Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1981, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1981, Side 1
trenapiao Eyjanna 8. árgangur Fréttir koma út 1 2300 ein- tökum vikulega Vestmannaeyjum 15. október 1981 41. tölublað Eyjamenn missa fulltrúa sinn í óárveitinganefnd Alþingis Það er ávallt mikið kapps- mál fyrir byggðalög að eiga fulltrúa í Fjárveitingamefnd Alþingis sem er níu manna nefnd. Er því oft hart barist um sæti í nefndinni í upphafi kjörtímabils. Það var því Eyja- mönnum mikið ánægjuefni þegar það spurðist að Guð- mundur Karlsson alþm. hefði verið kjörinn í nefndina á sl. ári. Fjárveitinganefnd er fyrst og fremst vinnunefnd, og krefjast störf í henni mikillar vinnu, og oft á milli þess sem Alþingi situr. Fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar skiptir því miklu máli að eiga beinan aðgang að fuUtrúa í fjárveit- inganefnd, og voru Bæjar- ráðsmenn í Reykjavík í sl. viku til m.a, viðræðna við nefndina. Það eru því mikil ótíðindi að Guðmundi skuli vikið úr nefndinni tU að rýma fyrir fulltrúa Austfirðinga, sem töldu sig afskipta en gleyma því jafnframt að tveir af þingmönnum þeirra em ráðherrar, tveir þingforsetar og einn m.a. formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar og formaður bankaráðs Seðla- bankans. Að ógleymdum kommissar Framkvæmda- stofnunar, sem slagar hátt í ráðherræmbastti. Mun Sverrir Hermannsson alþm. og komm- issar hafa stjómað atlögunni að Guðmvmdi og fengið til liðs við sig ýmsa þingmenn í flokknum sem handgengnir hafa þótt Geir HaUgrímssyni formanni flokksins. Þar sem Guðmundur og EgiU Jónsson urðu jafnir að atkvæðum, þurfti að varpa hlutkesti á miUi þeirra. Er þetta í annað sinn sem Sverrir reynir að troða AgU í sæti Vestmannaeyinga, og í þetta sinn tókst ráða- bmggið. Viðbrögð Guðmundar Karlssonar í þessu máU, em ofur eðUleg, og hefur flokks- Emil Þór Sigurðsson er 27 ára Reykvíkingur. Hann nam portrettljósmyndun hjá stúdío Guðmundar á ámnum 1973- 1977 og eftir það starfaði hann hjá Ljósmyndastofu Kópavogs í tæp 4 ár, en er nú fréttaljósmyndari hjá Vísi. Þær myndir sem em á sýningunni eru unnar á sl. 3 árum og eru myndinar víðs- vegar af landinu. Hasselblad myndavél var notuð við verkið með til- heyrandi gleiðhorns- og að- dráttarlinsum. Eina sýningu hefur Emil að baki, og var það svart-hvít ljósmyndasýning í sýningarsal Arkitektafélagsins á Grensásvegi í sept 1976 og bar hún heitið ”BROT 76.” Finnur P. Fróðason er fæddur í Kaupmannahöfn 1946 Að loku námi í innanhúss- arkitektúr flutti hann til ís- forystan fengið það óþvegið, og virðist ógæfu flokksfor- mannsins aUt verða að vopni, núna rétt fyrir Landsfund flokksins. I þessu máli sem mörgum öðrum er greinilegt að lands- hlutasjónarmið eru sífeUt að verða sterkari á Alþingi, og standa þar fremstir í flokki Aust- og Vestfirðingar, og skiptir ekki máli í hvaða flokk- um þeir em á þingi. lands árið 1967. Hefur ljós- myndun verið aðaláhuga- málið undanfarin ár. Raunar má segja að þetta áhugamál sé nátengt starfinu vegna vinnu hans með liti og formsköpun. Og það er ef til viU vegna starfsins sem hann hefur mik- inn áhuga á ljósmyndun húsa og umhverfis þeirra. Finnur er sjálfmenntaður í ljósmyndim og hefur haldið eina sýningu í Árbæjarsafni sumarið 1978. Eldri myndimar em teknar með Konica T3ogT4mynda- vélum en síðasta árið hefur hann notað Mamiya 645 1000S. Auk áðumefndra sýninga héldu EmU Þór og Finnur saman stóra sýningu á Kjar- valsstöðum síðastliðið vor. Sýningin í Landlyst verður opin laugardag og sunnudag kl. 14 - 19. Ljósmyndasýning í Landlyst Hlutur Eyjamanna og Sunn- lendinga hefur ekki þótt góð- ur nema þá helst í Fjár- veitinganefnd og Byggðasjóði. En nú er ráðist að fulltrúa okkar Eyjamanna í fjárveit- inganefnd, og spurning hvort þessir greifar reyni ekki næst að krukka eitthvað í stjórn Byggðasjóðs. En meginmáli skiptir að nú hefur verið vegið að hags- munum Eyjamanna og full- trúa okkar í fjárveitinganefnd vikið frá. Það má því segja að þrátt fyrir að við eigum þrjá þingmenn á Alþingi þá situr enginn þeirra lengur í mikil- vægri þingnefnd. Eftir því sem blaðið hefur fregnað er von á Guðmundi Karlssyni til Eyja í dag og mun hann funda í kvöld með trúnaðarmönnum Sjálfstæðis- flokksins, en vitað er flokks- menn standa einhuga með honum í þessari deilu við for- ystu flokksins. Lionsmenn selja Ijósaperur um helgina Nú um helgina munu Lions- menn ganga í hús og bjóða ljósaperur til kaups. Sala á jólaperum og jóla- dagatölum er eflaust sú fjár- öflun sem flest ykkar þekkja. Þá knýja Lionsmenn dyra hjá ykkur og bjóða þennan vaming til sölu. Allir félagarnir leggja hönd á plóginn, enda er það hefð í Lionsklúbbnum að vera virkur í starfi. Hjá okkur segir enginn Nei, þegar hann er kvaddur til starfa fyrir klúbbinn. Allur ágóði af sölunni rennur í líknarsjóð klúbbsins. í lögum Lionsklúbbanna er ákveðið að allt það fé er safnast meðal almennings skuli ganga óskert til þeirra líknar- eða menningarverk- efna er viðkomandi Lions- klúbbur vinnur að hverju sinni. Eigin félagsstarfssemi má því klúbburinn ekki kosta af því fé sem safnast kann meðal almennings. Til slíkra þarfa koma árgjöld félaganna. Þetta markmið munum við ávallt hafa efst í huga, er við ákveðum verkefni Lions- klúbbs Vestmannaeyja. Og á hvem hátt við ráðstöfum því fé, er við söfnum. Bæjarbúar hafa alltaf tekið vel á móti Lionsmönnum þegar þá hefur borið að garði í söluferðum sínum. Viljum við þakka af alhug stuðning á undanfömum árum og vonum að bæjarbúar taki vel á móti okkur nú sem áður, og styrki líknarsjóð klúbbsins um leið og þeir kaupa ljósa- pemr til vetrarins. Fréttatilkynning frá Lionsklúbb Vestmannaeyja Við eigum til Blástursofha Geysilegt úrval af loftkösturum Útvörp með kassettutæki Gítameglur, strengi og klemmur og margt margt fleira Gjörið svo vel og litið inn!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.