Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1981, Blaðsíða 1
Stærsta fréttablað Eyjanna Eina óháða blaðið í Eyjum Fréttir koma út í 2300 ein- tökum vikulega 8. árgangur Vestmannaeyjum 29. október 1981 43. tölublað. Margir eru nú orðnir langeygir eftir síldinni tilEyja. verður tekið til við aðra vinnslu á síldinni hér, til þess Flestir Vestmannaeyjabátar, sem hafa síldveiðileyfi, að vinna úr þessu „Silfri hafsins”.- Myndina tók eiga enn eftir að fylla veiðikvóta sinn, þrátt fyrir að Sigurgeir Jónasson fyrir utan fiskvinnslu SES. búið sé að salta síld upp í útflutningssamningana. - Þá Rökræðukeppni hjá JCV um helgina Hvað er Málfreyja ? Ekki er undarlegt að um það sé spurt. Þetta er nýyrði í íslensku og á bak við það felst nýr heimur. Fyrir rúmum fjöru- tíu árum var í Bandaríkjunum lagður hornsteinn að alþjóða- samtökum, sem hlutu nafnið International Toastmistress Club. Félagsskapurinn hefur síðan fest rætur víða um heim, þar á meðal á íslandi. Hann hefur á íslensku hlotið nafnið Alþjóðasamtök Málfreyja A.S.M.) Markmið samtakanna er að stuðla að frjálsum og fordóma- lausum umræðum á hvaða sviði mannlífsins sem er. Til að mark- miði samtakanna verði náð, þarf hver einstök málfreyja á fræðslu og þjálfun að halda. Svar við spurningunni um hvað mál- freyja sé, hlýtur að vera, að hún sé kona, sem vilji læra, þroskast og leggja sitt að mörkum í mann- legu samfélagi. I málfreyjudeild gefst besta tækifæri, sem völ er á, til að koma hugsunum sínum á framfæri. Málfreyjudeildin Haf- rót heldur kynningarfund næst- komandi mánudag 2. nóv, kl. 20.30 í Nýja sal Samkomu- hússins og hvetur sem flesta til að mæta og kynnast samtök- unum í reynd. Fiskiþing verður haldið mánudaginn 9. nóv. nk. í húsi Fiskifélagsins í Reykjavík. Fiskiþing sitja fulltrúar hinna ýmsu deilda og fjórðungs- sambanda innan Fiskifélags íslands. Auk þeirra fulltrúar Farmanna- og fískimannasam- bans Islands, Sjómannasam- bandsins, Landssambands ísl. útvegsmanna, sölusam- bönd sjávarafurða ofl. Fiskiþing er ráðgefandi ráðstefna, sem fjallar um hin ýmsu mál og málaflokka sem sjávarútveg varða, og hafa ályktanir þess og tillögur oft verið stjórnvöldum til við- miðunar í málefnum sjávar- útvegs, þó ekki hafi það alltaf verið svo sem menn báru vonir til. A vegum fiskideildarinnar í Eyjum, vinnur nú 17 manna starfshópur frá öllum grein- um sjávarútvegs, að tillögum N.k. laugardag verður í Kiwanishúsinu rökræðu- keppni milli JC-Víkur frá Reykjavík og JC-Vestmanna- fyrir Fiskiþing. Þessi 17 manna starfshópur hefur af mörgu að taka í málefnum sem sjávarútveg varða og má þar til nefna í stjórnun fisk- veiða, veiðitakmarkanir, horfur í íslenskum sjávarútvegi, vita og hafnarmál, stærð fiski- skipastólsins, endurnýjun hans og viðhald, sjóðir sjávar- útvegs, varsla þeirra og notkun, öryggismál sjómanna og svo mætti áfram telja. Fiskideildin í Vestmanna- eyjum heldur aðalfund sinn 29. okt. í Samkomuhúsinu kl. 20.30. og verða þar ræddar þær tillögur sem 17 manna starfshópurinn hefur fram að færa, kosin stjórn deildar- innar og tveir fulltrúar á Fiskiþing. A fundinn koma þeir Már Elísson fiskimála- stjóri og Ingólfur Arnarson. Fréttatilkynning frá stjórn fiskideildarinnar eyja og hefst keppnin kl. 20.00 stundvíslega. I starfsemi JC um allt land eru haldnar slíkar keppnir milli þeirra 33 félaga sem í landinu eru. Þetta er útslátt- arkeppni í 4 umferðum, og þau tvö lið, sem eftir standa ósigruð í vor munu keppa til úrslita á landsþingi, sem haldið verður á Selfossi. Félagar í JC-Vík eru ein- göngu kvenfólk, og hafa þær Víkurkonur jafnan þótt skel- eggar í starfsemi sinni og unnu þær m.a. verkefnið, sem flestir kannast við, „A eftir bolta kemur barn“. Því má búast við að hart verði barist á laugardaginn, en umræðu- efnið er í tillöguformi frá JC- Vík og er Leggjum til að takmarka ferðir erlendra ferðamanna til Islands. JC Vík talar með tillögunni en JCV á móti. Fyrir slíkar keppnir undir- búa félögin sig vel með 5 manna ræðulið, semja ræður sem flytja þarf í ákveðnar mínútur svo ekki má skeika sekúndu til þess að hljóta ekki refsistig. Lið JCV hefur stundað æfingar af kappi í 3 vikur og setur markið hátt, eins og þeir, gera hjá íþrótta- félögunum, vinna bikarinn! JC félagar eru hvattir til að mæta í Kiwanis á laugardag- inn. Sérstaklega eru nýir fé- lagar hvattir til að koma, því þarna fara eflaust ein bestu lið landsins í rökræðu. Bæjarráð Mánud. 26/10 kl. 16: Fyrir lá fundargerð vegna stofnfundar launanefndar Sveitarfélaga, hinn 17. nóv. nk. Gert er ráð fyrir að þar mæti fulltrúar sveitarfélaga með umboð sveitarstjórna: Bæjarráð mun tilnefna full- trúa á næsta bæjarráðsfundi. ■ Erindi frá Ingvari Björg- vinssyni (701/81) varðandi Hamarsgirðingu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um efni bréfsins. ■ Fyrir lá greinagerð vegna verðlagningar og söluskilmála á leigu og söluíbúðum. Bæjarráð felur félagsmála- ráði að auglýsa Áshamar 30 til sölu, og felur byggingarfull- trúa að taka út ástand hússins, og meta kostnað við endur- bætur. ■ Á fundinn mætti Benedikt Gunnarsson frá Hannar til viðræðna við bæjarráð saman- ber 1. máli síðustu fundar- gerðar. Niðurstöður og efni geinargerðar Hannarr voru ræddar ítarlega, og var gert fundarhlé kl. 19.30 - 20.30 en að því loknu var umræðum haldið áfram. Bæjarráð telur að fram- komnar tillögur gefi vísbend- ingu um að þar geti myndað grundvöll að áframhaldandi úrvinnslu. Ennfremur telur bæjarráð að áður en lengra verður haldið verði starfs- mönnum kynntar umræddar hugmyndir. Bæjarráð mun taka ákvörðun um áframhald- andi vinnu á næsta fundi. Fréttatilkynning. Fleira ekki gert - fundi slitið kl. 23.50 HAFIÐ’I SEÐ NYJA ORGELIÐ? HAFIÐ’I SÉÐ....... MOULINEX HAKKAVÉLINA MEÐ GRÆNMETIS- KVÖRNINNI, SÍTRÓNUPRESSUNNI OG FLEIRU? MOULINEX HRÆRIVÉLINA? EIGUM ALLT í MOULINEX! 5 TEGUNDIR BRAUÐRISTA - 5 TEGUNDIR KAFFIVÉLA RYKSUGUR í ÚRVALI! FALLEG VEGGLJOS! KJARNI S/F SKOLA VEGI1 - SIMI1300 Frétt frá Málfreyjudeildinni Hafrót FISKIÞING Fiskideildin í Vestm.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.