggir áfram í bæjarstjórn. K J A R N S K o L A V E G 1. SIMI S/F 1300 Höfum tekið að okkur umboðið. Eigum nálar og spólur í allar Toyota-saumavéLar. Frá fundi bæjarráðs 28. september s.l. * Rætt var um fyrirhugaðan fund bæjarráðs með fjárveit- ingnefnd Alþingis 6. október 1981. * Fyrir lá erindi skólameist- ara Framhaldsskólans og skóla- stjóra Stýrimannaskólans, þar sem þeir óska eftir því að geng- ið verði til samninga við Út- vegsbanka íslands um heima- vistaraðstöðu að Heiðarvegi 15. Bæjarráð fellst á erindið. * Erindi frá Jóni Hjaltasyni fyrir hönd Jóns A Sigurjóns- sonar vegna skemmda á ibúð að Foldahrauni 42, 3-A. Bæjarráð samþykkir að kannað verði réttmæti kröfu bréfritara. * Bæjarráð samþykkir að af- skrifa og fella niður gjöld að upphæð kr. 44.359,oo, sam- kvæmt lista. * Fundargerð félagsmálaráðs frá 24. sept. 1981. Bæjarráð samþykkir fundar- gerðina að svo miklu leyti, sem hún gefur tilefni til ályktunar. * Fundargerð safnanefndar frá 25. sept. 1981. Bæjarráð frestar afgreiðslu á 2. lið fundargerðarinnar til næstar næsta fundar, en samþykkir hana að öðru leyti. * Fundargerð stjórnar verka- mannabústaða frá 28. 9. 1981. Varðandi 2. lið fundargerð- arinnar fellst bæjarráð á að sinni verði unnin gróf kostn- aðaráætlun fyrir byggingu í- búðanna, og að kannað verði, hvaða áhrif slík framkvæmd kemur til með að hafa á skuld- bindingar Bæjarráðs. * Fundargerð tómstundaráðs frá 22. 9. 1981. Bæjarráð samþykkir fundar- gerðina að svo miklu Ieyti sem hún gefur tilefni til ályktunar. Þennan fund sátu: Arna Sig- urmundsson, Sigurgeir Krist- jánsson, Sveinn Tómasson, Guðmundur Þ. B. Ólafsson og Páll Zophoniasson. t Lést af slysförum Daníel W. F. Traustason, út- vegsbondi og skipstjóri á Kóp VE, féU í hBfnina í Norðfirði aðfaranótt s.l. ¦unnndags og drukknaði. ÚtfSr DaníeU verður gerð frá Landakirkju n.k. laugardag. Frettir senda aðstandendum Daníela innilegustu samúðar- kveðjur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.