Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 1
Stœrsta fréttablað Eyjanna Eina óháða blaðið I Eyjum áFRÉTTIRé % VIKUBLAÐ f 8. árgangur Vestmannaeyjum 22. október 1981 42. tölublað Sr. Melvin Schroder heldur fyrirlestur í húsi KFUM & K Þriðjudaginn 27/10. Klukkan 8.30 e.h. Skýrslan komin Á fundi bæjarráðs sl. mánudag var lögð fram greinargerð frá ráðgjafa- fyrirtækinu HANNAR í Reykjavík, um úttekt á rekstri ýmissa bæjarstofn- ana. En bæjarstjórn ákvað í síðasta mánuði að fram- kvæma slíka úttekt og fela verkið hlutlausum aðila, með mikla sérþekkingu á sviði rekstrar og skipu- lagningar. Að sögn Arnars Sigur- mundssonar bæjarráðs- manns, er éfni skýrslunn- ar trúnaðarmál, þar til Benedikt Gunnarsson rekstrartæknifræðingur hef- ur átt viðræður við bæjar- ráð. En við það er miðað að Benedikt komi á fund bæjarráðs nk. mánudag. Handmenntaskóli Islands tekinn til starfa JC dagur á laugardaginn N.k. laugardag, 24. okt. er haldinn JC dagur um allt land. Öll JC félög í landinu, nú samtals 33, gera eitthvað til að halda upp á daginn. JCV heldur dansleik í Sam- komuhúsinu og leggur mikla vinnu í þetta verkefni. Allur ágóði rennur óskiptur til styrktar Þroskahjálp í Eyj- um. Gjaflr til byggingar V.V.V. Nýlega hafa fjáröflunar- nefnd Verndaðs Vinnustað- ar borist eftirtaldar gjafir, sem hér með er þakkað fyrir: Áheit Sigr. Óskarsd. kr. 100.00. Ágóði af hlutaveltu: Svavar Vignisson Illugag. 59, og Guðm. Ingi Jóhannesson Fjólug. 17... Kr. 60.00. Ragnar Sigurjónss. Brekast. 22 og Ámi Pálsson Brekast. 15b. ...Kr. 84.10. Ágóði af dansleik Óli Pétur og Hrönn Bergþórsd. f.h. J.C. ...Kr. 1.432.00. Samtals kr. 1.676.10 Við leyfum okkur að minna á verðtryggðan sparireikning V.V.V. í Utvegsbankanum nr.700188. Hjálparstofnun kirkjunnar Hazelden-hópurinn, S. Á. Á. og Áfengisvarnarráð í sam- ráði við biskup íslands, efna til námsstefnu í Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum fyrir presta, kennara, lækna, sálfræðinga og aðra þá sem mæta vanda- máhim drykkjusjúkra í störfum sínum. Boðið hefur verið hingað til Hjálparstarf Aðventista þakkar öllum Vestmanna- eyingum, sem gáfu svo örlát- lega til hjálparstarfsins. Villtu vita meira um hjálparstarfið? Kvikmyndin MASANGA verður sýnd í Aðventkirkj- unni að Brekastíg 17 fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Þessi mynd sýnir á áhrifaríkan hátt hvemig hægt er að bjarga holdsveikum og ráða bót á fötlun þeirra. Myndin er frá hinu vel- þekkta Masanga holdsveikra- sjúkrahúsi í Sierra Leone, sem er eitt af mörgum verk- efnum hjálparstarfsins. DON LOWE, stofnandi sjúkrahússins er staddur hér ásamt yfirmanni Hjálparstarfs aðventista í Bretlandi, Martin lands merkum kennara fyrir- lesara og presti, Sr. Melvin Schroder, sem er starfandi í hinni þekktu meðferðarstofnun Hazelden Foundation í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann mun flytja fyrirlestur og sýna kvikmynd í húsi KFUM þriðjudaginn 27/10 kl. 8.30 e.h. Allt áhugafólk um áfengis- vandamálið velkomið! Bell og munu þeir greina frá Hjálparstarfi Aðventista í Afríku og víðar, og svara spumingum. Öllum er boðið að sjá þessa kvikmynd og kynnast h j álparst arfinu. Eins og fram kom í Fréttum nýlega, samþykkti bæjarstjórn tillögu minnihlutans um að lögn stálpípu frá daelustöA yrði for- gangsverkefni hjá bæjarsjóði. Var strax haflst handa um und- irbúning verksins, og lögnin falin Arnar & Þórði ásamt suðu- mönnum undir stjórn Sigga Gúmm og Áhaldahúsi bæjarins, sem tók eystri hluta lagnar- innar. Samhliða þessu verki var farið í að grafa upp og koma fyrir einangrunarplötum í eldri lögn. Lánuðu frysdhúsin mannskap í þetta verk, sem nú er að mestu leyti lokið. Þcgar þetta er ritað er nokk- ur hluti stálpípanna kominn í baeinn en þau eru cinangruð hjá fyrirtækinu SET á Sclfossi. Er nú von til þess að rekstrar- öryggi hitaveitunnar aukist verulega. Nú em liðnir um sjö mán- uðir frá því Handmennta- skólinn tók til starfa og er komin nokkur reynsla á það, hvernig haxm starfar. Skólinn er ekki bara einhver skrifstofa í Reykjavík, sem sér um að senda og taka á móti verkefn- um og lausnum, heldur hver einn og einasti nemandi, sem tekur þátt í skólastarfínu. Hingað til hefur samband- ið verið lítið milli nemenda, en úr því hefur verið bætt með útgáfu á nemendablaði HMÍ, sem fengið hefur nafn- ið Membla. Nemendur í HMÍ í teikn- un og málun eru nú 147 og fer fjölgandi með hverjum degi sem líður. Af þeim em um 70% utan Reykjavíkur og skipting milli kynja er: 3/4 konur og 1/4 karlar. Því má við bæta að kvenfólkið er mun harðara i að ljúka sínum verkefnum en karlarnir.-Það er gamla sagan með sterkara kvnið.... Auk teiknunar og málunar býður HMÍ sérstök Bama- námskeið í teiknun og föndbi. Þetta er mjög umfangsmikið prógram, sem verið hefur unnið að síðustu mánuði vegna þess fjölda fyrirspuma, sem borist hafa um verkefni fyrir börn. Alls verður um að ræða 15 sendingar fyrir böm og kennir margra grasa. Reikna má með að þessi þáttur verði mikið notaður af börnum, sem búa vítt og breitt um landsbyggðina. Þeir, sem vilja kynna sér ánar starfsemi HMÍ, ^eta fengið sent heim kynning- arrit HMI sér að kostnað- arlausu, en þá skal skrifa til HMÍ í pósthólf 10340 110 Reykjavík, eða hringja í síma skólans, sem er 28033. Þess má að lokum geta að nokkrir Vestmanneyingar em þegar á nemendaskrá HMÍ. Vestmannaeyjum 20/10 1981 F.h. Fjáröflunamefndar V.V.V. Jóhann Friðfinnsson FRYSTIKISTA GRILLOFN Hjálparstarf Aðventista SEGULLAMPAR SEM MARGIR HAFA SPURT UM (EN FÁIR FENGIÐ) B ÓK AHILLUR 60, - 90, og 120 sm breiðar MAKITA HANDVERKFÆRI MESTA ÚRVAL BÆJARINS......... ...OG BESTA!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.