Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1981, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1981, Qupperneq 4
Bæjarsjóður: Útgjöld framúr áætlun Bæjarráð... mánudaginn 12 okt. ....Fy .ir lágu bréf frá Verka- lýðsfélagi Vestmannaeyja, dags 29. 09. sl. og starfs- mannafélagi Vestmanna- eyjabæjar dags. 29. 09. sl. Félögin segja upp gildandi kjarasamningum, miðað við að þeir verði lausir í lok samningatíma. Ennfremur setur starfsmannafélagið fram kröfugerð í samræmi við formannaráðstefnu B.S.R.B. sem haldin var í síðasta mánuði. ■ ....Bréf frá Samkomuhúsi Vestmannaeyja hf. dags 3. okt. sl. Þar er farið fram á við bæjarstjóra að breyt- ingar verði gerðar á 47. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar, til sam- ræmis við breytingar sem gerðar hafa verið á lög- reglusamþykkt fyrir Reykja- vík, Akureyri og Hafnar- fjörð. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita um- sagnar bæjarfógeta á tillögu á breytingu á 47. gr. lög- reglusamþykktar fyrir Vest- mannaeyjar. ■ ....Bréf frá ALFA nefnd ’81 á vegum Félagsmálaráðuneyt- isins, dags. 20. 09. sl. í bréf- inu kemur fram að áformað er að halda sérstaka ráð- stefnu um aðgengismál fatl- aðra 11.-12. nóvember nk. í Reykjavík. Handbolti Á laugardag kl. 13.30 leika Týr og Stjarnan úr Garðabæ. Stjarnan er mjög sterkt lið, vann m.a. Þór hér fyrir hálf- um mánuði. Lið Týs hefur nú breyst, þar sem þjálfarinn, Stefán Halldórrsson úr Val, leikur nú með liðinu sem löglegur leikmaður. Sú nýbreytni verður tekin upp nú, að ílaggað verður við Iþróttahúsið þegar Týr keppir í handboltanum í vetur. Fréttatilkynning. Álagningu bæjargjalda er nú lokið. Virðist sem álagn- ingu fasteignagjalda, útsvara og aðstöðugjalda gefí bæjar- sjóði um 27 millj. nkróna, sem er nær sama og Fjárhags- áætlun Bæjarsjóðs 1981 gerði ráð fyrir. Aftur á móti munu ýmsir rekstrarliðir og og nokkrar framkvæmdir ávegumbæjar- ins hafa farið töluvert fram úr áætlun. Er greinilegt að þetta er farið að valda bæjarráði nokkr- um áhyggjum. Er áberandi að farið er að vísa ýmsum fjár- beiðnum frá bæjarstofnunum yfir á næsta ár. Ekki liggur fyrir hve há upphæð er þarna á ferðinni, en fulltrúi minnihlutans í bæjarráði, Amar Sigurmunds- son tjáði blaðinu að ef ekkert yrði að gert stefni í að rekstur og framkvæmdir fari allt að 5 millj. nýkr. fram úr áætlun. Ekki væru til fjármunir í bæjarsjóði að mæta slíku, og yrðu menn að gera sig klára í að draga úr framkvæmdum sem eftir er að árinu, og halda rekstrarkostnaði bæjarins í algjöru lágmarki. Mun mál þetta koma upp á borð bæjarráðs á næsta fundi, en á síðasta fundi voru niður- stöður bókhalds fyrstu 9 mánuði ársins kynntar bæjar- ráði. Á þessum sama fundi kom fram að innheimta bæjargjalda hefur gengið heldur betur en í fyrra og var búið að inn- heimta 56.8% af álögðum gjöldum með eftirstöðvum og dráttarvöxtum á móti 52.7% á sama tíma 1980. Hjálparstarf Aðventista Sýnir kvikmyndinaMASANGA í Aðventkirkjunni við Brekastíg, í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30 Don Lowe stofnandi holdsveikrasjúkrahússins í Masanga og Martin Bell yfirmaður Hjálparstarfs Aðventista í Bretlandi munu kynna starfið og svara spurningum. Allir velkomnir Aðventsöfnuðurinn BÆJARBÚAR! Sláið tvær flugur í einu höggi, skemmtið ykkur og dansið í blómum skreyttri Höllinni, og styrkið Þroskahjálp Vestmannaeyjum. Húsið opnar kl. 21.00 og þá verður gestum boðið upp á drykk, skemmtiatriði, miðnæturverð ofl. ofl. Hljómsveitin Radíus leikur fyrir dansi. - Allir sem starfa og starfað hafa að dansleiknum, gefa vinnu sína. Miða- og borðapantanir eru í símum 1789,2528, 2163 og 2398. Miðasala einnig í Samkomuhúsinu föstudag kl. 20-21 og laugardag kl. 14-16. - Ykkar stuðningur er þeirra styrkur - JC-VESTMANNAEYJAR HELGARDAGSKRÁ SJÓNVARPSINS FÖSTUDAGUR 23/10: LAUGARDAGUR 24/10: SUNNUDAGUR 25/10: l II1111111 nm 111111111111111 m 111111 ■ i ■ 111111111111111 i i, i 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og Veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfínni 20.50 Allt í gamni m/Harold Loyd 21.15 Fréttaspegill Þáttur um innlend og erlend málefni. 21.45 Sjö dagar í maí (Seven days in may) Bandarísk frá 1964. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Burt Lancaster, Frederic March, Ava Gardner og Martin Balsam. Ofursti í bandaríkjaher kemst á snoðir um samsæri háttsetts hers- höfðingja til að steypa forsetanum af stóli og ætlar hann sjálfur að komast til valda. 23.40 Dagskrárlok BÍLL TIL SÖLU Renault 16, árg. 1977 er til sölu. Ekinn 33 þús. km. Upplýsingar í síma 1904. 17.00 íþróttir 18.30 Kreppuárin (Áttundi þáttur.) Þetta er annar þáttur af þremur frá danska sjón- varpinu. Hann fjallar um Rikke, tíu ára gamla stúlku sem er nýflutt til borgarinnar. 19.00 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Ættarsetrið breskur gamanmyndaflokkur. Þriðji þáttur. 21.05 Tónheimar Tónlistarþáttur frá norska sjónvarp- inu, með hljómsveitinni Dizzie Tunes Grethe Kausland og Benny Borg. 21.35 Einn var góður, annar illur og sá þriðji grimmur. ítalskur vestri frá 1966. Aðalhlut- verk: Clint Eastwood, Eli Wallach og Lee Van Cleef. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.05 Dagskrárlok 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Stundin okkar Umsjón: Bryndís Schram 19.00 Karpov gegn Kortsnoj 19.20 HLÉ 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Dagur í Reykjadal Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra lét gera þessa mynd. Hún sýnir dag í lífi fatlaðra bama í sumarbúðum styrkt- arfélagsins í Mosfellssveit. 21.15 Myndsjá (Moviola, Ljóska ársins) Banda- rískur myndaflokkur um frægar Holly- wood-stjömur. Þessi þáttur er sá síðasti og fjallar um upphaf ferils Marlyn Monroe. 22.50 Dagskrárlok Landakirkja: Laugardagur 24. okt.: Kirkjuskólikl. ÍIÍKFUM og K. Sunnudagur 25. okt.: Messa kl. 14.00. - Fundur með foreldrum fermingar barna eftir messu. Samkoma í Landakirkju kl. 20.30, Friðrik Shcram talar. Viðtalstími Sóknarprests: Mánudaga til fostudaga kl. 16.00 - 17.00, og eftir samkomulagi. Sími 1607. Sóknarprestur BETEL: Almenn guðþjónusta sunnudag kl. 16.30. Biblíulestur á fimmtudag kl. 20.30. Allir velkomnir Betel Barnastúkan EYJARÓS: Heldur fundi í Félagsheimilinu við Heiðarveg alla laugardaga kl. 1.30 (13.30). Allir velkomnir. Stúkan SUNNA: Heldur fundi í Félagsheimilinu við Heiðarveg alla flmmtudaga kl. 8.00. (20.00). Allir velkomnir. smúmmmu í tilefni af ári fatlaðra ....verður myndin MOUNTAIN TOJ’S sýnd í Aðventkirkjunni við Brekastíg Sunnudaginn 25. okt. kl. 17.00. Myndin fjallar um ungan mann í hjólastól, sem ákveður að klífa 13.000 feta hátt fjall þrátt fyrir það að hann er lam- aður fyrir neðan mitti. Myndin er 35. mín. löng. Einnig verða sýndar litskyggnur frá brúðkaupi aldarinnar, brúð- kaupi Díönu og Karls. Myndir þessar eru óvenju fallegar, teknar af David Lawson frá Nýja Sjálandi, og hefur Buck- ingham höllin óskað eftir að þær verði sýndar I konungs- höllinni síðar á þessu ári. Þá verður gestum boðið að smakka ljúfenga sjávarrétti sem framreiddir verða í hliðar- sal. I lok sýningarinnar verða tekin upp samskot og munu þau renna óskipt til Sjálfsbjargar í Vestmannaeyjum. Allir velkomnir, meðan hús- rúm leyfir. Aðventsöfnuðurinn. -VIDEO- ALLT ORGINAL V.H.S Erum með nýjar myndir. LEIGJUM EINNIG MYNDSEGULBÖND VIDEOKLÚBBUR VESTMANNAEYJA OPIÐ: 17-21 virka daga Hólagötu 44 15-18 um helgar .. Sími 2397 BÍÓ Fimmtudagur: Klukkan 8: MUNKUR Á GLAPSTIGUM Frábær grínmynd, með Marty Feldman í aðalhlut- verki. Sýnd í allra síðasta sinn. Klukkan 10: Uppvakningin IW Wim ltaUil WoPiíáwhor OUfillOH HÖIOH. ffll AHjtílfWNd SUUHHJWYORK K!»«)««iWtuMSMiUi: rVi MLW SQBU ÖÍÍ88WW (IMWOM • ».«**w»w*n»suívt,»»i« Hryllingsmynd með Charlton Heston og Susannah York í aðalhlutverkum. Bönnuð innan 16 ára. Föstudagur: Bíósalur lokað. Nýi salur: Diskótekið Þorgerður mun skemmta frá kl. 10-02. Tískusýning. Sýningar- fólk ‘81 sýnir nýjustu haust og vetrartískuna frá versl- ununum Eyjabæ og Kaup- félagi Vm. - Svo er um að gera að mæta snemma. Laugardagur: Bíósalur: Einkasamkvæmi. Nýi salur: Hin geysivinsæla hljómsveit Q-men 7 skemmtir frá kl. 10-02. Ath. aðeins rúllu- gjald. Aldurstakmark 20 ára. Borðapantanir fyrir föstu- dags- og laugardagskvöld í síma 2213 eftir kl. 8.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.