Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1981, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1981, Page 1
Stœrsta fréttablaö Eyjanna Elna óháða blaöið I Eyjum áFRÉmRfe f VIKUBLAÐ f Fréttir koma út i 2300 ein- tökum vikulega 8. árgangur Vestmannaeyjum 8. október 1981 40. tölublað LANDKRABBI: Óháð eða kvennaframboð? Nú, á tímum jafnréttisbar- áttu kvenna, færist í vöxt, að kvenfólkið lætur til sín taka á opinberum vettvangi. Hér í Vestmannaeyjum hefur ekki áður verið um að ræða, að kvenfólk færi sér fram til kosninga, þ.e. utan hinna hefðbundnu pólitísku flokka. Ég hef heyrt orðaskipti um það, að ákveðinn hópur kvenna ætli sér að hafa áhrif á næstu bæjarstjóræarkosniæg- ar hér, en hvort það verður með sérframboði, eða meiri áhrifum innan flokka, verður ekki séð ennþá. Ætla má að með breyttum þjóðfélagsháttum og stöðu kvenna almennt, sé sann- gjarnt að það vinni sér sæti í bæjarstjórninni hér. Hverjar eru líklegar? Vaskar konur æfa nú fram- komu í ræðustól, auk upp- byggingu ræðna, í félagi mál- freyja, sem heitir Hafrót. Eigi skal útiloka þann möguleika að þaðan komi miklir ræðu- skörungar. JC ku ala upp fólk, sem talið er hinir mestu kjaftaskar, og eru konur þar nú að stórum hluta innan félags. Ekki má gleyma þeim kon- um, sem setið hafa á listum pólitísku flokkanna. Vera má, að þær leggi kynsystrum sín- um lið í jafnréttisbaráttunni og leggi á brattann utan flokka, þar sem þeim hefur gengið, mörgum hverjum, erfiðlega að klifra metorða- stiga hins flokkspólitíska lífs. Hér er aðeins reynt að spá í komandi tíma, en ekki slegið neinu föstu. Margoft hefur það verið sagt, meðal kven- fólksins, að það sé afskipt í félagsmálum, og því þá ekki að grípa tækifærið og slá körlunum við. Óháð framboð karla? Alltaf eru til menn, og ekki óeðlilegt, sem illa sætta sig við að láta stimpla sig með ákveðnum lit. Segja þeir að lítið sé annað upp úr því að hafa en nöldur og nag að standa í flokkspólitík, og bæta jafnframt við, að það séu ekki málefnin, sem barist séu um, heldur pólitísk völd, sem þjóni þeim eina tilgangi að koma mönnum sínum betur fyrir í samfélaginu. Þettamá vel satt vera. Þess Sjúkrahúsið: r 100 MANNS Á LAUNASKRA Fréttir höfttu samband við Eyjólf Pólsson, framkvacmdastjóra Sjúkra- húss Vestmannaeyja, og lögðu fyrir hann nokkrar spurningar varðandi rckstur Sjúkrahússins. Hve lengi hefur þú starfað sem framkvæmdastjóri fyrir Sjúkrahúsið. - Rúmiega 7 ár. Hvemig gengur rekstur Sjúkrahússins um þessar mundir? - Nánast öll sjúkrahús í land- inu eiga í fjárhagserfiðleikum, þó í mismunandi mæli. Um þessar mundir er fjárhagsstaða sjúkrahússins mjög slsm. Auk hins almenna vanda, sem sjúkra- húsin á landinu búa við, höfum við þá sérstöðu að vera með stærra sjúkrahús en þörf er fyr- ir. Meðan reksturinn er að mestu leyti fjármagnaður með daggjöldum, kemur það engum stofnunum jafnilla og þeim, sem búa of stórt. Hvað kostar að vera á sjúkrahúsi pr. sólarhring? - Frá 1. september s.l. er daggjald kr. 790. Til saman- burðar má geta þess, að daggjald á Borgarspítalanum er kr. 1.517. Nú hafa mttrga líknarfélög og einkaaðilar gefið stórfé til sjúkrahússins í formi tækja og annarra hluta. - Eru slík framlög til þess að veikja möguleika sjúkrahússins til að fá fjármagn frá ríkinu? - Eg tel ekki svo vera. Eins og Fram kemur í spumingunni hafa mörg félög og einstaklingar gefið stórgjafir til stofnunarinnar með þeim árangri að Sjúkrahús Vest- mannaeyja er betur búið tækjum en flest eða öll önnur sjúkrahús hér á landi af sambærilegri stærð. Hefði ekki komið til þetta myndarlega átak bæjarbúa, væri sjúkrahúsið án margra nauðsyn- legra tækja í dag. Hversu margir vinna við sjúkrahúsið nú? - Samtals eru stöðugildi 68, 60 á sjúkrahúsinu og 8 á heilsu- gæslustöð. Á launaskrá eru að jafnaði um 100 manns, þar sem margir eru í hlutastarfi. Er ráðið í allar stöður? - Nú, eins og oft áður er verulegur skortur hjúkrunar- fræðinga. Til að vega þar upp á móti, hafa verið ráðnir fleiri sjúkraliðar en eUa, en það leysir þó aðeins hluta þess vanda, sem hjúkrunarfræðingaskotturinn vdd- ur. Að öðru leyti er ekki um að ræða skort á starfsfólki nú. í einu bæ j arblaðanna í síð- ustu viku kemur fram gagn- rýni heilsugæslulækna og meinatækna á kallkerfl sjúkrahússins. - Af hverju kemur þcssi tilkynning frá vegna er ekki loku fyrir það skotið, að nokkrir gallharðir menn, óháðir hinu flokks- pólitíska valdi, leggi til atlögu við „kerfíð“ og muni ætla sér að skapa glundroða innan bæjarstjórnar með því að taka eins og einn til tvo menn af hvorum helmingi bæjar- stjórnarinnar í vor. Engin nöfn verða hér nefnd, enda erfítt að spá fyrir næstum heilt ár um fram- vindu mála óháðra borgara. Hef ég þó sannfrétt, að lítill kjarni óháðra kjósenda, hafi komið að máli við forsvars- mann eins bæjarblaðanna um að fá inni með greinar fram að kosningum. Læt ég hér staðar numið að sinni, en mun skrifa síðar í Fréttir, þegar nær dregur kosningum. Sparisjóðurinn eykur þjónustuna: Nýir þessum aðilum, en ekki frá Sjúkrahúsinu sjálfu? - Þegar kallkerfi sjúkrahússins var keypt á sínum tíma, var það valið í þeirri góðu trú, að það myndi þjóna tilgangi sínum. Seljandinn, sem er fagmaður á þessu sviði, taldi öruggt, að kallið næði til allrar eyjunnar. Langdrægni reyndist nóg, en síðar kom í ljós, að geislinn afskermaðist á vissum stöðum í bænum (einkum innanhús®). Var þá leitað til seljanda og óskað upplýsinga um úrbætur. Að hans mati var ekki hægt að benda á ákveðna lausn, en ýmsir möguleikar nefndir, sem þyrfd að gera prófanir með. Fyrirfram var ekki hægt að segja hvemig þeir dygðu. Helst var talað um dýran sendi, en ekki þótti ráðlegt að kaupa hann, án vissu um, að hann skilaði árangrL Þegar sýnt var eftir talsverðan tíma, að ekki væri að vænta öruggra úrbóta frá seljanda var leitað til heimaaðila. Þegar hefur nokkur úrbót fengist, en ekki fullnægjandi að mati heilsu- gæslulækna. Enn standa yfir prófanir og er vonast til að þær geti leyst málið endanlega. í þeim tilfellum, sem ekki hefur náðst til heilsugæslulækna un kallkerfið, telja þeir sig hafa FRAMHALD Á BLS. 2 Sparisjóður Vestmanna- eyja hefur nú breytt til í þjón- ustu við viðskiptavini. Teknir hafa verið upp tveir nýir lánaflokkar, annarsvegar Launalán og hinsvegar Heimilislán. Heimilislán geta allir stofnað til með því að gera skriflegan samning um reglu- bundinn spamað, sem svo aftur veitir rétt til láns að hinu umsamda tímabili loknu. Þau skilyrði sem sett eru fyrir þessu láni, eru þau, að við- komandi má hvergi vera í vanskilum við lánastofnanir. Tímalengd sparnaðartíma- bilsins eru 3-18 mánuðir á almennum reikningum. Lánshlutfall á almennum reikningum er 12-36 mánuðir á verðtryggðum reikningum. Lánshlutfall á almennum reikningi er 100%, 125% eða 150% ofan á það sem er sparað, en 100% ofan á heild- arinnistæðu. Því lengur sem sem sparað er, því lengra lán er hægt að fá og hærra. Launalán geta allir við- skiptamenn sparisjóðsins fengið, sem fá laun sín, eða tryggingabætur greiddar reglulega inná reikning sinn í sparisjóðnum. Reikningseig- andi verður að vera skuldlaus við sparisjóðinn. Heimilis- lánin eru þó undanskilin. Réttur til lántöku kemur eftir ákveðið tímabil, þó minnst 3 mánuði og þá ber að leggja inn skriflega umsókn. Lánsfjárupphæð getur ekki farið framúr fjórföldum mán- aðarlaunum og lánstími er allt að 18 mánuðir. Viðskiptavinir, sem flytur búferlum, t.d. með viðskipti úr sparisjóði í Rvík til Vest- mannaeyja, getur flutt við- skipti sín með sér með öllum þeim réttindum, sem hann hefur unnið sér inn í Rvík, Upplýsinga- og kynning- arbæklingar liggja frammi í sparisjóðnum, auk þess sem ístarfsfólk sparisjóðsins er reiðubúið til aðstoðar. ÞÚ FÆRÐ ÞAÐ I KJARNA! Rennibekkir og úrval handverk- færa. Transistoikveikjur í bíla. mikið úrval af loft- og veggkúplum, ódýr vasaljós ofl. ofl. KJARNI SF

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.