Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 2
i*r *&&r *$4ír •*&, á FRÉTTIR k I1 Ritstjóri og óbm.: Guölaugur Sígurósson Útgefandi: EYJAPRENT HF. Filmusetning og offset-prentun: Eyjaprent hf. Strandwegi 47, 2. hœö Simi 98-1210 1 f' HÚSBYGGJENDUR! Höfum hafíð framleiðslu á furupanel úr ofnþurrkuðu efni í lengdunum 4.20 - 5.70. Verð aðeins kr. 105.- pr. fermeter. TRÉSMIÐJA ÞÓRÐAR SÍMI 2640 BÍLL TIL SÖLU MAZDA 929 árgerð 1980 góður bill. Upplýsingar í sima 2055 Brekkugötu 1 - Sími 98-1534 A flugvelli sími 1464. Við skákborðið Siðastliðinn fimmtudag luku þeir í eldri flokknum sínum skákum í Haustmót- inu 1981. Eins og búist var við, þá breyttist hjá þeim Guðmundi og Kára ekkert, þeir unnu báðar sínar skákir. Guðmundur vann Jón Magnús, og Kári vann Hall- dór Gunnar og það er því líkast að sumir hafí einhverja minnimáttarkennd er þeir tefla við Kára og leika miklu slakar en efni standa til, en þetta er ástæðulaust, menn hafa nægan tíma til þess að hugsa og þurfa þess vegna ekki að gera eintómar gloríur. Hallgrímur hafði að vinna Sævar eftir langa og erfíða baráttu. Jón Pálsson tapaði fyrir undirrituðum eftir að hafa haft frumkvæðið alla skákina, en hann komst í tímahrak og "hleypti refnutn í réttina” sem ruslaði þar með mönnum og peðum með skák í allar áttir. En á eftir þegar betur var að gáð, þá hefði Jón getað unnið þó hann væri orðinn liðfærri. "Engan það undri þó úlfur lambi sundri. ” Úrslitin í mótinu urMu þessi: Sæti: Nafn: Vinningtm (Af 7 mögulcgum) 1. Guðmundur Búason 6'A 2. Kári Sólm.son .... 6,0 3. -4. Hallgrímur Óskarsson og Sig. Andrésson.....5,0 5.-6. Sævar Halldórsson og Jón M. Björgvinsson... 5,0 7. Jón Pálsson.......2,0 8. Halldór Gunnarss. . 1,0 Nú um næturvetur er mér litið í bókina, Saga daganna eftir Ama Bjömsson og við komu vetrarins segir þar að til foma hafi menn stofnað til vetumáttafagnaðar og þá átt tilteið magn af öli til þessarar gleði, en nú er allt slíkt athæfi bannað með lögum og menn verða því að blóta á laun ef þeir vilja halda þessum foma og ágæta sið. Öllum þessum veislum fylgdu nokkrir helgisiðir og í heiðn- um sið virðist hafa verið blóta til árs og friðar á móti vetri og þá dmkkin full heiðinna goða og vætta. En í rauninni var lítil ástæða til að fagna komu Veturs konungs, sem síst hefur þótt neinn auðtúsu- gestur. Svo mjög hafa menn óttast þessa árstíð að í gamalli vísu frá seinustu öld hefur staðið:,, Öllu verri er veturinn en Tyrkinn. ”- Lengra verður varla komist í óhugnaði en að telja nokkurt fyrirbæri verra en sjálfan Hundatyrkjann. Við í Taflfél. Vm. vonumst nú til að veturinn verði okkur hagstæður þó við svo blótum ekki sérstaklega þessi árstíða- skifti og kemur þar víst helst til vöntun á öli, og svo fer ekki vel saman, öl að teiga og tafl að þreyta. Þá hefur það verið ákveðið að Skákþing Vestmannaeyja geti hafist fyrr en oft áður og er það gert með það fyrir augum að sjómönnum sé hægar að taka þátt í því en ella. Sú nýbreytni verður nú tekin upp, að raðað verður í flokka eftir ELO skákstigum og við búumst við góðri þátttöku á þessu mati. I kvöld fer svo fram af- hending verðlauna í Haust- mótinu. Þá má ekki gleyma skák haustsins, sem útstillt er í glugga Flugleiða en fyrstu leikimir em þeir sömu og hjá þeim Karpov og Kortsnoj í 6 skákinni, en í 5 leik bregður Kári út af og leikur B-e-7, en Kortsnoj drap þá e-4 með riddara og er það kallað hið opna afbrigði. Sigmundur Andrésson Til gamans fyrir þá sem ékki eru hér í bænum en lesa og fá FRÉTTIR læt ég koma þá leiki sem komnir em: Guðmundur Kári Búason Sólmundarson Hvítt Svart 1. e-4 1. e-5 2. R-fi 2. R-c6 3. B-b5 3. a-6 4. B-a4 4. R-f6 5. o-o 5. B-e7 Auðunn Jörgensson efstur í ungl- ingaflokki á Haustmótinu 1981. Eiður Guðnason, alþingismaður: Flytur tíllögu um breytingu á útvarpslögunum Á nýbyrjuðu Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um breytingu á út- varpslögum númer 19 frá 5. apríl 1971. Breytingin er svofelld: 1. gr. Á eftir 1. mgr. laganna 2. gr. komi: „Ríkisútvarp- ið útvarpar og sjónvarpar dagskrá hvern dag árið um kring. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerð með frumvarpinu segir: „Á síðastliðnu vori voru fímmtíu ár liðin frá því að Ríkisútvarpið tók til starfa. Á þeirri hálfu öld, sem útvarpið hefur starfað, hef- er dagskrá þess lengst jafnt og þétt og er nú svo komið að Ríkisútvarpið útvarpar dagskrá frá klukkan sjö að morgni nær alla daga fram undir og fram yfír mið- nætti. Vaxandi kröfur eru uppi um enn lengri og fjölbreyttari útvarpsdag- skrá: næturútvarp, aðra dagskrárrás og hérarðsút- varp. Sjónvarpsdeild Ríkis- útvarpsins tók til starfa 30. september 1966 og hefur því á þessu hausti starfað í fimmtán ár. Dagskrá sjón- varps hefur lítið lengst frá því skömmu eftir að Sjón- varp hóf útsendingar. Hef- ur útsendingartími lengst af verið 20-25 klst. á viku. Á þessu ári var dagskrá Sjón- varps raunar stytt vegna mikilla fjárhagsörðugleika stofnunarinnar. Frá upphafí Sjónvarps hér á landi hefur það verið svo, að útsendingar hafa ekki erið á fímmtudögum, né heldur í júlímánuði og raunar nú seinni árin nokk- uð fram í ágúst. Sú ákvörðun að hafa ekki sjónvarp á fimmtudögum mun á sínum tíma hafa átt rætur að rekja til þess, að við upphaf sjónvarps voru þeir býsna margir sem horfðu á alla dagskrána alla daga, sem sent var út. Óttuðust menn að stofnun sjónvarps mundi hafa lam- andi áhrif á félagsstarfsemi og fundahöld og væri því ákjósanlegt að hafa einn sjónvarpslausan dag. Það mun og hafa átt sinn þátt í þessari ákvörðun, að nauð- syn var talin bera til að hafa einn dag vikunnar, þar sem ekki væri útsending, til þess að fámennu starfsliði á upp- hafsárum Sjónvarpsins gæfist kostur að hlúa að og viðhalda tækjakosti stofn- unarinnar, sem að hluta var fenginn gamall erlendis frá. Nú eru fímmtán ár síðan Sjónvarpið tók til starfa Félagslíf hefur aðlagast til- vist og tilveru þessa fjöl- miðils, sem hvorki verður séð að hafí lamað félagslíf, né menningarstarfsemi - miklu fremur hið gagn- stæða. Þá hefur starfsliði Sjónvarps fjölgað verulega og eru því röksemdir fimmtudagsloKunar brott fallnar. Ekki verður séð að sú ákvörðun, að loka Sjón- varpi vegna sumarleyfa starfsfólks í júlímánuði hafí verið ætluð til frambúðar. Hún var komin til af illri nauðsyn. Er sjónvarp hófst voru fáir einstaklingar sem kunnu til verka við þá tækni, sem þar er beitt, og þeir störfuðu nær allri hjá Sjónvarpinu. Nú eru nægu tækni- og dagskrármennt- uðu starfsfólki til að dreifa í landinu sem getur leyst fasta starfsmenn Sjónvarps af í sumarleyfum, þannig að meginrök fyrir sumarleyfís- lokun, sem voru í upphafi, eru ekki lengur til staðar. Þá er þess að geta, að vaxandi óánægju virðist gæta með sumarlokun Sjónvarps. Hef- ur þess ekki síst orðið vart hjá öldruðu fólki, öryrkj- um, sjúklingum og þeim sem ýmissa hluta vegna eiga ekki heimangengt, en eru tryggustu áhorfendur sjón- varpsins. Ríkisútvarpið hefur vissulega skyldum að gegna gagnvart þessum að- ilum. Víst er að fullfrískt fólk, sem fer allra sinna ferða, saknar ef til vill ekki sjón- varps um hásumarið, en það er ekki meginatriði þessa máls. Þetta frumvarp er flutt til að taka af tvímæli um að útvarpa skuli og sjónvarpa alla ársins daga og að því verði bætt og aukin þjónusta þessarar mestu menningarstofnunar okkar, sem er sameign ís- lensku þjóðarinnar. Nánari grein verður gerð fyrir málinu í framsögu.“ Guðmundur Búason efstur á Haustmótinu 1981. Hfélag kaupsýslumanna VESTMANNAEYJUM VIÐ VERSLUM í Vestmannaeyjum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.